Færsluflokkur: Ljóð
þri. 1.12.2009
1. desember 2009
Daginn eftir.....
....við eldhúsborðið
í Austubrúninni.
Allt er orðið kyrrt
og sorgin hefur
tekið á sig nýja mynd.
Ég þurrka
þornuð tár
innan úr gleraugunum
okkar pabba......
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 13.2.2009
Kreppusvað
Reynslulausir réðu í bönkum
rétt er það.
Komu okkar köldu skönkum
í kreppusvað.
(VT)
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 21.1.2009
Lærðu og lifðu
Lærðu eins og þú munir lifa að eilífu. Lifðu eins og
þú munir deyja á morgun.
Mahatma Gandhi
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 3.1.2009
Kyrrð og friður
Það ríkir kyrrð
í þokunni
sem sveipar
mig trega
Máttlaust andvarp
liðast upp
frá litlu brjósti
finnur frið
Kyrrð og frið
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 30.12.2008
Áramót
Áramót
kaflaskil
nýtt upphaf.
Ég finn
að allt
verður gott.
Bjartsýnin
er mér
í blóð borin.
Og ég veit.......
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 11.12.2008
Stekkjastaur kom fyrstur....á morgun....
Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ljóð | Breytt 12.12.2008 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 1.12.2008
Særi ég og æri á ný....
Særi ég og æri á ný
hó hó og hí hí
Eitt sinn var ég ung og frjals
með hvítan barm og hvítan háls
og ungur maður á mig leit
og enginn veit og enginn veit.
Allar stjörnur stigu dans
sængin mín varð sængin hans.
(Eftir minni úr kvæðinu Norn eftir Davíð Stefánsson)
Mér datt í hug upphafið að þessu magnaða kvæði Davíðs Stefánssonar þegar ég sá þessa mögnuðu konu fremja vargastefnu við Stjórnarráðið.
Ég man því miður ekki allt kvæðið en gaman væri ef einhver lumar á því og gæti rifjað það upp með mér.
Vargastefna við Stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 26.10.2008
Vindur
Vindur
berðu mig
framhjá
fallvatninu
Þú berð það
með þér
í farvatninu
Að komist ég
eitthvað burt
þá megi ég
njóta
Þá megi ég
einnig njóta
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 24.10.2008
,,VAR ÞAÐ ÞESS VIRÐI ÞÚ VÍKINGUR ÚTRÁSARINNAR"?
Sálmur
Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?
Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar,
manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?
Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?
Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
að eignast allt þetta glingur?
Er ekki í hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.
(HÖF. ÓKUNNUR)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 2.9.2008
Ást í flækjum
Ég stóð
þegar þú féllst.
Kylliflatur.
Þú segist
vera ástfanginn
en ég?
Ég veit betur.
Finn flækjur þínar
vefjast fyrir þér
eins og ást.
Finn hversu
yfirdrifið
verður óekta.
Finn það
langar leiðir.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)