Færsluflokkur: Bloggar

Drottning

 

Drottningin

gekk í salinn.

Allir litu upp

og lutu síðan höfði.

 

Í lotningu.

 

Hvílíkur léttir

að þurfa ekki

að segja hin

fleygu orð.

 

Sem aldrei gleymast.

 

Hin fleygu orð

innantóm.

 

 

    Höf:  Vilborg Traustadóttir

  

Morgunblaðið

Minn nýjasti "bloggvinur" Morgunblaðið er blað allra landsmanna.  Blaðið eins og það hefur einfaldlega verið kallað af mörgum allar götur þar til Blaðið kom til skjalanna og er jafnvel enn kallað það þrátt fyrir innrás þeirra aðila sem reyna að baða sig í fornri frægð Moggans Wink .  Ég bar Morgunblaðið út þegar ég bjó á Akureyri, svona aðallega til að fá borgað fyrir að hreyfa migHalo .  Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu og les það blaða fyrst þegar ég skríð fram úr á morgnanna.  Læt svo skeika að sköpuðu hvort ég næ að lesa Blaðið og Fréttablaðið.  Oftast næ ég því ekki enda hef ég fyrir satt að ekki lýgur Mogginn.Cool

Smápústrar so what?

Kannski ekki sambærilegt við smá pústra á Yarisum og öðrum smábílum í eigu okkar Mörlandanna. Sonur minn varð þó nánast vitni að því þegar dýrindis Porshe var klesst á hlið þar sem hann vinnur.  Hann náði í einn bútinn og sagði "þetta er það næsta sem ég kemst í að eignast Porshe!"  Hvort einhverjir "heppnir" hafi náð að skrapa saman nokkrum Ferrari bútum í álíka "Vonnabí" skyni skal ósagt látið. 
mbl.is Grínisti eyðilagði fágætan Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinkona trukona

Nýjasta bloggvinkona mín er trukona eða G. Helga Ingadóttir.  Ákaflega sviphrein og falleg kona sem ber af sér góðan þokka. Ég hef nýlega lesið bókina "Ein til frásagnar" sem hún lýsir svo vel á bloggi sínu.  Þær tilfinningar sem hún lýsir eru þær sömu og bærðust með mér þegar ég las bókina.  Trúin á guð og lífið verður hatrinu yfirsterkari í bókinni og það kemst vel til skila.  Ég mun pottþétt koma við á Hvolsvelli þegar ég á leið þar um næst og kíkja við á Eldstó Café eða í Húsi Leirkerasmiðsins þar í bæ.Smile

Útileguást.

 

Þegar hugirnir mætast

á miðri leið

man ég….

 

…heita sál

hlekkjað afl

sem fjarlægðin frelsar.

 

Man ég…

 

…þétt faðmlag

fjötraða ást

sem lagðist út.

 

Útileguást

uppi á hálendinu.

 

Fjalla-Eyvindar-

ást-Höllu-ást-

hundelt-ást.

 

Útileguást

á Kili.

 

     Höf: Vilborg Traustadóttir


For good

 

Sem fugl í búri

er hún

átakanlega smá

og aumkunarverð

 

Brothætt

og yndisleg

eins og vorið

læðist hún inn

læst vera komin

 

for good.

 

       Höf:  Vilborg Traustadóttir


Bráðum kemur betri tíð

Með blóm í haga.  Nú styttist í vorið.  Veðrið í mars er búið að vera rysjótt.  Það er varla köttur á kreiki úti þegar vindgarrinn espast upp hér við blokkirnar.  Í dag virðis ætla að verða éljagangur.  Ég ætla ekki að kvarta, alin upp norður í landi þar sem það var "happa og glappa" að komast ferða sinna yfir höfuð.  Það verður samt gott að fá vorið og sumarið og fara vestur.  Liggja í leti, lesa, fara á sjó og ganga í fjörunni í Kjós.  Heimsækja vini og vandamenn og jafnvel rífast dálítið við Ása frænda.   Fara svo í berjamó með ömmu-ungana og njóta barnakvaksins.  Svo verður ættarmót hjá Sauðanesveldinu (eins og Maggi Þór frændi segir).  Sameiginlegt ættarmót m.a.s.  Er ekki lífið fullkomið?

Vatnslitir á striga

Keypti mér vatnsliti í Euro Pris í fyrra eða hitteðfyrra.  Tók þá fram í dag en átti bara striga. Skellti þeim á hann og útkoman er hér neðar á síðunni. Gerði tvær myndir í sterkum litum.  Ætla á morgun að kaupa vatnslitablokk og leika mér með litina.  Þetta er gaman og ógurleg útrás sem maður fær í þessu.  Hef ekkert gert af þessu áður.  Nema náttúrulega í barnaskóla hjá Ásu á Nýrækt.  Þá var gaman að lita og láta hugmyndaflugið ráða.  Hlakka til að feta þessa braut áfram.

Ljóð nr 31

Ljóð nr 31 fór inn áðan og varlega áætlað ættu þessi 50 sem eru "í rörinu" að vera komin inn eftir 15-20 daga.  Reyni að setja eitt til tvö inn á dag.  Er farin að huga að því að gramsa í geymslunni eftir meira. Það eru mörg að rifjast upp smám saman.  Verður gaman að sjá hugmyndir Möggu systur að kápumynd. Endilega verið dugleg að gera athugasemdir við ljóðin. Með ykkar leyfi set ég þær með í bókina.  Ef það passar.  Halo

Leirinn

Við skelltum okkur í leirgerð í dag, ég, Solla systir og Lucy.  Vorum mikilvirkar.  Það verður spennandi að sjá það sem kemur úr ofninum næst.  Það er slatti af skálum og kertastjökum í vinnslu og einnig fleira smálegt.  Með hlýnandi veðri og hækkandi sól vex okkur ásmegin í þessum efnum sem öðrum.  Gaman að dunda saman við þetta.Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband