Færsluflokkur: Ljóð
mán. 30.7.2007
Hjarta
Hnaut
um lífsins
bjarta
huldu-
mál
Hjarta
kallar á
hjarta
Sál
á
sál
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 31.7.2007 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 25.7.2007
Skýin
Skýin voru
svo krúttleg í dag
-
(Magga systir sagði
Þegar hún kom
frá því að viðra Dalí
þetta er eins og
Luisa!)
-
Ég tróð skýjunum
milli fjallanna
og dreifði þeim
um himininn.
-
Prakkaraleg skýin
píndu mig
til sagna.
Vilborg Traustadóttir
PS. Bætti myndinni við á því stigi sem hún var þegar ljóðið var ort. Þetta eru Súlur séðar með mínum augum og skýin sömuleiðis. Af svölunum hjá Möggu systir....
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 24.7.2007
Í fjörunni
Við sátum í fjörunni
föðmuðumst og þú sagðir
ég elska þig.
-
Eins og afvopnaður
sál þín nakin
í hendi mér.
-
Brimið lagði áherslu
á orð þín
sem ég heyrði þó ...
..ekki...þá.........
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 21.7.2007
Smart!
Hvernig áin
liðast niður fjallið
í mörgum lækjum.
Eftir fallið
með fossinum
Eiðrofa.
Uppi gráta skýin
þurrum tárum
en sjórinn
bíður átekta
við ósinn.
Eiðrofi
sem aldrei sefur
safnar tárum
Safnar þurrum tárum.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 21.7.2007
Þar og hér
Þarna situr þú
og hér ég.
Fossinn dettur
niður af
fjallinu.
Ég hugsa
um
blómin og grösin
og fólkið
í fjörunni.
Finn þér leiðist
og ferð inn
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 8.7.2007
Ég er.....
Galdramenn á Ströndum láta nútímagaldra lítt til sín taka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 7.7.2007
Moldin
Hérna í moldinni
líður mér vel.
Teygi mig í arfakló
slít hana upp
Svo kálið
fái vaxið
og vermi pottana
í haust.
Gref tærnar
ofan í
mjúka, raka
moldina.
Kannski spretta
fleiri tær
ef ég bíð
nógu lengi?
Nei annars
þetta er
alveg nóg
af tám.
Og moldin
hefur alveg nóg
með sig
og sína.
En ég
fer í fótabað
í mosagrænu
vaskafati.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 6.7.2007
Fimmta sporið
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 5.7.2007
On and off
Ég sest við tölvuna
ýti á on.
Blaðra heil ósköp
en segi ekkert
sem skiptir máli
Nema kannski
það sem þú
lest milli línanna.
Þá ýti ég
á off.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 4.7.2007
Sá rétti?
Á helgum stað
milli ástar og ótta
stóð vonin
Veifaði til mín
lyklakippu
Einn lykillinn
gekk að hjarta þínu
Ég vissi ekki
hver?
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)