Engin reisn yfir nýrri stjórn-er þetta virkilega rétt með hefndarhuginn?

Ekki það að ég sé einhver sérlegur aðdáandi Sturlu Böðvarssonar en þegar svo stutt er í kosningar hefði maður haldið að það væri tímasóun að skipta um þingforseta?

Jóhanna hefur greinilega ekki þá hæfileika nýkjörins Bandaríkjaforseta að geta unnið með pólitískum andstæðingum sínum að góðum málum.

Barack Obama skipaði rebúblikana í ráðherraembætti í sinni stjórn.

Þjóðin er búin að fá meira en nóg af flokkspólitísku karpi og ef tíminn fram að kosningum fer í þetta og það að "skoða" mál ásamt því að banna hvalveiðar þá á núverandi ríkisstjórn ekki von á góðri útkomu í kosningum þann 25. apríl.

Enda vill þjóðin fá nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og nýju kosningakerfi. 

 

 


mbl.is Gagnrýna forsetaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins talar einhver af viti.. og ekki má gleyma kostnaðinum við þetta. Borga honum biðlaun og nýjum forseta þingsin laun.

Björg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:19

2 identicon

... Já og svo nýjan þjóðsöng í guðanna bænum!!!

Leifur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:27

3 identicon

hvernig gætu störf þingsins farið fram ef í bílstjórasætinu sæti einn af þeim sem átti þátt í hruni efnahagslífsins,og hafa staðfastlega haldið því fram að það sé engum að kenna og enginn þurfi að víkja eða biðjast afsökunar,ég sé ekki hvernig þær hreinsanir sem hér eru nauðsynlegar,til að uppbyggingin geti hafist ættu að komast á dagskrá þingsins með sturlu í forsæti

árni aðals (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:28

4 identicon

Ég tek undir orð Árna Aðals.

Elvar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eruð þið að tala um pólitískar hreinsanir?

Ég sé engar breytingar á haus fra D eða S í þessum stól.

Þetta eru samábyrgir flokkar hvað margt varðar.

Hreinsunin kemur með Lýðveldisbyltingunni.

Vilborg Traustadóttir, 4.2.2009 kl. 15:34

6 identicon

,, breytingar á haus frá D eða S " ja D kom allavega þjóðinni alveg á hausinn og þess vegna á að moka D-liðinu alls staðar út að flestra mati.

Stefán (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband