Færsluflokkur: Ljóð

Að mála ljóð

 

Ljá orðunum lit

láta formið

stýrast af

hugarástandi.

  

Teygja gleðina

yfir strigann

 

Bjóða upp í dans

 

Bjóða upp í

trylltan dans.

 

 

         Vilborg Traustadóttir


Góðir dagar

 

Sumir dagar

eru einfaldlega

góðir dagar.

 

Þegar allt er

svo gott sem gott

 

Vakna hress

strjúka kettinum.

 

Fara á bílnum

milli staða.

 

Sjá kunnuglegt

göngulag..

 

..Kári in the hood!

 

 

          Vilborg Traustadóttir


Sátt

Í ákafri leit

að lífshamingju

hljóp ég.

 

Tindilfætt.

 

Veittist að gleðinni

sjálfri mér

og sorginni

sem beið mín

bak við horn,

missti fótanna

féll um sinn.

 

Svakalegt!

 

Sættist við aðstæður

sá ljósið

á ný.

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Tíunda sporið

 

Ég skoðaði

hug minn

í sífellu

 

Fylgdist

grannt með

og ef

út af bar.

 

Tók ég

sönsum.

 

Án tafar.

 

 

              Vilborg Traustadóttir


Níunda sporið

Ég brá mér

út á akurinn

ógurlega

 

Þar sem

slóð mín

brann

og tár þín

náðu ekki

að kæla hana

 

Líkt og byssubrennd

með góðan vilja

að vopni

 

Vildi hugga þig

 

Svo fremi 

að það

gerði ekki

illt verra

 

 

                       Vilborg Traustadóttir


Hjálpi mér hamingjan

 

Í góðum gír

með gömlum vini

gekk ég

einn dag

 

Hvers vegna

spurði hann

er lífið

ekki leikur?

 

Við því

er ekkert svar

nema kannski

köld þögnin

 

Ég hvísla

svo lítið ber á

hjálpi mér

hamingjan

 

 

            Vilborg Traustadóttir


Áttunda sporið

Ég skráði

í huganum

yfirsjónirnar

 

Ég sagði

fyrirgefðu

þar sem það

átti við

 

Faðmlag eða

hljóð bæn

getur hjálpað

 

Stundum er betra

að bíða

átekta

 

og vona

 

 

                  Vilborg Traustadóttir


Sjöunda sporið

 

Eftir að hafa

meðtekið

boðskapinn

bað ég.

 

Í auðmýkt

til guðs.

 

Að hann

losaði mig

við brestina.

 

Og bíð nú

svara.

 

 

                Vilborg Traustadóttir


Sjötta Sporið

 

Ég hef stigið þau

þessi spor

eitt af öðru

 

Sex talsins

og játa

að yfirsjónir

mínar eru margar

 

Ég hef logið

svikuð og stolið

 

Ég hef verið

óheiðarleg

og sært aðra

 

Guð segir mér

að fyrirgefa

sjálfri mér

 

Því ég vissi

ekki

þá......

 

                

                                      Vilborg Traustadóttir


Í gær

Sjórinn var svo
spegilsléttur
og tær.
-
Þar sem við
fórum um
í gær.
- 
Enginn getur
vitað um
þann fund.
-
Og mynd okkar
snerti yfirborðið

um stund.

-

                Vilborg Traustadóttir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband