Meint húmorsleysi Íslendinga

Í sveitinni heima var að sjálfsögðu til byssa, reyndar voru til þrjár byssur.  Það var haglabyssan, riffillinn og kindabyssan.  Hver byssa hafði sitt hlutverk og allar voru þær geymdar niðri í kjallara.  Við krakkarnir fengum að handleika þær og skoða þær óhlaðnar.  Allt undir ströngu eftirliti.  Við fengum þannig samt að fá útrás fyrir spenninginn sem fylgdi óneitanlega þessum drápstólum.  Við fengum fræðslu um eyðingarmátt þeirra.  Eitt var þó kristalstært, aldrei að miða byssu á manneskju.  Hvort sem um var að ræða óhlaðna alvörubyssu eða leikfangabyssu gjarnan gerða úr tré.  Seinna fengum við Cowboybyssu með hvellhettum.  Við því að miða einhverkonar byssu á manneskju voru ströng viðurlög, skammir og vanþóknun “yfirvalda” um ótiltekinn tíma.  Ekkert okkar vildi það og því virtum við þessar reglur alla jafna. 

Nú hefur Bandarískur fræðimaður beint vopnum Bandaríkjahers að litla Íslandi.  Öllum þeim gereyðingarvoðpnum sem þekkjast í heiminum.  Allt í gríni og maðurinn búin að biðjast afsökunar.  Gott og vel, þetta var gert til að sýna fáránleikann í hernaðarbrölti Bandaríkjamanna. Kannski brugðust nokkrir Íslendingar full harkalega við og sendu manninum morðhótanir (sem var líka bannað í mínu uppeldi).  Eftir sitja þó Íslendingar sem eiga að finna til sektarkenndar vegna “húmorsleysis”.  Vegna þess að þeim fannst þetta ekkert fyndið.  Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta ekkert fyndið.  Ekki frekar er stríðsbrölt yfirhöfuð.  Það gerir uppeldið.  Hafi uppeldi mitt haft þau áhrif að ég sé húmorslaus í þessum efnum þá get ég vel við unað.

Ég hef fengið gott uppeldi!Wink
mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já og hann hélt í alvöru að við Íslendingar læsum ekki heimsblöðin ... 

Fékk sama uppeldi, en á okkar heimili voru byssurnar lengst af undir hjónarúmi.. og svo á ég núna mína eigin haglabyssui, en hef ekki enn sótt um veiðikort og verða eingöngu stundaðar fuglaveiðar  

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband