Færsluflokkur: Ljóð
fim. 5.4.2007
Nudd
Að hafa töfrahendur
er guðsgjöf.
Að nota þær
er himneskt.
Að njóta í auðmýkt
Er undursamlegt
Liggja eins og
deigklumpur.
Láta hnoða sig
á alla kanta.
Svífa burt
í öðrum og
æðri heimi.
Treysta.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mið. 4.4.2007
Gleðin
Gleðin er eins og vatn
hoppar og skoppar
hlær og flissar
suðar og seytlar.
Tær og hrein
eins og lindin
birtist gleðin
í litum regnbogans.
Hellir yfir þig
tilfinningum
sem þú
færð ekki hamið.
Yl sem þú
skilur ekki
birtu sem þú
botnar ekkert í.
Njóttu vinur njóttu.
Nú er lag.
Nú er gleðilag.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 2.4.2007
Pæling
Ég fann mig ekki
þarna á fundinum
en ég fann þig.
Þvert á móti.
Öllum lögmálum
og skynsemi
voru takmörk sett.
Þú sem varst
svo róleg
og yfirveguð.
Án alls æsings
utan velsæmismarka.
Án hroka
og fordóma.
Þú sem varst
svo....finnanleg.
Hvar var ég?
Ég fann mig ekki?
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 1.4.2007
Tinna
Tinna heitir truntan mín
töfra beitir geði.
Hana skreyta fótmál fín
fjörug, veitir gleði.
Er þinn gæða taktur telst
töltsins klæði rífa.
Þú ert æði, einna helst
eins og skæðadrífa.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ég átti þessa "vinkonu" og hryssu sem ég orti um hér. Tinna var mjög sérstök, viðkvæm, viljug og falleg. Hún var af Kolkuóskyni, dóttir Hrafns (591). Við áttum góðar stundir saman við Tinna, tvær í útreiðatúr eða í félagi við aðra. Aðallega Jonna bróðir og Íru hans en stundum Jörp og Hermanns-Rauðku líka. Í þá gömlu góðu daga.........Tinna datt skyndilega dauð niður í haganum vel við aldur og er heygð á Dalabæ.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 1.4.2007
Val
Vindurinn
blæs mér í brjóst
frelsi til að velja.
Valið
sem ég hef
flækir myndina.
Myndin
stendur óhögguð
í mjöllinni.
Mjöllinni
sem hvarf í gær
með vindinum.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 31.3.2007
Jónína Ben fimmtug
Ljóð | Breytt 1.4.2007 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 31.3.2007
Ein í Pólskum skógi
Trén - teinrétt.
vindurinn sveigir þau.
Ég sé net myndast
úr greinum trjánna
og möskvarnir ná til mín.
Veiða mig,
fara með mig til himna
og heim.
Ég svíf örugg
í örmum trjánna
og allt er gott...
...ein í pólskum skógi.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 31.3.2007
Hjálp
Vilt þú
hjálpa mér?
Þegar ég þarf
á því að halda?
Getur þú
rétt mér vatnið?
Gefið mér matinn?
Nært mig?
Borið mig
á höndum þér?
Lesið mér ljóð?
Ef ég verð hjálparvana
veit ég þú gerir
eins og þú getur
og meira til.
Þannig er lífið
og þannig
ert þú.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 31.3.2007
Í nóttinni
Í nóttinni
heyri ég
hlátur og flaut.
Bílflaut og hlátur.
Ljósin í gluggunum
fjarlægjast daginn.
Af tæknilegum ástæðum
sem enginn skilur
dofnar yfir borginni
og bæjunum allt í kring.
Ætli hláturinn
og vel að merkja
bílflautið.
Veki athygli
tæknimannanna
á vandamálinu?
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 31.3.2007
Lífið í lit
Lífið er mun
skemmtilegra
í lit.
Láttu mig þekkja það
sem var
svarthvíta hetjan þín
í þúsund ár.
Án
skuldbindinga
eða
endurgjalds.
Auk þess
skuldlaus eign
utan
þjónustusvæðis.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)