Færsluflokkur: Bloggar

Myndir komnar inn

Innrömmuðu myndirnar eru komnar inn ásamt afrakstri leirlistarnámskeiðsins hjá Ljósinu.  Ljósið er félag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra.  Alveg magnað félag og yndislegt.Heart Stóra skálin mín fékk alveg óvart nafnið "Sól í Straumi".  Enda umræðan um álverskosninguna í Hafnarfirði í hámarki þegar hún var í vinnslu.  Ég sendi bara jákvæða "strauma" í Hafnarfjörðinn enda búin að segja mitt í þeim efnum hér sem og á öðrum bloggum.Frown Kærleikskveðjur.InLove
Sól í Straumi :-) - Vilborg Traustadóttir
Skálin "Sól í Straumi"

Boccia

Fórum að horfa á pabba keppa í boccia í morgun.  Vorum sannkallaðar óheillakrákur við Solla systir.  Liðið hans pabba DAS tapaði báðum sínum leikjum og komst því ekki áfram.  Pabbi var samt sem áður hrókur alls fagnaðar og bað dómarann að fjarlægja kúlur andstæðinganna svo hans kæmist að.  Það var mikið hlegið og dómarinn hló mest.  Svo var kaffi og með því.  Sungið og leikið á píanó svona í forbífarten.  Fórum svo í Mosfellsbæinn að sækja myndir úr innrömmun.  Set þær inn hér við tækifæri en þetta eru nýjar vatnslitamyndir ásamt þeim sem eru á síðunni sem ég hef gert. 

Tinna

  

Tinna heitir truntan mín

töfra beitir geði.

Hana skreyta fótmál fín

fjörug, veitir gleði.

 

Er þinn gæða taktur telst

töltsins klæði rífa.

Þú ert æði, einna helst

eins og skæðadrífa.

 

    Höf: Vilborg Traustadóttir

 

Ég átti þessa "vinkonu" og hryssu sem ég orti um hér.  Tinna var mjög sérstök, viðkvæm, viljug og falleg.  Hún var af Kolkuóskyni, dóttir Hrafns (591). Við áttum  góðar stundir saman við Tinna, tvær í útreiðatúr eða í félagi við aðra. Aðallega Jonna bróðir og Íru hans en stundum Jörp og Hermanns-Rauðku líka.  Í þá gömlu góðu daga.........Tinna datt skyndilega dauð niður í haganum vel við aldur og er heygð á Dalabæ.


Nýr bloggvinur bet

Nýjasti bloggvinur Björn Emil Traustason er ekki bróðir minn (mér vitanlega).  Hann er Hornfirskur framsóknarmaður eftir því sem ég fæ best skilið.  Eitt sinn fórum við systurnar þrjár til Hornafjarðar að sjá leikrit eftir Möggu systir mína með ljóðum og ljóða-ívafi eftir mig fléttað inn í.  Þá lentum við á Landsfundi Frammsóknarmanna.  Við sungum "Ég er Framsóknarmaður, ég græt af gleði. Ég er Frammsóknarmaður, ég trúi þessu varla, oh ég er svo happy" o.s.frv.   Við vöktum þó nokkra lukku og menn klöppuðu þegar við sviptumst inn á ballið að dansa.  Héldu greinilega að við værum skemmtiatriðiW00t.  Sem við kannski vorum?  Hvað um það ég er viss um að bet er góður bloggvinur.
I bet...............Joyful

Ein í Pólskum skógi

 

Trén - teinrétt.

vindurinn sveigir þau.

Sólin gægist niður.Pólland 061

 

Ég sé net myndast

úr greinum trjánna

og möskvarnir ná til mín.

 

Veiða mig,

fara með mig til himna

og heim.

 

Ég svíf örugg

í örmum trjánna

og allt er gott...

 

...ein í pólskum skógi.

 

 

        Höf:  Vilborg Traustadóttir

 


Lífið í lit

 

Lífið er mun

skemmtilegra

í lit.

 

Láttu mig þekkja það

sem var

svarthvíta hetjan þín

í þúsund ár.

 

Án

skuldbindinga

eða

endurgjalds.

 

Auk þess

skuldlaus eign

utan

þjónustusvæðis.

 

 

        Höf:  Vilborg Traustadóttir

 

Ljósið

Ég sá góða umfjöllun í Kastljósinu um Ljósið sem er stuðningsfélag við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.   Við Solla systir og Lucy dóttir Sollu höfum farið í leirgerð hjá Ljósinu.  Það er mjög gefandi að skapa og gaman að sjá hvað kemur út úr því sem maður er að "bögglast" við.  Við vorum þar í dag og máluðum leirskálar og kertastjaka fyrir brennslu og verður það tilbúnið eftir helgina.  Það er gríðarlega mikil og góð starfsemi hjá Ljósinu. Það hefur hjálpað okkur mikið að fá að vinna saman á erfiðum tímum en Solla systir hefur nýlokið lyfjameðferð við krabbameini.  Það er gott að hitta aðra í sömu eða svipuðum sporum og dreifa huganum við skemmtileg störf.  Það vekur góðar tilfinningar að skapa og það gefur von að búa til fallega hluti til að njóta síðar.  Þetta starf er ómetanlegt og til marks um nauðsyn þess varð að skipta leirgerðarhópnum niður á tvo daga í vikunni. Svo mikil er aðsóknin að plássið er sprungið utan af starfseminni. 

Bloggvinkona Estersv

Nýjasta bloggvinkonan er Estersv.  Hún býr í Grafarvogi og er sunnlenskrar ættar í húð og hár eins og kemur fram á Bloggsíðu hennar.   Hún yrkir ljóð og birtir á blogginu.  Ég sé að hún hefur áhuga á ýmsu öðru sem ég og fleiri erum að vakna til vitundar um. Það er m.a. heilbrigt matarræði og lífrænt ræktaðar afurðir.  Gaman að fylgjast með framvindu þeirra mála og minnug þess að "dropinn holar steininn" hlakka ég til að fylgjast með skrifum nýjustu bloggvinkonu minnar í hinum ýmsu málum.Smile

Ásta Lovísa

LANGAR AÐ VEKJA ATHYGLI Á ÞESSU MÁLI SEM FJALLAÐ ER UM Á EFTIRFARANDI SLÓÐ

Á morgun

Einhvern tíma á morgun mun ég setja inn ljóð nr. 50.  Þá er ég búin að "fylla kvótann" og Magga systir getur byrjað að mála í fyrirhugað ljóðakver.  Kannski skelli ég mér norður með Sollu systir í farþegasætinu eftir páska og við málum kápuna og skreytum ljóðakverið í bak og fyrir?  Við Solla getum skellt inn einum og einum pensildrætti svona til að halda Möggu systir á tánumSmile  . Bara svo hún sofni ekki á verðinumSleeping  og gleymi myndskreytingunum.Woundering InLove

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband