Færsluflokkur: Ljóð
lau. 28.4.2007
Dagurinn í dag
Í dag ætla ég
að vera heiðarleg
sem aldrei fyrr.
Í dag ætla ég
að hugga
í stað þess
að vera hugguð.
Að gleðja
í laumi.
Að gráta
í laumi.
Gera ekki
nokkurn
skapaðan hlut
sem sært gæti
aðra.
Né sýna
öðrum,
sárni mér.
Í dag ætla ég
að lifa lífi mínu
í sátt.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 27.4.2007
Þriðja sporið
Eins og reynst
hefur öðrum
sem fetað hafa
brautina
á undan mér
svo vel.
Tók ég ákvörðun
um að láta
líf mitt
og vilja.
Lúta handleiðslu
Guðs.
Samkvæmt
skilningi mínum
á honum
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 24.4.2007
Kveikur
á skýjafar.
Sveif um
yfir húsunum
trjánum og
hafinu.
Hentist framhjá
gluggunum
með vindskafið ský
á hælunum.
Lenti í þrengingum
yfir hálendinu
Þar sem uppsteymið
tók völdin.
Þeytti mér
í stjarnfræðilegar
hæðir.
Nokkur bólstraský
björguðu málinu
og sendu mig
til jarðar á ný
með regninu.
Þetta er alveg
nýr leikur
fyrir mér
og kveikur
að ljóði
sem lifir.
Í mér.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 21.4.2007
Annað sporið
Minn eigin vilji
leiddi mig
af leið.
Því verð ég
að treysta á
og öflugri.
Sem velur leiðina
til lífsins.
Á ný.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 14.4.2007
Pólitík
Það komst pólitík
í málið.
þegar þú
mínusaðir
mitt framlag.
Til atvinnusköpunar
og uppbyggingar.
Það hafði verið
eyrnamerkt
alþýðunni.
Útreiknað
og fullnægjandi
til framdráttar.
Hverjum þeim
sem verkast vildi.
Hvers virði er hún
pólitíkin sú?
Sem hýrudregur.
Hopar af hólmi
og dregur í efa
dómgreind
mina?
Vilborg Traustsdóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 13.4.2007
Fyrsta sporið
Ég tók
fyrsta sporið
bara til hálfs.
Hinn helming þess
fór ég á
hnefanum.
Í fimm ár!
Þá féll ég
auðvitað.
Vanmáttinn
afgreiddi ég
en stjórnleysið
ekki.
Kæru vinir
og velunnarar.
Mér finnst gott
að minna mig
á þetta.
Í kvöld.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 12.4.2007
Í næstu andrá
Í næstu andrá
nærð þú mér.
Nú er tíminn
knappur
nú er ekki
tími til að
kasta mæðinni.
Ég hef hlaupið
gegn um dagana,
vikurnar,
mánuðina
og árin.
Haupið af mér
hornin
og þig.
Í næstu andrá
nakinni sál
í næpuhvítum
líkama.
Nakinni sál
náhvítri
af ótta
við þig.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 11.4.2007
AA
Hér stend ég.
Ég sem var svo
fucked up
kexrugluð
og kolómöguleg.
Gölluð vara
með gæðastimpil
úr feiki.
Bros án
sannfæringar.
Grát
án tára.
Hér stend ég
og get ekki annað.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sun. 8.4.2007
Heimur
Heimur
fullur af orku
endist ekki
þér
Þú sem varst
svo vistvænn
að það hálfa
væri nóg.
Heimur
tónstigans
leikur þér
lag
án hljóma.
Les þér
ljóð
án orða.
Rekur þér
raunir
án sorgar.
Heimur
fullur af orkuendist ekki
þér.
Sem ert
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 6.4.2007
Falin spor
Ég faldi sporin mín
en þú fannst þau.
Þau voru dulin
öllum öðrum en þér.
Þú raktir þau
ósýnileg
alla leið.
Þú fylgdir mér
í draumi.
Leiddir mig
í laumi.
Styrktir mig
í straumi
Stóðst með mig
í taumi.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 9.5.2007 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)