Einyrkjar

Ég las mjög góða umfjöllun Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings,  um þessi mótmæli atvinnubílstjóra á forsíðu morgunblaðsins í dag.

Þar segir hann það sem stjórnmálamenn ættu fyrir löngu að hafa sagt.

Ég hvet fólk til að næla sér í blaðið og lesa umfjöllunina.

Þar kemur m.a. fram að bílstjórar eru einyrkjar sem hafi vafalaust tekið erlend lán til að kaupa bíla og búnað, lán sem hafi hækkað mikið að undanförnu og því komi ástandið verr niður á þeim en stærri fyrirtækjum.  

Það er afar sorglegt að þessi mótmæli hafi fengið að þróast á þann hátt sem raun ber vitni. Ég hef fram á þennann dag verið undrandi á bílstjórunum og fundist að þeir væru fyrir löngu búnir að koma sínum skilaboðum áleiðis.

Stjórnvöld bera þó meiri ábyrgð en svo að hægt sé að hvítþvo þau.

Auðvitað hefði Geir H. Haarde átt að koma fram með skilgreiningu á stöðunni og framtíðarsýn Ríkisstjórnarinnar í málinu strax í upphafi mótmælanna.  Hann átti að reyna að lægja öldurnar í stað þess að sýna hrokafulla framkomu og hlaupa í felur.

Þetta mál er orðið mjög, mjög sorglegt og nú skora ég á stjórnvöld að koma fram með sáttatillögur um það hvernig eigi að  rekja upp þennan hnút.

Ef ekki Geir H. Haarde þá samgönguráðherra Kristján Möller eða Ingibjörg Sólrún. 

 

 

 

 

 


mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG vona bara svo sannarlega að þetta fari að taka enda og menn verði sáttir.

Góða helgi Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við skulum vona að það náist farsæl lending - það á ekki að þurfa að vera svona langt á milli fólks í þessu fámenni.  Byrjunin er að ræða saman.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála ykkur. Það er vonandi að málin leysist þannig að fólk fari frá þeim með reisn þegar upp verður staðið. Þá meina ég alla aðila. Það hefur ekki verið mikil reisn yfir þessu máli frá a-ö.

Auðvitað á að hlusta og ræða saman. Annað er óviðunandi.

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband