Færsluflokkur: Bloggar
mið. 27.2.2008
Í áttina
![]() |
Loðnuveiðar heimilaðar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 26.2.2008
Þetta er allt í sómanum?

![]() |
Loðnumælingar standa enn yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 25.2.2008
Loðna
Það er vonandi að loðnan finnist áður en hún fer. Sjómenn telja nóg af loðnu í sjónum. Hafró er eitthvað á öðru máli. Sjómenn hafa gagnrýnt Hafró fyrir að liggja við bryggju á meðan loðnan svamlar framhjá.
Ég hefði haldið að ráðherra hefði átt að standa við kvótann sem gefinn var í upphafi. Það var ekki það mikið að hætta stafaði af. Menn eiga líka að standa við orð sín.
Hvað um það vonandi mælist meira nú en áður.
![]() |
Lóðningarnar kortlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 24.2.2008
BLOGGIÐ
Ég frétti af fjalli um daginn. Þetta var ekki stórt fjall. Reyndar var þetta pínu-ponsu-lítið fjall. Það er víst svo lítið að það má nánast kalla það hæð eða hól, jafnvel þúfu.
Ástæða þess að ég nefni sérstaklega þetta tiltekna fjall er sú að ég er komin í "bloggþrot".
Allar þær fréttir sem brenna á mér verða skyndilega vart svipur hjá sjón þegar ég sest við tölvunu. Þær hreinlega gufa einhvern veginn upp. Verða að lítilli þúfu.
Ég er gersamlega rökþrota og stend algerlega varnarlaus frammi fyrir þessu vandamáli.
Því datt mér í hug að blogga um málið og viti menn. Skyndilega er þetta ekki-frétt.
Segið svo að bloggið sé ekki að virka! Það svínvirkar.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi (fjalli).
Nú fer ég alsæl að horfa á Forbrydelsen vitandi það að ég gersamlega rúllaði bloggheimum upp í eitt skipti fyrir öll!
Þetta var BLOGGIÐ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 22.2.2008
Bósi ljósi
Nýr Bósa ljósa búningur er að gerjast í höfðinu á okkur Sollu systir. Barnabarn mitt kom með mér til hennar og óskaði eftir aðstoð hennar við að sauma búninginn. Bósi ljósi er vinurinn í Toy story! All vígalegur kappi en klaufalegur að sama skapi.
Við strekktum okkur upp úr flensunni í dag til að viða að okkur efni.
Svo er bara að sjá hvað við getum gert. Þ.e. hvað Solla getur gert! Ég er með tíu þumalputta á hverri hendi svo ég get lítið annað en verið "móralskur stuðningur".
Ég skal lofa ykkur að sjá mynd af herlegheitunum þegar verkið er fullunnið.
Solla er snillingur í gerð grímubúninga og við barnabarn mitt því í góðum málum.
Vonandi..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 22.2.2008
Nýr bloggvinur - coke
Nýr bloggvinur "coke" eða Gunnlaugur H. Halldórsson er mættur á svæðið. Hann skrifar trúarlegt blogg og miðlar þannig að reynslu sinni í þeim efnum. Trúin er máttugt afl sem getur hjálpað og hjálpar klárlega mörgum. Gunnlaugur skefur ekkert utan af því og segir að trúin hafi bjargað lífi sínu.
Það er gott að geta litið inn á síðuna hans og lesið fallega bæn eða sálm.
Velkominn í bloggvinahópinn Gunnlaugur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 21.2.2008
Djúpavík
Það er gaman að sjá hve margvíslegar uppákomur hafa verið haldnar á þessum fámenna stað á undanförnum árum. Það er rekið hótel á staðnum og það hefur auðvitað haft sitt að segja um það að ferðamenn hafa komið norður á Strandir og kynnst hinu einstaka landslagi, hinu einstaka mannlífi og hinni friðsælu náttúru.
Ég er svo heppin að hafa tekið saman sögu síldaráranna í leikrit sem ég kaus að nefna Eiðrofi eftir fossi sem fellur nánast þráðbeint ofan við hótelið á staðnum.
Leikfélag Hólmavíkur tók efni út úr þessu leikriti og sýndi vikulega eitt sumar í Riis húsi á Hólmavík. Þau fóru einnig hringferð um landið með stykkið sem þau nefndu Djúpuvíkurævintýrið. Ég fann nýlega fréttir af þessu á vefnum undir leikfélag Hólmavíkur og þar er leikþátturinn sagður eftir Sigurð Atlason en unninn upp úr leikriti mínu.
Það var ákaflega gaman að safna gögnum og ræða við fólk sem mundi þessa tíma síldarævintýrisins á Djúpuvík.
Leikritið er til hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Það var frábært að hlýða á hljómsveitina Sigurrós leika í gömlu verksmiðjunni á Djúpuvík fyrir tveimur árum. Verksmiðjan lifnaði skyndilega við og maður sá ljós út um glugga hennar og heyrði drunur. Fann líf!
Þó heldur kyrrlátara verði eflaust yfir skákmönnum er gaman að vita til þess að menn komi saman á þessum sögufræga stað til slíkst viðburðar sem skákmót er.
Umfram allt er þó gott að komast til Djúpuvíkur með fjölskyldu og vinum og njóta þess einfaldleika sem staðurinn býður upp á. Ásamt bátsferðum, sigligum og leik sem fylgir. Njóta þess að vera til!
![]() |
Alþjóðlegt skákmót í Djúpavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 19.2.2008
Hverjir lesa bloggið?
Ég rak mig á það áðan þegar ég ætlaði að fara auðveldu leiðina inn á bloggið mitt að það var engin auðveld leið. Það var svo langt síðan ég fór inn á það sjálf að það var dottið út úr felliglugganum.
Svo ég fór auðvitað aðra leið og fattaði um leið að ÞAÐ var auðveldasta leiðin. Slá inn fyrsta stafinn sem er i í mínu tilfelli og þá kemur bloggið upp og ég ýti bara á enter. Komið. Bang.
Þá fór ég að hugsa hver les þetta blogg fyrst m.a.s. ég fer svona sjaldan inn á það? Sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ÉG veit hvað ég skrifa og þarf því ekki sífellt að vera að lesa ÞAÐ.
Hvers vegna blogga ég? Ég á ekkert svar við því.
Kannski fer ég bráðum í bloggverkfall eins og bloggvinur minn Jens sem kemur í Kastljósinu annað kvöld vegna þess?
Nei varla........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 8.2.2008
Nú er úti veður....
Fékk frábæra viðskiptahugmynd áðan. Þegar ég var að tala í símann við Sollu systir. Við verðum alltaf svo frjóar þegar við tölum saman systurnar. Hugmyndin er sú að í ljósi veðurspárinnar og yfirvofandi flóða í Reykjavík og tilheyrandi vatnselgs að fjárfesta í gondól og auglýsa rómantískar gondólaferðir niður Laugaveginn!
Kannsi yrði smá ágjöf en hvað um það?
Pantanir teknar niður hér og nú.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)