Færsluflokkur: Bloggar

Laugardagstiltekt

Ég skapvonskaðist í laugardagstiltektina áðan.  Er ekki nokkur einasta manneskja í þetta.  Það er einhvern veginn allt svo mikið fyrir mér þegar ég er í þessum tiltektarham.  Byrjaði á að bóka þvottahúsið sem er sameiginlegt í blokkinni.  Setti í þvottavélarnar.  Fór svo að dansa við ryksuguna og þvílíkur tangó!  Meira að segja kaffið mitt sem var eftir á sófaborðinu fór um koll.  Þá einhenti ég ryksugunni fram á gang og vopnaðist moppunni.  Mímí kisa hélt sig í hæfilegri fjarlægð en fylgdist þó grannt með.  Sama gerði maðurinn minn.  Hann var búin að koma dagblaðabúnkanum undan og tók við ryksugunni og kláraði það verk meðan ég moppaði.  Þetta hafðist og mér líður betur með að hafa aðeins þrifið í kring um okkur.
Það er samt alveg merkilegt með mig hvað ég verð stundum skapill þegar ég er í tiltektinni!  Kannski fer ég þetta á skapinu?  Ég fór að rifja upp að þegar ég bjó á Eyrarlandsveginum á Akureyri þá tók ég alltaf til á fimmtudögum.  Það var hreinlega ekki verandi í húsinu á meðan.  Ég hef þó aðeins lagast....held ég.
Veit ekki alveg hvort Mímí og maðurinn minn eru sammála?W00t

Netið magnað

Svo lengi lærir sem lifir.  Ég er opin manneskja og læt mér fátt mannlegt óviðkomandi.  Ég hef haft netið í dálítið langan tíma og ýmisir hafa bankað þar upp á hjá mér en ég hef fæstum svarað. Í fyrradag sendi ungur afrískur maður (sem kallar sig my love) mér fallegt ljóð.  Hann hefur ítrekað haft samband.  Ég varð pínu skelkuð og hugsaði minn gang en ákvað svo að svara honum og segja honum (aftur) að ég væri fimmtug kelling, hamingjusamlega gift, ætti fjögur börn og fjögur barnabörn.  Hann ætti líka almennt séð betra skilið en verða "toy-boy" hjá "older woman".  Hugsaði með mér að sennilega væri þetta ein leið hjá þessum ungu fátæku mönnum að koma sér í samband við umheiminn og losna úr viðjum fátæktar.  Ég fékk svar og þakkir fyrir að hafa bent honum á þetta og afsökunarbeiðni og alles.  Við urðum í kjölfarið mestu mátar og ég lét honum í té sambönd svo hann geti komið sér á framfæri hér á landi.  Það er draumur hjá honum að komast til sjós hér við land.  Ég fór í kjölfarið að hugsa með mér að einhverjar kellur hefðu kannski notfært sér aðstöðuna og nælt sér í giggaló?  Og í framhaldinu hvernig geta þær það?
Það er bara ein tegund af vændi sem ekki er rætt um þar sem það eru konur sem "kaupa" það.
--
Hitt er það að ég komst að að mylove er mjög trúaður og er mótmælendatrúar svo hann hefur vísast ekki staðið í þess konar braski.  Enda fastur á þrælaskipum Spánverja við strendur Máritaníu.
--
Ég sagði svo við hann að ég skyldi mæla með honum á hans eigin forsendum,  þar sem hann vissi greinilega hvað hann vildi og hefði kjark til að framkvæma það.
--
Já netið er alveg magnað........Cool.........en maður má ekki missa sig...........Grin...........Wink

Eins og hellt úr fötu

Mikil rigning herjar nú á landsmenn og á orðtakið "eins og hellt úr fötu" því vel við núna.  Sótti mömmu á rútuna að norðan en sú gamla var í sláturgerð nyrðra.  Það var rigning alveg úr Brú sagði mamma og ekkert lítil rigning.  Vorum svo í rólegheitunum hjá þeim gömlu og spiluðum vist við þau við Solla.  Svona milli sjónvarpsþátta.  Pabbi dreif í að fá sér flatskjá meðan mamma var ekki heima.  Það er bara eins og fólkið í Leiðarljósi sé orðið partur af fjölskyldunni því skjárinn er svo stór.
--
Núna er ég alvarlega að hugsa um að ættleiða mylove sem er á aldur við syni mína en hann er áhugasamur um að komast til Íslands og fá vinnu á sjó hér.

Er Borgarstjórninni sætt?

Ég bara spyr?  Með manneskju sem ekki er í Frjálslynda flokknum sitjandi í Borgarstjórn á vegum hans?  Manneskju sem sagði sig úr flokknum og bauð fram með öðrum flokki í Alþingiskosningunum.   Talandi um Ragnar Reykás........ 
mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólland

Nú er ferðinni heitið á heilsuhæli í Póllandi á morgun.  Þar er ekki auðvelt að komast í netsamband svo ég ætla bara að hvíla mig á Blogginu í þessar tvær vikur.  Vona að Moggabloggið lifi góðu lífi á meðan þrátt fyrir fjarveru mína Wink.  Maður er í misjafnlega miklu bloggstuði. Reyndar hef ég verið í miklu bloggóstuði undanfarið.  Þessi lúmski bloggleiði að gera vart við sig.  Kem hress og endurnærð aftur.
Bless á meðan.     Smile

Lítil dæmisaga

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
 
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
 
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
 
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
 
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
 
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Myndlistanámskeið

Það var mikið gaman á myndlistanámskeiði hjá Erni Inga norður á Akureyri um helgina.  Við skelltum okkur nokkur saman úr fjölskyldunni.  Við vorum fimm og svo voru fjórir aðrir bæði sprenglærðir og byrjendur eins og ég.  Samheldnin var mikil í þessum blandaða hóp og mér leið eins og ég væri í fótboltaleik á túninu heima á Sauðanesi þar sem  allir voru í sama liði en Örn bloggmyndir 343Ingi í markinu.  Hann var meira svona að verja “vitleysurnar” frá okkur og leiðrétta þær en að “þjálfa” með látum.  Leyfði okkur að skapa óhikað en greip fast í taumana ef við vorum komin á “fallbraut”.   Hreint ótrúlega gaman og þroskandi og reyndi á ýmsa þætti í fari mínu m.a. skapgerðarþættina þar sem ég fann vanmátt minn í ýmsu þó ég “léti vaða” í öðru. Á myndinni erum við Guðrún tengdadóttir mín.  Myndirnar á trönunum unnum við á námskeiðinu.

Rétta aðferðin

Las á skemmtilegu bloggi Bratts bloggvinar að hann beitir ýmstm tæknilegum aðferðum við að vigta sig.  Hér með ljóstra ég upp minni aðferð.  Mun nota hana þar til ég fer til Póllands á heilsuhælið.  Kom þessu ekki inn í kommentakerfið hjá kallinum.  Þetta er áhrifarík aðferð kæru vinir nær og fjær.
Mín aðferð
Annað er það að frétta að ég fer norður til Akureyrar um helgina á  myndlistarnámskeið.  Hlakka til að takast á við það verkefni.  Cool

Spaugstofuthrillerinn

Nú er vetrardagskrá Sjónvarpsina að hefjast.  Þar á meðal hin langþreytta Spaugstofa.  Eitthvað eru umsjónamenn Sjónvarpsina að reyna að klóra sig áfram í þeim efnum.  Ég get samt ekki alveg skilið hvað er verið að pæla á þeim bæ með því að endurnýja ekki verktakasamning Randvers eða hins ástkæra Örvars.  Hver vill sjá Spaugstofu án hans?  Ég segi fyrir mig að ég er búin að vera lengi mjög þreytt á Spaugstofunni.  Eini leikarinn sem hélt mér stundum við skjáinn var einmitt Randver og reyndar líka Siggi Sigurjóns, stundum.  Hvernig á þjóðin nú að safnast saman fyrir framan skjáinn og hlæja vitandi það að búið er að valda sársauka og vanlíðan?  Annars bíð ég spennt eftir fyrsta þættinum og ef Randver verður þar og segir "allt í plati" mun ég hugsanlega endurskoða þá afstöðu mína að horfa ekki á þættina í vetur.

Praktískir sveitamenn

Tveir bræður bjuggu með öldruðum foreldrum í afskekktri sveit.  Einn veturinn dó móðir þeirra.  Synirnir tóku sjálfir gröfina við erfiðar aðstæður í gaddfreðinn svörðinn.  Ekki bætti úr skák að á jarðarfarardaginn brast á með snarvitlausu veðri og erfitt var um vik að koma þeirri gömlu á sinn stað.  Auk þess voru þeir með gamla manninn farlama með sér og ekki gerði það þeim auðveldara fyrir. Bræðurnir voru alveg uppgefnir þegar þeir voru komnir heim eftir þessa miklu þolraun.
--
Nokkrum vikum síðar stóðu bræðurnir við gluggann heima hjá sér en gamli maðurinn hafði lagt sig á legubekkinn.  Vorið var komið frost úr jörð og hið besta veður.  Þá segir annar bræðranna upp úr eins manns hljóði  "Ja nú væri sannarlega gott veður til að jarða hann pabba"....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband