Færsluflokkur: Bloggar

Umferðarofbeldi

Ég lenti í því í gær að rúðuþurrkurnar á bílnum mínum gáfu sig.  Ég var stödd í Hamrahlíðinni og ákvað að brenna beint inn í Kópavog og láta þá hjá Toyota kíkja á málið.

Mamma og Solla systir voru með mér.  Við vorum á leiðinni í búðir.

Á leiðinni var blautt og fór auðvitað að rigna sem aldrei fyrr. Ég opnaði hliðarúðuna og reyndi eftir föngum að halda mig á réttum vegarhelmingi.  Allt í lagi með það en þá svínaði steypibíll fyrir mig og þvílíkur drulluaustur sem framrúðan mín fékk á sig.  Ég varð auðvitað að hægja enn frekar á mér og kortlagði í huganum þann spöl sem eftir var í Kópavoginn.  

Þegar ég beygði á afreinina þangað andaði ég léttar en nei,  þá kom fólksbíll á fleygiferð og svínaði fram úr mér á afreininni.  Það var eins gott að hafa sterkar taugar því þessu fylgdi stórhætta fyrir alla aðila með tilheyrandi drulluaustru sem hafnaði eins og hann lagði sig á frarúðunni hjá mér.  Sem betur fer lenti ég á rauðu ljósi og gat þurrkð af framrúðunni mín megin með snjosköfunni þarna undir brúnni í Kópavoginum.  

Síðan tók við ógreiðfær leið milli vegavinnuskilta og mátti ekki á milli sjá hvort ég eða skiltin myndum hafa yfirhöndina.  

Þá sá ég það!  

TOYOTA! 

Ég vippaði mér inn og tjáði þeim að ég væri farin að fíla mig eins og á Warhtburginum forðum, þegar draslið í honum fór bara í gang þegar því datt það í hug sjálfu!

Við vorum drifnar inn í kaffi og vínarbrauð, rúðuþurrkurnar lagaðar og málið var næstum úr sögunni. Næstum, vegna þess að skynjarinn sem stýrir þurrkunum er bilaður og það var ekki til nýr.  Þurrkurnar ganga þó á öllum nema hröðustu stillingu núna.  

 Ég verð því í slow-motion næstu vikuna eða svo.

Aðalatriðið er að  við lifðum af þessa hættuför í því umferðarofbeldi sem tíðkast á Íslandi í dag.  

Góður læknir sagði við mig einu sinni "ef það ætti að meta greindarvísitölu manna eftir aksturslaginu þá væru nú ansi margir sem næðu ekki meðllagi!"

Toyota Rav

 

Svo mörg voru þau orð, já og við fórum í búðir eftir þetta. 

 

Bíllinn minn er hér til hliðar.  Ekki alveg eins hreinn eftir ævintýri gærdagsins en þó í heilu lagi.

 

 

 


Sennilega góður kostur

Ég hf trú á því að það yrði mikill styrkur fyrir Demókrataflokkinn ef frambjóðendurnir sameinuðust eftir að úrslit verða ljós.  Það munar vissulega ekki miklu á fylgi þeirra og ef svo heldur fram sem horfir yrði sá kostur að annað yrði varaforsetaefni hjá hinu nokkuð lógískur.

Einnig yrði það táknrænt, þ.e.a.s. ef  Demókratar fá forsetann kjörinn að hafa konu og svartan mann saman í þessum valdamiklu embættum sem hingað til hafa verið einskorðuð við hvíta karlmenn.

Já þetta yrði bara nokkuð smart!    


mbl.is Útilokar ekki framboð með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú smælar..

Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig söng og syngur Megas.

Nokkuð til í því.

Mér verður oft hugsað til ömmu minnar Guðfinnu. Hún fékk lömunarveiki ung og varð því að reiða sig á aðstoð  frá öðrum í svo mörgu.

Hún var afar lífsglöð kona og hló framan í heiminn. Viðbrögð heimsins voru væntumþykja og virðing, já og hlátur á móti.

Í mínum veikindum og baráttunni með MS sjúkdóminum hef ég oft hugsað til hennar ömmu. Hvernig ætli amma hefði tæklað þetta?  

Ég fékk afar slæmt MS kast árið 1998 eftir erfiða vinnutörn. Ég var send á sjúkrahús þar sem ég fékk stera í æð til að stöðva kastið. Fyrsta daginn á sjúkrahúsinu leið mér engan veginn.  Þ.e. mér var sama um allt.  Kallast það ekki að vera sinnulaus?

Þar sem ég lá algerlega lömuð vinstra megin í líkamanum og með höfuðið eins og fullt af bómull, var mér alveg sama hvað yrði um mig.  Það hvarflaði að mér dálitla stund að betra væri að fá að fara en vera svona lömuð árfam.  Mig langaði til að deyja.

Ég hugsaði um fjölskylduna mína og ég hugsaði til ömmu. 

Daginn eftir vaknaði ég og  tók ákvörðun,  ég skal!  

Sagði við hjúkkurnar, ef annar helmingurinn bilar þá nota ég bara hinn!  Ég fór þetta á frekjunni. Samsjúklingur spurði mig hvort ég væri ekki í stuði?  Ég sagði "nei, ef ég væri í stuði hefði ég farið á ball en ekki inn á spítla".  (það var rosalega mikið um heimsóknir til hennar og mikil læti og þys, sem pirraði mig um tíma).  Mér var dröslað fram að horfa á Spaugstofuna, mér fannst þeir ofboðslega leiðinlegir.  Bað konurnar í guðanna bænum að hjálpa mér inn því ég væri að drepast úr leiðindum!

Ég lét þau boð út ganga að ég hefði lagst inn á spítala til að ná mér en ekki til að taka á móti gestum. 

Ég lét finna fyrir mér og vissi hvað ég vildi.  Ég vildi ná mér aftur.   

Seinna sá ég húmorinn í aðstæðunum og vissi að frekjan, já og lífsgleðin myndu fleyta mér áfram í lífinu.

Í dag hef ég fengið mátt aftur vinstra megin en þarf þó stundum að ganga við staf þar sem vinstri fóturinn er máttlausari en sá hægri. 

 

Kæri bloggvinur;  Farðu vel með þig - það er nefnilega bara til eitt eintak af þér. Kissing 

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Þó er ekkert skrýtið við það að skapgerðareiginleikar erfist eins og aðrir eiginleikar. 


mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömand ombord

Í frammhaldi af bloggi mínu um sjómenn og sjómennsku leitaði ég þetta lag uppi. Það var alveg hreint æðislegt að hlusta á þetta hjá Kim Larsen og Kjukken s.l. haust.  Maður hreinlega þrykktist á það sem fyrir var, slíkur var krafturinn!

Góður dagur með fjölskyldu og vinum

Dagurinn í dag var einstaklega góður en líka tregablandinn.  Sonarsonur okkar er hjá okkur núna þar sem pabbi hans fór á sjóinn í dag.  Þeir eru búnir að vera saman tveir í þrjár vikur og hafa átt hvorn annann algerlega "skuldlausan" þetta tímabil.  Þó pabbinn væri að vinna lítillega með vini sínum nokkra daga voru þeir nánast óaðskiljnlegir þess á milli.  Þeir skelltu sér m.a. til Akureyrar að "kaupa ís" eins og þeir orðuðu það. Flugu fram og til baka í punktaflugi sama daginn.  Mikið ævintýri hjá þeim.  W00t

Ég og guttinn brösuðum svo saman í dag og skruppum að versla og svona.  Það er auðvitað alltaf erfitt að kveðjast en drengurinn stóð sig ótrúlega vel þó maður fyndi auðvitað spennu í honum, sérstaklega eftir að pabbinn var farinn.  Þeir töluðust svo við í símnum fyrir svefninn og munu klárlega gera það daglega meðan sá eldri er á sjó.Sleeping

Svo var ég líka að benda þeim á að það væri stutt til páska og að líkindum yrði skipið í landi yfir helgidagana.  Svo við værum að tala um tvær vikur í þetta sinn!Wizard

Loðnuvertíðin er líka að styttast vegna þess að loðnan fer að hrygna og hætt við að botninn detti úr þessu fljótlega. Pinch

Síðan borðuðum við, afinn, amman og sonarsonurinn kvöldmat með góðum vinum í frábæru yfirlæti. Ég er svo þakklát fyrir þá góðu vini sem við eigum og hvað lífið getur verið gott.  Vinir eru einmitt þeir sem taka manni eins og maður er með öllum kostum OG göllum.Halo

Þakklát fyri góða fjölskyldu og bestu barnabörn í heimi (þegar þau vilja).  Sideways

Í guðs friði kæru vinir,  Vilborg væmna......Wink 


Fleiri skip halda til hafs

Í ljósi þess að aukið hefur verið við loðnukvótann halda nú fleiri skip á veiðar.   Áskell EA sem sonur minn er á, fer á morgun. Það verður gott fyrir þá að ná aðeins í skottið á vertíðinni.  Sonur hans verður því hjá okkur þar til mamma hans og bróðir koma heim frá útlöndum á miðvikudag.  Ég hlakka til að fá strákinn en veit að það verður erfitt fyrir þá feðga að kveðjast, en eins og guttinn segir sjálfur, "hann kemur aftur".

Ég vona að allt gangi sem best hjá öllum loðnusjómönnum sem og fjölskyldum þeirra.  Þetta er búin að vera erfið bið eftir einhverri glætu.  Kær kveðja á landið og miðin.Smile

 


mbl.is Leggja til aukningu loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennaferð í deiglunni

Kannski skellum við kerlingarnar í fjölskyldunni okkur til Köben með vorinu?  Það er skemmtilegt að fara saman í eins og eina helgarferð og njóta þess að vera saman.  Mamma er eitthvað að tregast við en við látum hana ekki komast upp með það.


mbl.is Mildur vetur í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kornið

Kornið: Vertu vingjarnlegur við fólk á leið þinni á toppinn því þú átt eftir að hitta það á leiðinni niður.

 

Sá þetta á heimasíðu http://www.hakonea.blog.is 

Frábært "korn"...Wink 


Glæsilegt

Það virðist vera nóg af loðnu. Hún er m.a.s. austar en Hafró er að leita. Hafró einblínir á svæðið við Eyjar en mörg skipin eru að veiða mun austar. Hvernig vogar loðnan sér þetta? Er hún að stinga Hafró af? Það hefur verið sagt um loðnuna (eins og síldina) að hún hagi sér ekki "eftir uppskrift ".Það sannar hún hér með og þetta vita sjómennirnir.
mbl.is Falleg loðna í þéttum torfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta byggðastefnan?

Ég skil vel að það er dýrt að sendast með póstinn á fámenna staði í slæmri færð.  En nota bene er það ekki það sem póstflutningar snúast um?  Er það ekki það sem þeir fá borgað fyrir?  Ef það væri hægt að senda allt á e-mail þá væri það gert.  Ætti kannski að vinna markvisst að því að koma nánast öllum pósti í rafrænt form og fá svo bara Íþróttaálfinn í rest?
mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband