Færsluflokkur: Ljóð
fös. 23.3.2007
Í Ásnum
býr kona.
Hún fylgist með öllu
árvökulum augum
lítur hún yfir dalinn.
Yfirsést ekkert
nema kannski
klaufaleg mistök
barnabarnanna
sem vissu ekki betur.
Elsku amma
að þú megir vaka
vaka og vaka.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 22.3.2007
Þegar þú
strýkur mér
um upphandlegginn
óska ég þess
að þú hættir aldrei
en jafnvel þú
þreytist.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 21.3.2007
Handan götunnar
Handan götunnar
hafin yfir
þökin.
Þarna uppi
lágskýjuð nóttin
bregður sér
í líki lostans.
Létt og nett
lifnar hún
í berfættu tómi.
Bak við sólina
sofa skýin,
ljúfsáru regni
leka þau
á stéttina
handan götunnar.
Stéttina
staðbundna.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 21.3.2007
Martröð
ófriðlega
er látið.
Það dimmir,
þungi,
þögnin köld.
Barist um
beðist griða,
hjartsláttur.
Hlaup, flótti,
æst augu
standa á stilkum.
Berir færur,
blóðrisa
í mölinni.
Mynd sem hverfur,
Kemur, fer,
sviti, söknuður.
Tunglið á lofti,
lýsir mér,
sýnir mér myndir
sem ég sá ekki fyrr.
Merlandi birta
á djúpum firði,
endurkastar áskorun
um frið.
Fölleitur skuggi
fallvaltrar gæfu
eltist við draum
án martraðar.
Höf: Vilborg TraustadóttirLjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 18.3.2007
Í kvöldkulinu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)