Já það er fjör í Eyjum

Það er fjör í hrognafrystingunni.  Mikið er nú gott að Hafró rankaði við sér á elleftu stundu.  Ég hef verið að hugleiða í sambandi við það hve treglega gekk að sannfæra stofnunina um loðnumagn í sjónum hvernig best verður að framkvæma loðnumælingar í framtíðinni?

Nú er það staðreynd að nokkur skip hafa fjárfest í mælibúnaði eins og Hafró hefur yfir að ráða og er það vel.

Þó svo að sjómenn hafi gefið Hafró rannsóknarskip á sínum tíma  virðast þau ekki nægja til að stunda rannsóknirnar eins og þarf að stunda þær.  Af ýmsum ástæðum hafa skilyrðin breyst.  Loðnan virðist dreifðari og fer ótroðnar slóðir þar sem menn eiga síst von á henni.  Í ljósi þessa og þess hve vertíðin er stutt er því auðvitað mjög jákvætt að skipin rétti fram hjálparhönd við rannsóknirnar.  Það hafa þau að vísu gert hingað til en það verður væntanlega tekið meira mark á þeim ef þau geta mælt torfurnar með viðurkenndum mælitækjum.

Það er hagur þjóðarbúsins að stofnanir eins og Hafró fái réttar upplýsingar og gefi út heimildir í takt við það loðnumagn sem er í sjónum.  

Það þýðir auk þess ekkert fyrir Hafró að ætla sér helgarfrí eins og þeir gerðu á vertíðinni. 

Eða eins og maðurinn sagði þegar mikið lá við, hann fór heim til útgerðarmannsins og ræsti hann.  "Hva sefur þú bara á miðri vertíð"??? 

 


mbl.is Stanslaus hrognavinnsla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt allt saman, Vilborg. Sjómenn eru líka alltaf tilbúnir að aðstoða Hafró. Þar á bæ hefur kannski ekki alltaf verið vilji til að nýta allar þeirra upplýsingar. 

Haraldur Bjarnason, 10.3.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: G Antonia

heheheheh!!! góður!! Sofa á miðri vertíð? hm Hefði samt heldur haldið þetta væri útgerðarmaðurinn að vekja einhvern sjómanninn .... en þegar maður upplifði þessar vertíðar og loðnufrystingar, vissi maður ekkert hvað tímanum leið og það skipti ekki máli. .... En gaman eftir á........og gott að loðnan skildi finnast á ný, fyrir mitt Eyjafólk og alla hina...

bestu kveðjur til þín og þinna *

G Antonia, 11.3.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Samvinna skiptir máli i þessu sem öðru og gott að eitthvað varð þó úr þessu og verðmætin ekki látin synda alveg hjá.

Já þessi saga er sönn Guðbjörg, ég skal rifja upp hverjir þetta voru. Maðurinn minn man þetta betur en ég enda er ég líklega með alzheimer -light!!

Knús og kram.

Vilborg Traustadóttir, 11.3.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: G Antonia

hehe!! Velkomin í hópinn (Alzheimer-light) þó það sé ekki fyndið beint :-))))

G Antonia, 12.3.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það var Sveinn heitinn Benediktsson sem sagði þessa setningu við útgerðarmann að síldarbát. "Sefur þú á miðri vertíð"....

Nei alsheimer er nú ekkert fyndin þó maður gantist með þetta light fyrirbrigði sem virðist herja á marga.

Nú eru læknavísindin eitthvað að fikra sig í átt að lækningu á alsheimer. Vonandi því þetta er hræðilegur sjúkdómur. Góða nótt.

Vilborg Traustadóttir, 12.3.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband