Er þetta málið

Það er spurning hvort maður þurfi að vera meðvitundarlaus í 19 ár til að öðlast lífshamingjuna.  Þessi pólverji kvartar ekki yfir neinu og skilur reyndar ekkert í þeim sem það gera í dag.  Þegar hann féll í dá var kommúnisminn enn við völd í Póllandi.  Þegar hann vaknaði var frelsið allsráðandi.  Ég var í Póllandi í janúar.  Leigubílstjórinn sem skutlaði okkur á flugvöllinn mundi eftir valdatíð Kommúnista.  Hann var ekki hrifin.  Hann lofaði Leck Wallesa og Solidarnos.  Þó finnst mörgum sem  það sé skólabókardæmi um lýðræðisbyltingu sem mistókst.  Póllverjar eiga minnst af framleiðslu eða atvinnuvegum í eigin landi.  Þeir selja allt sem þeir geta selt.  Hollendingar eiga um 80% af landbúnaðinum þar ef ég man rétt.  Þjóðverjar eiga ferðaiðnaðinn enda var töluð þýska á hótelinu sem við gistum á.  Svona má eflaust telja áfram. Eftir sitja margir pólverjar án atvinnu.  Það er því ekki undrunarefni hve margir búa erlendis, t.d. hér á landi.  Pólverjar eru duglegir og bjarga sér. 
mbl.is Til meðvitundar eftir nítján ár í dái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mér er það í fersku minni.  Erfiðasta "meðgangan" hjá mér var með þann sem ég gekk aldrei með sjálf. 

Vilborg Traustadóttir, 2.6.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband