Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tíminn er dýrmætur og að eyða honum í svona þras er pínlegt fyrir alla aðila.
Ég tek þó undir þau orð Þórunnar sem þarna talaði um að það væri hollt að vera í stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðismenn eru vaknaði til lífsins og farnir að brýna raustina.
--
Nú er stærsta verkefni þjóðarinnar að breyta þessu og koma á réttlátu valdakerfi þar sem lýðræðið er meira.
Við höfum lítið að gera með gargandi fólki í valdabrölti inni á Alþingi Íslendinga meðan landið sekkur sífellt dýpra í skuldafenið.
Mögnuð fráhvarfseinkenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki það að ég sé einhver sérlegur aðdáandi Sturlu Böðvarssonar en þegar svo stutt er í kosningar hefði maður haldið að það væri tímasóun að skipta um þingforseta?
Jóhanna hefur greinilega ekki þá hæfileika nýkjörins Bandaríkjaforseta að geta unnið með pólitískum andstæðingum sínum að góðum málum.
Barack Obama skipaði rebúblikana í ráðherraembætti í sinni stjórn.
Þjóðin er búin að fá meira en nóg af flokkspólitísku karpi og ef tíminn fram að kosningum fer í þetta og það að "skoða" mál ásamt því að banna hvalveiðar þá á núverandi ríkisstjórn ekki von á góðri útkomu í kosningum þann 25. apríl.
Enda vill þjóðin fá nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og nýju kosningakerfi.
Gagnrýna forsetaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 4.2.2009
Sorry....
Ef Geir hefði sagt, ég klúðraði þessu, sorry, ég ber ábyrgð á þessu, þetta kemur ekki fyrir aftur, hefði það verið nóg?
Í okkar tilfelli...NEI.
En það hefði hjálpað........
Obama: Ég klúðraði þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 3.2.2009
Lifi lýðveldisbyltingin
Mín tilfinning er sú að búsáhaldabyltingin er rétt að byrja.
Nú er fólk að melta árangurinn og hann er satt að segja ekki öllum
að skapi nema hvað það varðar að fyrrverandi ríkisstjórn naut ekki
lengur trausts og þess vegna varð að breyta um brag....í bili.
Ég tel að sú undiralda sem er í þjóðfélaginu verði ekki stöðvuð með
þeirri minnihlutastjórn sem nú er við völd.
Krafan er gjörbreytt umhverfi, svo gjörbreytt að þeir þingmenn VG
og Samfylkingar sem í einfeldni sinni gengu um Austurvöll og hvöttu
fólk til dáða þann 20. janúar s.l. muni jafnvel óska þess að ástandið
hefði verið óbreytt um sinn.
Við viljum flokksræðið burt. Hvort sem það er vinstri-hægri eða snú!
Lifi lýðveldisbyltingin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 3.2.2009
Sóknarfæri
Það er sóknarfæri fyrir ný framboð að tæp 40% hafa ekki gert upp hug sinn um hvað þau ætla að kjósa samkvæmt könnuninni.
Ég tel að nú verðum við að stíga skrefið til fulls og gera lýðveldisbyltingu.
Það verður að stofna nýtt lýðveldi sem byggir á þeim grunni sem við fólkið í landinu höfum skapað. Á þeim grunni sem hinn almenni þjóðfélagsþegn getur og vill leggja til grundvallar nýjum tímum.
Flokkakerfið er sannanlega gengið sér til húðar og við treystum því ekki fyrir horn.
Lítið bara á þessa könnun og það hvernig fylgið sveiflast til. Þjóðin er jafn ráðvillt sem fyrr og ekkert okkar veit á hverju það getur átt von.
Ég hef staðið mig að því sjálf í vangaveltum mínum og viðræðum við annað fólk í sambandi við stofnun nýs lýðveldis að efast um kosti þess.
Niðurstaða mín er alltaf sú að kostir þess eru yfirgnæfandi fram yfir vankanta eða galla.
Við búum við flokksveldi sem hefur æ ofan í æ orðið uppvíst að spillingu sem bitnar á okkur öllum og við sitjum alltaf einhvern vegin í súpunni. Getum engu breytt. Við búum því ekki í lýðræðisríki. Þessu verðum við að breyta til þess að við sjálf getum öðlast aftur trú á það að við getum búið áfram í þessu landi og lifað af og vonandi haft það gott.
Ég vil flýta því að þjóðin efni til Stjórnlagaþings og kjósi aðila sem vinni í nánu samstafi við þjóð sína að nýrri stjórnarskrá í anda þeirra gilda sem við viljum að verði höfð að leiðarljósi.
Þess vegna og af ótal öðrum ástæðum er ég sannfærð um það að við verðum nú að fylgja eftir okkar sannfæringu sem hefur orðið háværari með hverri vikunni sem hefur liðið af þessum vetri.
Sannfæringu sem hefur verið að taka á sig sterka mynd öflugrar frelsisbaráttu.
Sannfæringu sem sér fyrir sér að eftir nauðsynlegar breytingar á grunnstoðum lýðræðisins sem felast í stjórnarskránni stofnum við nýtt lýðveldi á Íslandi
Stundum þorir maður ekki að stíga út úr einhverju kerfi sem maður hefur byggt í kring um sig og unað við lengi.
Það óttast allir breytingar. Hvers vegna ekki að snúa dæminu við og fagna breytingum? Breytingum sem við eftir vandlega íhugun og rök með og á móti vitum að eru okkur öllum happadrjúgar?
Niðurstaða mín er því sú að nú eins og oft áður verð ég að stíga einu skrefi lengra en ég þori.
Lifi lýðveldisbyltingin
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 3.2.2009
Vonandi líkur þessum "farsa" hér með.
Þessi "Seðlabankafarsi" er orðinn langur og leiðinlegur.
Þrákelkni bankastjóranna við að axla ábyrgð hefur kostað stjórnarslit.
Fyrst fyrrverandi ríkisstjórn sem meirihluti þjóðarinnar studdi réð ekki við endurskipulagninguna og það að skipta um Seðlabankastjórn þá lá það beint við að ríkisstjórnin félli.
Menn sem telja sjálfa sig æðri ríkisstjórn hafa ekkert að gera í störfum fyrir þjóðina.
Mikilmennskubrjálæði og sjálfmiðaðar yfirlýsingar út og suður gengu fram af fólki.
Svo mjög að á þingi Verslunarráðs gengu menn út, þar sem aðalseðlabankastjóri eyddi öllum sínum ræðutíma og ræðutíma annarra í það að réttlæta sjálfan sig.
Nú vona ég innilega að þessum sorglega "farsa" ljúki og þjóðin geti farið að byggja upp það traust sem hún þarf til að geta talist þjóð meðal þjóða.
Það er ekki trúverðugt að nota Seðlabanka Íslands sem millilendingu fyrir stjórnmálamenn á leið sinni á eftirlaun.
Það skiptir engu máli hvort menn eru "sekir eða saklausir". Menn í slíkri ábyrgðarstöðu þurfa að víkja við svo ofboðslegt efnahagshrun sem varð.
Þjóðin er mest undrandi á að þeir sáu það ekki sjálfir. Það eitt og sér sýnir siðblindu.
Ég óska öllum þeim sem misst hafa atvinnu sína alls hins besta, það á einnig við um stjórn Seðlabankans.
Ég veit að þessi ákvörðun var erfið en hún var rétt.
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 2.2.2009
Dorrit engri lík
Ég hef gaman af því þegar fólk þorir.
Og Dorrit þorir.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 1.2.2009
Steinöld Steingríms
Ég hef haldið því fram um nokkurt skeið að fyrst nýfrjálshyggjunni tókst að skjóta okkur aftur á steinöld þá væri Steingrímur J. besti maðurinn sem við eigum til að vinna í því umhverfi.
Nú hefur mér orðið að ósk minni.
Steingrímur hefur verið orðaður við haftastefnu, reglugerðarverk og nei-mennsku fyrri tíma og nú kann hann því væntanlega vel til verka.
Kannski tekst Steingrími að koma okkur aftur inn í nútímann?
Hann er með duglegri mönnum og með Jóhönnu upp á arminn er hann til alls vís.
Hennar tími er kominn.
Látum okkur sjá hver skjöldinn ber.
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 1.2.2009
Þau lágu yfir þessu í fimm sólarhringa!
http://www.mbl.is/media/11/1211.pdf
Ég var fimm mínútur að lesa þetta yfir og finnst þetta þunnt og almennt orðað.
Það eina skýra er að reka Davíð og breyta yfirstjórn seðlabankans.
Sem er í sjálfu sér nauðsynlegt og sýnir hve getuleysti Sjálfstæðisflokksins var gríðarlegt og sýnir hversu erfitt það er heilli þjóð þegar menn setja sjálfa sig ofar öðru eins og Davíð hefur gert í þessu máli.
Hvar er Stjórnlagaþingið sem var lofað og hvernig á að velja á það?
Jóhanna er skelegg kona og það kom greinilega fram á fundinum að hún verður harður verkstjóri!
Spurning hvort ríkisstjórnin lifir það af í þessa 83 daga.
Það kemur bara í ljós.
sun. 1.2.2009
Skref í átt að nýju lýðveldi
Ég lít á þetta sem skref í átt að nýju lýðveldi.
Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem ljáði máls á sérstöku stjórnlagaþingi til að fara yfir og uppfæra stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins. Jóhanna flutti frumvarp til laga um það árið 1995.
Því hlýtur það að vera henni kærkomið að vera nú í aðstöðu til að hrinda því í framkvæmd.
Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af núverandi flokksræði og pólitískum "barbabrellum", það veit Jóhanna fullvel.
Þjóðin vill ekki einungis uppfæra gömlu stjórnarskrána nú. Þjóðin vill stofna nýtt lýðveldi með nýja stjórnarskrá og gjörbreytt kosningaumhverfi.
Með því að Jóhönnu tími er komin hlýtur einnig tími þjóðarinnar að vera komin.
Ég óska Jóhönnu velfarnaðar í starfi og ég hlakka til að kjósa fólk á stjórnlagaþing og leggja þannig grunn að nýju og mannvænlegra Íslandi.
Skjaldborg slegið um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |