Steinöld Steingríms

Ég hef haldið því fram um nokkurt skeið að fyrst nýfrjálshyggjunni tókst að skjóta okkur aftur á steinöld þá væri Steingrímur J. besti maðurinn sem við eigum til að vinna í því umhverfi.

Nú hefur mér orðið að ósk minni.

Steingrímur hefur verið orðaður við haftastefnu, reglugerðarverk og nei-mennsku fyrri tíma og nú kann hann því væntanlega vel til verka.

Kannski tekst Steingrími að koma okkur aftur inn í nútímann?

Hann er með duglegri mönnum og með Jóhönnu upp á arminn er hann til alls vís.

Hennar tími er kominn. 

Látum okkur sjá hver skjöldinn ber.

 


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er varla hægt að klúðra málum meira en gert hefur verið nú þegar. Ég treysti betur þessu fólki, alveg burtséð frá því hvar í flokki það er. Ég hef trú á því að nú fari málin að fara uppávið. Það er svolítið fyndið að heyra í Sjálfstæðismönnum núna - að allt sem þessi ríkisstjórn er að boða hér á næstunni hafi verið í vinnslu hjá þeim (seðlabankastrjórnin líka) ? En afhverju í ósköpunum, gekk þetta ekkert hjá þeim, litlar sem engar upplýsingar og maður sá ekker í hendi sem átti að gera.  Svo á maður alveg eftir að finna út hvort og hvaða flokk maður getur kosið í vor...

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.2.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er líka um'ndrandi á því sem EKKI var búið að gera eins og að segja af sér og svona.....

Það er þó mesti misskilningur ef það fólk sem nú er í ríkisstjórn með Framsíknarhækju sér til stuðnings heldur að krafa þjóðarinnar sé uppfyllt nú.

Ég mun styðja Lýðveldisbyltingu eða Nýtt lýðræði. Þar verður að sameina kraftana í eitt afl.

Lifi byltingin.

NÚ ERUM VIÐ AÐ TALA SAMAN!

Vilborg Traustadóttir, 2.2.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband