Kalt stríð

Eitthvað funduðu nú Vladimír og Georg um málin á fundi helstu iðnríkja heims í dag.  Eitthvað fannst mér handaband þeirra stutt en þó virkaði það vinsamlegt.  Kannski lognið á undan storminum.  Ég man eftir því sem krakki að kjarnorkuhótanir milli þessara tveggja póla var virkileg vá að mér fannst þá.  Vonandi er þetta mál á misskilningi byggt.  Ég skil þó ekki alveg hvað bandaríkjamenn eru að baksast í Evrópu með eldflaugavarnarkerfi? 
mbl.is Er kalt stríð í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það skilja ekki allir, hvað G.W. Bush er að bauka austan við sól og mána? En G.W. Bush er trúlega sprellikarl eins og Jay Leno sýnir hann stundum á Skjá Einum. Það eru ljótir kallar með mikið fé handa á milli og vilja meira. Markaðurinn kallar þetta viðskipti. Vestur-Evrópubúar eru orðnir hálfleiðinlegir í augum vina okkar í vestri, sífellt rífandi kjaft. Langsveltir íbúar Austur-Evrópu vilja maka krókinn og eru til þjónustu reiðubúnir. Þetta er ein ástæðan af mörgum, peningar og aftur peningar! Ég læt öðrum eftir að koma með fleiri kenningar. Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2007 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband