Færsluflokkur: Bloggar

Villuljós

Enginn flýr sín örlög

ekkert fær þau hamið.

Glötuð ást mín marrar

og mylst við flæðisker,

liggi braut þín burtu

mín blíða fylgir þér.

 

Innst í hjarta geymi

ástarfunann heita.

Oftast endurspegla

ofurkalda ró.

Elds og funa öflin

undir krauma þó.

 

Yfir lífsins langa

leikvöll þegar horfi 'ég.

Sé ég sannar hvatir

sýna veginn heim.

Heita kossa og kenndir,

ég kýs að fylgja þeim.

 

Vænt mér þykir um það

þegar ylinn ljúfa

heitt ég finn í faðmi

og fráan hjartaslátt.

Þétt við brjóst þitt bugast

í bæn um æðri mátt.

 

Æ lýs þú mér í myrkri

til mannsins sem ég elska.

Villuljós á vegi

mér vísar honum fjær.

Þótt lífið leiðir skilji

það lækna dauðinn fær.

 

 

   Höf:  Vilborg Traustadóttir


Vefurinn hennar Karlottu

Nú fjölmmennum við á "Vefinn hennar Karlottu" á eftir.  Elsti sonur minn grét sig í svefn margar nætur eftir að myndin var sýnd um jólaleytið þegar hann var c.a.fjögurra ára.  Endirinn var svo sorglegur fannst honum.  Nú er hann 32 ára og við buðum honum sem heiðursgesti á myndina.  Ætlum að fara saman 12 manns frá aldrinum eins til 55. Cool (Solla systir) svo þið haldið ekki að það sé ég, ég er "bara" 50, hehe. Geir Fannar hringdi í elsta bróður sinn til að láta hann vita að hann kæmi með nóg tissjú handa honum.Crying   Hlakka til að fara með hópinn minn.

Bloggvinur Sólmyrkvinn

  

Nú flykkjast þeir að hér í bloggheimum sem sóttu syni mína heim áður en þeir hleyptu heimdrangnum.  Ísak er vinur Emils og gaman að sjá hann hér meðal bloggvina.  Emil og Ísak hafa haldið góðu sambandi ( með hléum)Undecided gegn um árin en þeir kynntust annað hvort í Iðnskólanum á tölvubraut eða á Ircinu?  Alla vega eiga þeir tölvubransann sem sameiginlegt áhugamál ásamt ýmsu álíka “nördalegu”  Pinch sem of langt yrði upp að telja hér. Ísak er glaðlegur strákur og góður vinur vina sinna.  Velkominn í hópinn Ísak!

(Vissi ekki um Rafaels-nafnið).Cool


Eiríkur Hauksson

Horfði á myndbandið við framlag okkar í Evróvision í kvöld.  Fannst það betra en fyrst þegar ég sá það en hvert fór gítarsólóið?  Á kannski bara að tefla því fram á sviðinu?  Eiríkur er svakalega flottur þarna þó jarpur sé en ekki rauður.  Mikil tilfinning og mikil karlmennska á ferðinni. Held við hljótum að hafa það upp úr forkeppninni að þessu sinni.  Ef einhverjum tekst það þá tekst Eiríki það. Jafn getnaðarlegur og hann er þarna í hráu umhverfinu verður hann ekki síður töff á sviðinu með rautt faxið flaxandi og tilfinninguna í lagi. Með gítarsólói TAKK.

Bloggvinur Emil

 Ég reyndi að ala Emil upp "í guðsótta og góðum siðum" frá því hann var fjögurra ára gamall.  Hann fylgdi “ókeypis” með pabba sínum þegar við tókum saman.  Emil og Ingi eru fóstursynir mannsins míns og fyrrverandi eiginkonu hans.  Ingi flutti með mömmu sinni til Svíþjóðar.  Ég á Trausta Veigar fyrir en hann er ári eldri en Emil.  Við Geir eignuðumst svo tvo drengi á færibandi eða með eins árs og þriggja daga millibili, Geir Fannar 1983 og Kristján Þór 1984.  Vinkona mín hitti Emil niðri í bæ á Siglufirði þegar ég var á spítalanum að eiga Kristján Þór.  Þá var Emil 6 ára.  Hún spurði hann eitthvað eftir mér þá sagði Emil “það verður nú bara að fara að setja rennilás á magann á henni, hún er alltaf að eiga börn” Grin.  Emil er giftur henni Immu sinni og búa þau suður með sjóInLove.  Velkomin hingað Emil og mundu bara að “þunn er stjúpmóður sneiðin”.Cool

X-Faktor

Verð bara að segja það að hún Ellý ber af dómurunum í X-Faktornum.  Hún er samkvæm sjálfri sér og mér finnst hún vera sú eina sem þorir að segja eins og henni finnst.  Jafnvel meðan salurinn púar á það sem hún segir um keppendur skynjar maður sannleikann hjá henni. Sigga Beinteins tjáði sig um að hún væri ekki ánægð með "þá sem tók við af henni."  Bíddu Sigga var dómari í Idol!  Mér finnst stundum bæði Einar og Palli leggja hana í einelti og að Sigga hafi gefið "veiðileyfið".  Áfram Ellý þú ert flottust...Cool

Hugvekja

 

Minnist mín

með bros á vör

þá ég hverf héðan.

 

Svo má ást þín

flýta för

finna skjól á meðan.

 

Á meðan gull sín

glöð og ör

gæfan flytur héðan.

 

Minnist mín

með bros á  vör.

Bara rétt á meðan.

 

 

  Höf:  Vilborg Traustadóttir


Dótabúðin

 

Fór að kaupa afmælisgjöf í fyrradag.  Kristján Andri barnabarn mitt varð þriggja ára í gær.  Byrjaði í Hagkaup Smáralind að leita að öskubílnum sem hann óskaði sér.  Hann var ekki til þar en ég komst út eftir misheppnaðar tilraunir afgreiðslumannsins að sýna mér fleira flott dót.  Því næst í Dótabúðina Smáralind, hann var ekki til þar.  Ég barði í borðið og sagði að ég tæki ekki nei fyrir svar, afmælið væri á morgun og drengurinn vildi fá þennan bíl.  Afgreiðsludaman var mjög skilningsrík og hringdi inn í Kringlu og einnig í heildsöluna.  Enginn öskubíll til og heildsalan búin að selja sýningarbílinn.  Var mjög ánægð með þjónustuns þarnaJoyfulÞá fór ég ásamt fríðu föruneyti (Sollu systir) í Leikbæ og var næstum búin að fjárfesta í öskubíl þar en Solla systir talaði um fyrir mér og sagði þennan bíl ekki svip hjá sjón miðað við hinn.  Loks héldum við í Dótabúðina í Kringlunni í leit að steypubíl sem okkur skildist að væri til þar.  Enduðum á gripaflutningabíl sem verðmerktur var á 5900 og e-ð krónur á kassanum utan um bílinn.  Á peningakassanum var hann skyndilega komin upp í 6400 og e-ð krónur.  Ég fór að strögla en þá bauð afgreiðsludaman upp á tóman flutningabíl (án lyftara) sem var 100 kr ódýrari eða á 6300 og e-ð krónur.  Sagði þá vitlaust verðmerkta!  Þar sem þetta var afmællisgjöf fyrir barnið nennti ég ekki að láta neikvæðni og pex yfirfærast á gjöfina og greiddi því uppsett verð.  Hver rífst yfir 500 kalli?  Sneri Sollu systir við í dyrunum en hún ætlaði að lesa afgreiðslustúlkunni réttindi sín Police!  Hins vegar á ég þrjá aðra “gulldrengi” og í næsta afmæli, allavega, fer ég í Leikbæ eða aðra leikfangaverslun.  Hvort neysluminnið hjá mér nær lengra verður að koma í ljós. 

 Öskubíll = ruslabíll  Smile

Hugsaðu til mín

 

Hugsaðu til mín

þegar húmar að.

Þegar nóttin lengist

og veður kólnar.

Ég ylja.

 

Hugsaðu til mín

þegar hjarta þitt grætur

og sárum veldur

sorgarskýjum.

Ég lækna.

 

Hugsaðu til mín

þegar víxill fellur

á varnarlausan

sakleysingja.

Ég borga.

 

Hugsaðu til mín

þegar sverfur að.

Þegar hrynur veröld

hárra drauma.

Ég endurreisi.

 

 

    Höf: Vilborg Traustadóttir


Bloggvinkona G Antonía

Nýjasta bloggvinkonan Guðbjörg Antonía tilheyrir svokölluðum flokki manna er nefnast í daglegu tali “Póllandsfarar”.  Þetta er undarlegur hópur manna (aðallega kvenna enn sem komið er) sem aðhyllist hina ægilegu stólpípumeðferð doktor Borisar!  Stólpípumeðferð þessi hefur verið mjög til umfjöllunar hérlendis eftir að “Póllandsfarar” flykktust um Jónínu Benediktsdóttur og héldu utan í þessum varfasömu erindum.  Undirflokkar þessarar tegundar manna nefnast gjarnan, janúarhópur, febrúarhópur og svo væntanlega þannig áfram koll af kolli.  Þessi einfalda flokkun hefur nú þegar fallið um sjálfa sig þar sem ekki er unnt að skilgreina Guðbjörgu í öðrum hvorum hópnum.  Hún tilheyrir nefnilega BÁÐUM.  Kallar þessi kynlega hegðun Guðbjargar á tafarlausa endurskipulagningu og rannsóknir á atferli hópanna.  Svo mikil ringulreið hefur skapast með þessu útspili Guðbjargar að undirrituð og önnur til hafa þegar fest sér ferð með “septemberhópnum”.  Líklegt þykir að Guðbjörg muni einnig tilheyra þeim hópi og munu þá frekari tilraunir til að greina hegðun hópanna væntanlega leggjast alveg af. Guðbjörg er vænlegur kostur sem bloggvinkona, jákvæð, einlæg, falleg að innan sem utan og umfram allt dugleg að blogga.Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband