Færsluflokkur: Bloggar

"Þessi þyrfti að fara til Póllands"

arbuz
Ég er alveg ferleg með þetta.  Í hvert sinn sem ég sé manneskju hvort sem er á mynd eða á förnum vegi sem er "vel við vöxt", þrútin í andliti og/eða litarhátturinn eitthvað grár, hugsa ég "þessi þyrfti að fara til Póllands".  Ég meina þá í detox meðferð eins og við Kristín vinkona skelltum okkur í nýlega.  Ég get seint lofað þá meðferð nógsamlega.  Ég hélt að Kristín væri búin að missa vitið þegar hún hringdi og bað mig að koma með sér í þessa ferð sem er á vegum Planet Puls eða m.ö.o.  Jónínu Ben.  Við fórum nú samt og árangurinn er stórkostlegur.  Hreinsunin fór fram með grænmetis og ávaxtafæði í tvær vikur.  Allt undir eftirliti lækna.  Margir fundu mikinn bata á ýmsum krankleika og sjúkdómum sem herjuðu á. Ég er t.d. með MS sjúkdóm og mér fannst þessi fasta eiga einkar vel við mig. Ég þáði alla þá meðferð sem í boði var og sem mér fannst henta mér. Heim kom ég 8,5 kg léttari á líkama og örugglega annað eins á sál.
Í dag fór Jónína út með fjórða hópinn frá áramótum og ég veit að fólkið sem fer verður ekki svikið af því að leggja fjármagn í eigin heilsu.  Nánar um þessar ferðir er á http://www.detox.is
Við Kristín erum búnar að panta aðra ferð í haust.

Ný bloggvinkona olavia

Bloggvinkona Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, betur þekkt sem Imma er nýjasta bloggvinkona mín.  Hún er gift Emil stjúpsyni mínum.  Þau búa í Njarðvík.  Imma er góð stúlka og ég vona að hún og Emil verði hamingjusöm saman áfram. Það tekst þeim ef þau geta byggt samband sitt á gagnkvæmri virðingu hvort fyrir öðru.  Gaman að hafa þig hér sem bloggvinkonu Imma mín og til hamingju með afmælið þann 15. apríl.Wizard 

Föstudagurinn 13.

Jólin 2005 051
Hjónakornin Emil og Imma
Í dag er föstudagurinn 13. apríl.  Emil á afmæli og er 31 árs í dag.  Þessi dagur er stormasamur og mikil úrkoma.  Einhvers staðar heyrði ég að veðrið á afmælisdegi viðkomandi segði til um hvernig hann hefði verið sem barn.  Þetta smellpassarTounge.  Miðað við veðrið í dag á afmæli Emils!Cool
Til hamingju með daginn Emil.Wizard

Meint húmorsleysi Íslendinga

Í sveitinni heima var að sjálfsögðu til byssa, reyndar voru til þrjár byssur.  Það var haglabyssan, riffillinn og kindabyssan.  Hver byssa hafði sitt hlutverk og allar voru þær geymdar niðri í kjallara.  Við krakkarnir fengum að handleika þær og skoða þær óhlaðnar.  Allt undir ströngu eftirliti.  Við fengum þannig samt að fá útrás fyrir spenninginn sem fylgdi óneitanlega þessum drápstólum.  Við fengum fræðslu um eyðingarmátt þeirra.  Eitt var þó kristalstært, aldrei að miða byssu á manneskju.  Hvort sem um var að ræða óhlaðna alvörubyssu eða leikfangabyssu gjarnan gerða úr tré.  Seinna fengum við Cowboybyssu með hvellhettum.  Við því að miða einhverkonar byssu á manneskju voru ströng viðurlög, skammir og vanþóknun “yfirvalda” um ótiltekinn tíma.  Ekkert okkar vildi það og því virtum við þessar reglur alla jafna. 

Nú hefur Bandarískur fræðimaður beint vopnum Bandaríkjahers að litla Íslandi.  Öllum þeim gereyðingarvoðpnum sem þekkjast í heiminum.  Allt í gríni og maðurinn búin að biðjast afsökunar.  Gott og vel, þetta var gert til að sýna fáránleikann í hernaðarbrölti Bandaríkjamanna. Kannski brugðust nokkrir Íslendingar full harkalega við og sendu manninum morðhótanir (sem var líka bannað í mínu uppeldi).  Eftir sitja þó Íslendingar sem eiga að finna til sektarkenndar vegna “húmorsleysis”.  Vegna þess að þeim fannst þetta ekkert fyndið.  Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta ekkert fyndið.  Ekki frekar er stríðsbrölt yfirhöfuð.  Það gerir uppeldið.  Hafi uppeldi mitt haft þau áhrif að ég sé húmorslaus í þessum efnum þá get ég vel við unað.

Ég hef fengið gott uppeldi!Wink
mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartur dagur

Bjartur dagur hér syðra.  Sól og vor í lofti.  Hef verið upptekin í barnapössun í dag.  Góðir strákar og ótrúlega gaman að hafa þá hjá sér.  Kristján Andri ristarbrotnaði um páskana og er því ekki farin að vera á leikskólanum eftir slysið.  Ég var að hugsa það hve ótrúleg aðlögunarhæfni okkar er.  Hann skríður bara þangað sem hann vill fara því hann stígur ekki enn í fótinn sem er í gifsi.  Einstaka sinnum bað hann mig um aðstoð við að komast upp í stól eða sófa.  Slysið vildi þannig til að hann fékk eldavélina heima hjá sér yfir sig þar sem hann var að príla upp á ofnhurðina.  Slysagildrurnar leynast víða og hlutirnir ekki lengi að gerast.  "Varlega amma" sagði hann við mig í dag þegar við kvöddumst. 
HaloÞessi elska.

Ný bloggvinkona Mallah

Málfríður Hafdís Ægisdóttir er nýjasta bloggvinkona mín.  Leiðir okkar Möllu hafa legið saman áður á lífsleiðinni.  Ég þekki hana að heiðarleika og jákvæðni.   Malla er Austfirðingur  búsett á Fáskrúðsfirði.  Helsta baráttumál hennar í dag eru ný Norðfjarðargöng Wink.  Ég tek undir það að þau göng ásamt Strákagöngum við Siglufjörð eru börn síns tíma.  Miðað við ný göng eins og Héðinsfjarðargöng ætti það ekki að vera fjarri lagi að fara allan hringinn og lagfæra þau sem fyrir eru eða gera ný.  M.a.s. Hvalfjarðagöngin eru of afkastalítil á álagstímum.   Hvað um það Malla er skelegg í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur.  Hún sér jafnan jákvæðar leiðir að markmiðum.  Það er kostur. Það er mikill kostur.Smile

Málshátturinn minn

Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur.

Gleðilega páska

TrúPáskadagur fagur runninn upp. Nokkuð þokukenndur til að byrja með í höfuborginni en er að birta til.  Sólin virðist ætla að koma boðskap páskanna til jarðar.  Trúin á lífið nær í gegn og birtan er táknræn fyrir lífið.
Ég sit ein við tölvuna og það er dálítið skrýtin tilfinning.  Undanfarna páska hef ég verið þátttakandi í mjög skemmtilegri hefð sem tengdaforeldrar mínir hafa haft í heiðri frá því þau bjuggu í Danmörku á námsárum sínum.
Fjölskyldan hefur komið saman að morgni páskadags og snætt morgunverð, opnað páskaegg, lesið málshætti og síðan oftast hellt sér í hangiketið saman.
Helga sem tók við hefðinni þegar tengdaforeldrar ákváðu að vera ekki lengur með páskaboðið er í Noregi.  Svo nú er hún Snorrabúð stekkur.  
Hér munum við þó hittast kl. 12.00 nokkur úr nær-fjölskyldu okkar og borða hangikjöt.  Opna páskaegg og lesa málshætti.  Allt í minimalískri mynd því hluti af okkar nær-fjölskyldu er einnig erlendis og allt að því erlendis.Smile
Gleðilega páska nær og fjær.

Nuddari og nuddþegi

242987979
Rakst á þessa dásamlegu mynd á http://www.blog.central.is/detox  Þetta er mynd af Guðbjörgu okkar úr janúar og reyndar líka febrúarhóp "Póllsndsfara" Jónínu Ben.  Nuddarinn góði á myndinni heitir Volodia og er  mjög góður í sínu fagi.  Þessi mynd er tekin í febrúar.  Jónína Ben hefur bloggað með eftirminnilegum hætti um nudd þessa manns (stráks) enda full ástæða til að minnast á það sem vel er gert. Hvað um það, skemmtileg mynd og greinilegt að nuddtíminn var ekki alveg búin þegar myndin er tekin.  Volodia leggur síðustu hönd á höfuðnuddið og Guðbjörgu leiðist greinilega ekkert!Cool

Vorgalsi

Það hljóp vorgalsi

í frúna.

Þegar hún setti

út kúna

í kulinu.

 

Hvers vegna?

Veit ég ekki

enda ekki í aðstöðu

til að vita

neitt um það.

 

Hins vegar

Datt mér í hug

hvort folaldið

sem fæðist

í vor

verði á vetur

setjandi?

 

Hvort vorboðinn ljúfi,

fuglinn í fjörunni

og lóan séu komin?

 

Hvort þau keppist við

að kveða burt snjóinn?

 

Hvort vorðið sé komið?

Hvort grundirnar grói?

 

Á ný?

 

          

         Vilborg Traustadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband