Bráðum kemur betri tíð

Með blóm í haga.  Nú styttist í vorið.  Veðrið í mars er búið að vera rysjótt.  Það er varla köttur á kreiki úti þegar vindgarrinn espast upp hér við blokkirnar.  Í dag virðis ætla að verða éljagangur.  Ég ætla ekki að kvarta, alin upp norður í landi þar sem það var "happa og glappa" að komast ferða sinna yfir höfuð.  Það verður samt gott að fá vorið og sumarið og fara vestur.  Liggja í leti, lesa, fara á sjó og ganga í fjörunni í Kjós.  Heimsækja vini og vandamenn og jafnvel rífast dálítið við Ása frænda.   Fara svo í berjamó með ömmu-ungana og njóta barnakvaksins.  Svo verður ættarmót hjá Sauðanesveldinu (eins og Maggi Þór frændi segir).  Sameiginlegt ættarmót m.a.s.  Er ekki lífið fullkomið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það besta við Ísland er að við eigum okkur VOR - miskalt að vísu en vísirinn að vorinu er alltaf "bara góður" .....og byrtan, þá er lífið fullkomið Vilborg. Svo er svo gott að fá norðan golu á kinn líka, ekki tilbreytingarleysi í því. Eftir að hafa upplifað heilt sumar í suðurlöndum þar sem veður var svo má segja alltaf eins, beið ég þess eins að fá létta norðan golu í fangið. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.3.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

...og ekki síður gaman að mæta á nesið í sumar..Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.3.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já vinkona ég get ekki sagt að ég sakni þess að fara út ... ligg bara inni og læt mig dreyma um vorið ... fannst reyndar vera komið vorhljóð í fuglana um daginn og held kannski að þeir hafi orðið súrari en við... En þetta er Ísland í dag... ég vona að ég verið á Sigló þegar Sauðanesveldið hittist í sumar..

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.3.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband