Er þetta byggðastefnan?

Ég skil vel að það er dýrt að sendast með póstinn á fámenna staði í slæmri færð.  En nota bene er það ekki það sem póstflutningar snúast um?  Er það ekki það sem þeir fá borgað fyrir?  Ef það væri hægt að senda allt á e-mail þá væri það gert.  Ætti kannski að vinna markvisst að því að koma nánast öllum pósti í rafrænt form og fá svo bara Íþróttaálfinn í rest?
mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er óbyggðastefna :(

Það væri kannski allt í lagi að fækka póstferðum ef það væri þá almennilegt netsamband þarna á þessu svæði, að maður tali ekki um gsm samband !!!!

Jóna Magga (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:25

2 identicon

Það er ekkert dýrara að fara með póst nú en áður - nema síður sé. Þetta er bara útkoman úr því sem lagt var af stað með. Enn eitt birtingarform GRÆÐGINAR.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Kári Harðarson

Tvær athugasemdir:

Íslendingar eru duglegir að einkavæða og gjarnan er þá litið til Bandaríkjanna sem fyrirmyndar.  Samt hafa Bandaríkin ekki einkavætt póstinn "US Mail" er ennþá ríkisstofnun.  Af hverju ætli það sé?

Einnig:

Bandaríski pósturinn kemur ekki bara með póst, heldur sækir hann líka póst, til þess eru flöggin sem standa við hvern póstkassa :

Each post box would have a flag that you would raise to let the postman know you had mail to collect.  On his rounds, he's see the flags, drop by and pick up your mail to send.

Ég hef aldrei skilið hvers vegna íslenski pósturinn innir bara helming þjónustunnar af hendi.

Kári Harðarson, 28.2.2008 kl. 14:22

4 identicon

Ég fer þess hér með á leit við Póstinn að póstburðardögum í Reykjavík verði fækkað úr 5 í 3. 

Það er sógun á mannafla að láta fólk burðast með gluggapóstinn heim til mín daglega. Ég get líka skoðað allan gluggapóstinn í netbankanum...

Pétur - íbúi í 101 (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er hluti af mótvægisaðgerðum.

Sigurjón Þórðarson, 28.2.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband