Færsluflokkur: Ljóð

Fjölskyldumyndir

Upp um alla veggi

eru fjölskyldumyndir.

Andlit margra, margvísleg

minna á gamlar syndir.

Þetta 'eru fjölskyldur ferðra minna

festar á veggi niðja sinna.

 

Þær eru líka af barnabörnunum

brosandi glöðum,

Systrum bræðrum, frændum,frænkum

í fallegum röðum.

Já þetta 'eru hálfgerðir fjölskyldufundir

með flugnaskít undir.

 

 

         Höf:  Vilborg Traustadóttir

Ath: Til gamanas má geta þess að þetta er ljóð nr 51 eftir mig hér á bloggsíðunni.


Dans

 

Hamingjunnar vegna

dansa ég

einn dans í einu.

 

Ætla mér ekki feilsporin

sem ég stíg.

Né troða öðrum um tær.

 

Dansa hnarreist

mót vorinu og hugsa.

Hvers vegna ekki?

 

Stíg einu skrefi lengra

lengra en ég þori.

Þá skil ég.

 

Þá skil ég

hvers vegna.

 

 

       Höf:  Vilborg Traustadóttir


Bros þitt

 

Ég leit upp

og ljóð dagsins

lá fyrir.

 

Bros þitt sagði meir

en þúsund orð

þéttskrifuð

á blað.

 

Bros þitt

blaðrandi.

 

 

         Höf:  Vilborg Traustadóttir


Tár

Það féllu tár

í farveg þinn.

 

Þú fórst hann samt

án umhugsunnar

 

og fallöxin

ekki langt undan.

 

Öll fíflin

sem þú þekkir

munu hræra

í blóðinu.

 

Þegar höfuð

þitt fellur

í farveg

tára minna.

 

        Höf:  Vilborg Traustadóttir


Lítið hús

 

Lítið hús

við lygnan fjörð.

 

Rís í skjóli vetrar.

 

Hljótt en hratt

bíður svo vorsins.

 

Velkomnir farfuglar

gangið í bæinn

hér er pláss

fyrir ferðalúna.

 

Stillt og milt

er vorið

velkomnum.

 

 

     Höf:  Vilborg Traustadóttir

 

Stundum

 

Stundum

þegar þú ert hér

hjá mér

hugsa ég

hvílík gæfa

 

en gráttu ekki

ef ég fer.

Því augnablik líður

og eilífðin bíður

 

Öll stefnum við þangað

án undankomu.

 

Ýmsar leiðir

liggja þangað

allar leiðir enda þar

sérleiðir

sem aðrar leiðir.

 

 

          Höf:  Vilborg Traustadóttir


75 ár

 

Ævin líður

ævintýralegt

öll 75 árin

að baki

 

en samt

eitt andartak

á eilífðardegi.

 

Auðmjúk

beygi ég mig

og þakka fyrir

þátttökuna.

 

 

     Höf:  Vilborg Traustadóttir


Strik

 

Strik

sett á blað

 

einskonar skástrik

til að undirstrika

þankastrik

þversummunnar

 

sem er

gæsalappir.

 

 

 

      Höf:  Vilborg Traustadóttir


Fundur

 

Það er fundur

og fólkið sem kemur

er fullt eftirvæntingar.

 

Sumir þó

svo veraldarvanir

yfirvegaðir

að einhvern veginn

virðist allt púður

úr þeim.

 

Samt…

Ég er ekki viss.

Ætli ég passi einhvers-

staðar inn í?

 

Þar sem ég stend álengdar

ákveð ég

að aðhafast ekkert.

 

 

     Höf:  Vilborg Traustadóttir


Sættir

 

Sættir hafa tekist

í samningaviðræðum

ríkisvaldsins

og fólksins.

 

Hver sagði

ríkið það er ég?

 

 

     Höf:  Vilborg Traustadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband