Færsluflokkur: Bloggar
sun. 18.3.2007
Vefurinn hennar Karlottu


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 18.3.2007
Bloggvinur Sólmyrkvinn
Nú flykkjast þeir að hér í bloggheimum sem sóttu syni mína heim áður en þeir hleyptu heimdrangnum. Ísak er vinur Emils og gaman að sjá hann hér meðal bloggvina. Emil og Ísak hafa haldið góðu sambandi ( með hléum) gegn um árin en þeir kynntust annað hvort í Iðnskólanum á tölvubraut eða á Ircinu? Alla vega eiga þeir tölvubransann sem sameiginlegt áhugamál ásamt ýmsu álíka nördalegu
sem of langt yrði upp að telja hér. Ísak er glaðlegur strákur og góður vinur vina sinna. Velkominn í hópinn Ísak!
(Vissi ekki um Rafaels-nafnið).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 18.3.2007
Eiríkur Hauksson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 17.3.2007
Bloggvinur Emil



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 16.3.2007
X-Faktor

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 15.3.2007
Dótabúðin
Fór að kaupa afmælisgjöf í fyrradag. Kristján Andri barnabarn mitt varð þriggja ára í gær. Byrjaði í Hagkaup Smáralind að leita að öskubílnum sem hann óskaði sér. Hann var ekki til þar en ég komst út eftir misheppnaðar tilraunir afgreiðslumannsins að sýna mér fleira flott dót. Því næst í Dótabúðina Smáralind, hann var ekki til þar. Ég barði í borðið og sagði að ég tæki ekki nei fyrir svar, afmælið væri á morgun og drengurinn vildi fá þennan bíl. Afgreiðsludaman var mjög skilningsrík og hringdi inn í Kringlu og einnig í heildsöluna. Enginn öskubíll til og heildsalan búin að selja sýningarbílinn. Var mjög ánægð með þjónustuns þarna. Þá fór ég ásamt fríðu föruneyti (Sollu systir) í Leikbæ og var næstum búin að fjárfesta í öskubíl þar en Solla systir talaði um fyrir mér og sagði þennan bíl ekki svip hjá sjón miðað við hinn. Loks héldum við í Dótabúðina í Kringlunni í leit að steypubíl sem okkur skildist að væri til þar. Enduðum á gripaflutningabíl sem verðmerktur var á 5900 og e-ð krónur á kassanum utan um bílinn. Á peningakassanum var hann skyndilega komin upp í 6400 og e-ð krónur. Ég fór að strögla en þá bauð afgreiðsludaman upp á tóman flutningabíl (án lyftara) sem var 100 kr ódýrari eða á 6300 og e-ð krónur. Sagði þá vitlaust verðmerkta! Þar sem þetta var afmællisgjöf fyrir barnið nennti ég ekki að láta neikvæðni og pex yfirfærast á gjöfina og greiddi því uppsett verð. Hver rífst yfir 500 kalli? Sneri Sollu systir við í dyrunum en hún ætlaði að lesa afgreiðslustúlkunni réttindi sín
! Hins vegar á ég þrjá aðra gulldrengi og í næsta afmæli, allavega, fer ég í Leikbæ eða aðra leikfangaverslun. Hvort neysluminnið hjá mér nær lengra verður að koma í ljós.

Bloggar | Breytt 16.3.2007 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 14.3.2007
Bloggvinkona G Antonía

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)