Færsluflokkur: Bloggar

Hveragerðisblómin komin

Var að setja afrakstur Hveragerðisferðar í potta og körfur á svölunum.  Kettirnir fylgdust forvitnir með milli þess sem þær mældu út fjarlægðina niður á jörð.  Við búum á 9. hæð.  Þegar Mímí var komin hálf undir handriðið og teygði sig langt fram af rak ég hana inn og hún hlýddi með semingi.  Nú er bara að vökva og hreiðra um sig í góða veðrinu.  Fyrst ætla ég að þrífa vel glugga, húsgögn og flísar. Nenni því ekki fyrr en á morgun eða hinn.  Það er gaman að hafa hugguleg blóm í kring um sig meðan maður situr úti og lætur fara vel um sig.  Dreypir á vatni eða einhverju hollu.  Ég er nefnilega komin niður um eitt buxnanúmer svo nú ætla ég EKKI að freistast í óhollustu meir.  Best að taka einn detox dag fljótlega.  Það er alveg svakalega gott fyrir mig að gera það og líðanin verður svo góð.  Gangið öll á guðs vegum.

Grimmd og ofbeldi

Ef maðurinn vildi ekki að drengurinn spilaði fótbolta átti hann að flytja með hann til Asíu ekki drepa hann.  Ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi.  Við eigum ekki að horfa til hliðar ef við verðum vör við það.  Samt er hægara sagt en gert.  Mamma og pabbi eru jú þeir einstaklingar sem börnin treysta best og líta upp til og þannig á það að vera.  Helst.  Því miður bregðumst við því trausti stundum.  Ég græt í hjarta mínu yfir örlögum þessa drengs sem hefur haft gaman af fótbolta og viljað falla inn í hópinn.  Einnig yfir yngri drengnum sem kemur að honum.  Hvað getum við lært?  Verum góð hvert við annað og vöndum okkur í samskiptum okkar við börn.  Þau læra það sem fyrir þeim er haft.
mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjalvegur-Hvalvegur

Hvaða hvaða?  Til hvers að leggja nýjan veg yfir Kjöl ef hann verður ekki malbikaður?  Er eitthvað til fyrirmyndar að láta lausamöl og ryki  rigna þar yfir viðkvæman mosagróðurinn og fjallagrösin?  Berin blá og að maður tali nú ekki um hve mjög það myndi ýta undir eyðimerkuruppblásturinn?  Til hvers að vera á móti hvalveiðum í atvinnuskyni?  Eru til einhverjar haldbærar skoðanakannanir á hug almennings í heiminum gegn hvalveiðum?  Held ekki.  Það er bara fámennur en hávær hópur atvinnumótmælenda sem hristir sig og skekur og geri Robert Plant betur eins og skáldið sagði.  Næst verður að friða fiskinn fyrir hvalinn og svo koll af kolli uns við erum öll komin á beit.  Þá tekur ekki betra við þar sem þjóðvegarykið af nýlögðum ómalbikuðum hálendisveginum verður búið að kaffæra beitarlöndin. Þórunn ekki vera klisjukennd!  Komdu þér í gírinn og gerður raunverulega áætlun um framtíð okkar hér á Íslandi í umhverfismálum.  Áætlun byggða á staðreyndum.  Ekki fara í draumalandið eftir hugmyndum um þá vinnu.  Þú getur betur!
mbl.is Kjalvegur verði ekki malbikaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö skref áfram eitt stórt afturábak

Hvern fjandann er verið að meina.  Á að lögleiða þessa aðgerð til vansköpunar á ný þarna.  Ég held að alþjóðasamfélagið sé einum of værukært í þessum efnum.   Þetta á ekkert skylt við trúarbrögð eða þrifnað eins og haldið hefur verið fram.  Þarna er karlsamfélag að ráðskast með líkama kvenna að þeir telja sér í hag. ARG!!!!!
mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjalvegur

Þetta er málið og hefur verið í mörg ár.  Man eftir því þegar stórt verktakafyrirtæki vildi leggja veginn á mjög viðráðanlegum kjörum.  Því var hafnað.  Síðan eru liðin mörg ár.  Ýmindið ykkur sparnaðinn sem hefði orðið ef þetta hefði gerst.  Mig minnir að þetta hafi verið fyrir 1990. Bölvuð þröngsýni að vera ekki löngu búnir að þessu.   Segi ég!

mbl.is Meirihluti landsmanna hlynntur nýjum Kjalvegi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill mættur

Velkominn í hóp okkar Moggabloggara Egill.  Hér er fínt að vera.
mbl.is Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalt stríð

Eitthvað funduðu nú Vladimír og Georg um málin á fundi helstu iðnríkja heims í dag.  Eitthvað fannst mér handaband þeirra stutt en þó virkaði það vinsamlegt.  Kannski lognið á undan storminum.  Ég man eftir því sem krakki að kjarnorkuhótanir milli þessara tveggja póla var virkileg vá að mér fannst þá.  Vonandi er þetta mál á misskilningi byggt.  Ég skil þó ekki alveg hvað bandaríkjamenn eru að baksast í Evrópu með eldflaugavarnarkerfi? 
mbl.is Er kalt stríð í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunnlokið

Ég mættu konu á bíl í gær.  Sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema hvað hún hafði krækt sér í brunnlok neðan á vinstra framhjólið.  Ég hafði lagt fyrir utan hjá mömmu og pabba. Ég var að sækja mömmu og Sollu systir.  Það var verið að vinna í götunni fyrir ofan þau.  Konan hafði því smeygt sér liðlega á jepplingnum upp á gangstéttarhornið og ók þar yfir þar sem allt var lokað í kring.  Sem var auðvitað snjallræði hjá henni.  Nema hvað hún krækti í brunnlokið í leiðinni.  Vinnumennirnir höfðu tyllt því þar.  Ég flautaði á konuna sem ók áfram og ég gaf henni stöðvunarmerki með höndunum.  Hún kom út úr bílnum.  Sagðist einmitt hafa verið að velta fyrir sér hvaðan þetta hljóð kæmi.  Bíllinn rann svo ljúflega áfram líkt og á skautum.  Í því komu mamma og Solla.  Pabbi fylgdi þeim úr hlaði.  Það varð nokkur rekistefna þarna.  Ekki kannski það sem konan óskaði sér á þessari stundu.  Strætó kom og þurfti að bíða.  Ég ráðlagði konunni að bakka upp úr brunnlokinu.  Við Solla hlupum í var ef það myndi spýtast burt og á okkur.  Konan ráðlagði mér að færa bílinn minn til að hann skemmdist þá ekki.  Pabbi kom og fór að spyrja.  Mamma líka.  Þá settist ég inn í bíl og beið.  Flautaði á þau að halda sig frá áhættusvæðinu.  Bauð konunni að draga bílinn upp úr lokinu.  Hún taldi það ekki skila árangri.  Hún bakkaði svo varlega og komst upp úr brunnlokinu sem rann mjúklega einn til tvo metra.  Pabbi fór að benda konunni hvernig hún ætti að beygja aftur inn á götuna.  Alveg í essinu sínu að fá þetta hlutverk.   Allt komst í skorður á ný og við sinntum erindum okkar.   Ég fékk svo hláturskast í gærkvöldi að hugsa um þetta.  Vægast sagt mjög kómískt.  Konur og bílar!   Hitt er það að það voru karlarnir sem gengu eins og slugsar frá brunnlokinu og það ætti að herða reglur verktaka með merkingar og annað tengt gatnagerð.  Þær eru afskaplega lélegar svo ekki sé meira sagt.

Nýr bloggvinur pallkvaran

Páll Ingi Kvaran er nýr bloggvinur minn.  Seltirningur búsettur á Bifröst.  Ungur og upprennandi í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.  Skrifar skemmtilegt blogg!  Velkominn í hóp bloggvina Páll Ingi. 

Menn eru dýr

Þarna er enn eitt dæmið um það hvernig menn breytast í dýr og hleypa sínum lægstu hvötum lausum þegar þeir fá aðstæður til þess.  Þá á ég að sjálfsögðu við hermennina og þá sem standa í stríðsrekstri gegn saklausu fólki.  Þetta er enn að gerast allt í kring um okkur.  M.a.s. Gyðingar sem fóru afar illa út úr Helförinni eru sjálfir að myrða fólk í Palestínu og víðar.  Af því þeir hafa "rétt" á því.  Vestrænn heimur styður við og tekur þátt í stríðsbrölti gegn saklausu fólki.  Við horfum á aðgerðarlaus meðan hver "helförin" af annarri fer fram fyrir augum okkar. Við teljum okkur stundum vera að "verja okkur" eða koma í veg fyrir óréttlætið í heiminum.  Við skiljum ekki að með þessu erum við að auka á óréttlætið.  Við getum ekki skapað friðsaman heim með því að drepa aðra og skilja eftir okkur sviðna jörð.   Við verðum að átta okkur á því að til eru menn, fyrirtæki og ríki sem beinlínis græða á stríðsrekstri og meðan svo er verður aldrei friður í okkar annars ágæta heimi.  Vöknum!
mbl.is „Ég er að breytast í dýr sem langar að deyja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband