Ráðhúsið í dag

Í dag fórum við hjónin í Ráðhús Reykjavíkur.  Þar fögnuðu taílendingar áttræðisafmæli konungsins í Taílandi Rama níunda.  Það var gaman að hlýða á söng og skemmtilega músik.  Allt iðandi af lífi og lífsgleði.  Tengdadóttir okkar sem er taílensk söng listavel á hátíðinni.  Synir hennar og sjóarans sonar míns gista svo hjá ömmu og afa í nótt og stefnan er tekin á berjamó á morgun. Sjá má á meðfylgjandi slóð þegar annar þeirra Geir Ægir afhendir ungri snót rós.

Djúpavík ó Djúpavík

Strandir 2007 135Strandir 2007 110Það var gott að koma heim í gær eftir gott frí með fjölskyldu og vinum.  Tíminn líður bara allt of hratt og er alltaf of skammur þegar eitthvað skemmtilegt gerist.  Þá er gott að nýta hann vel og einnig gaman að rifja upp og skoða myndir.  Einnig plana næstu skemmtilegheit á Djúpuvík og víðar.  Guttarnir okkar voru alsælir og skemmtu sér vel saman og með okkur.  Það var smíðað, farið í fjöruna, lækinn, móann og um holtið, berjamó svo eitthvað sé nefnt.  Einnig var "innipúkahátíð" þar sem veðrið var ekkert spes fram á sunnudag.  Þeir ætluðð ekki að vilja fara enda skil ég það vel.  Þetta er algert frelsi að komast út þegar maður vill og geta dundað við nánast hvað sem er með okkur eða án okkar fullorðna fólksins.  Þegar afi og amma urðu svo eftir með kisurnar var alveg hræðilega tómlegt.  Þið getið ýmindað ykkur það eftir að hafa verið með fjóra svona duglega stráka hjá sér í nokkra daga.  Við fórum að bóna bátana og ganga frá skjólgirðingu fyrir trén okkar.  Þegar við svo fórum heim með tóma kerru lentum við í því að hún hristist öll í sundur og urðum við að snúa við eftir lokinu aftan af henni og tafði það okkur um þrjá klukkutíma.  Góðu fréttirnar eru þær að við fengum þá að smakka dýrðlegt heimabakað heilsubrauð hjá Önnu frænku í Djúpuvík.  Við urðum nefnilega að keyra alla leið aftur þangað eftir fjárans lokinu sem var í Kleifunum við Djúðpvík.  Á bakaleiðinnu tíndum við svo upp hornið af kerrunni sem hafði dottið af í leitarleiðangrinum.  Komum heim um níuleitið í gærkvöldi ánægð með gott frí.
------
Strandir 2007 238Smelltum af einni mynd af húsinu yfirgefnu á holtinu!

Í gær

Sjórinn var svo
spegilsléttur
og tær.
-
Þar sem við
fórum um
í gær.
- 
Enginn getur
vitað um
þann fund.
-
Og mynd okkar
snerti yfirborðið

um stund.

-

                Vilborg Traustadóttir

Djúpavík

Erum að lesta kerruna og pakka saman fyrir Strandaferð.  Förum á stórum Ford með langa kerru.  Cirkus Zoega á ferð Wink  eins og oft áður.  Það er mikið búið að flytja fram og aftur og sér ekki fyrir endann á því.  Það er alltaf eitthvað hægt að finna sér til dundurs. Nú munum við reyna að girða gróðurreitinn betur af en trén eru búin að sprengja litlu girðinguna af sér.  Við settum ásamt tengdaforeldrum nokkur tré niður við húsið fyrir 10 árum síðan.  Þau vaxa.  Þá vitum við að það er hægt að rækta tré á holtinu á Djúpuvík.  Það er nefnilega mikið rok þarna og sjávarsalt í loftinu.  Hreinlega særok stundum.  Vonandi verður gaman og strákarnir okkar Geir Fannar og Kristján Þór verða með okkur ásamt fjölskyldum sínum.  Við gömlu komum aftur í næstu viku.  Bloggvinir og aðrir hjartanlega velkomnir í heimsókn ef þið eruð á ferðinni um Strandir.Smile  

Erfðavísir MS mögulega fundinn

Blaðið greinir frá því að hópur vísindamanna telji sig hafa gert mikla uppgötvun og fundið erfðavísi sem orsakar MS-sjúkdóminn.  Að því er fram kemur í nýjasta tölublaði The New England Journal of Medicine and Nature Genetics hafa þrjú mismunandi teymi vísindamanna talið sig, með misjöfnum aðferður, hafa fundið erfðavísi sem orsakar sjúkdóminn og í kjölfarið hugsanlega meðferðarmöguleika sem hindrað gæti útbreiðslu sjúkdómsins.
Meira í Blaðinu í dag á bls 4 www.bladid.net

Hjarta

 

Hnaut

um lífsins

bjarta

 

huldu-

mál

 

Hjarta

kallar á

hjarta

 

Sál

á

sál

 

 

                      Vilborg Traustadóttir


Djúpavík kallar

Í dag lögðu Kristján sonur minn og fjölskyldan hans af stað til Djúpuvíkur.  Þau fengu lánaðan bílinn minn og skildu fólksbílinn sinn eftir.  Þá er það ljóst að við hjónin verðum samferða að þessu sinni þegar við förum á miðvikudaginn.  Förum á stórum Dodge með kerru aftan í fulla af timbri í skjólgirðingu.  Þó að vegirnir séu orðnir góðir á Strandirnar er þægilegra að vera á aðeins hærri bílum sérstaklega ef þeir eru eitthvað lestaðir.  Það kom fyrir fólk á Volvo meðan við vorum þarna um daginn að það rak hann niður í Bjarnarfirðinum og gerði gat á pönnuna.  Ásbjörn á Djúpavík gat lagað það svo bíllinn komst suður aftur fyrir eigin vélarafli held ég.  Síðan eigum við von á Geir Fannari og fjölskyldu um helgina eða þegar hann kemur í smá frí af sjónum.  Þá verður fjör á Djúpuvík og mikið brallað. 
Reikna með að við komum aftur heim á mánudag. 

Þrír af fjórum mögulegum

Þrír strákar af fjórum mögulegum gistu hjá ömmu og afa í nótt. Þegar ljóst var í gær í hvað stefndi tók amma sig til og fór í Rúmfatalagerinn og keypti tvær sængur og tvær "sumarsængur", tvo kodda o.fl. smálegt.  Við fórum nefnilega með gestasængurnar á Strandirnar um daginn og ætluðum alltaf að kaupa nýjar hér.  Hersingin mætti um áttaleytið í gærkvöldi með tilheyrandi farangur, dót og góða skapið.  Hér var stanslaus brunabílakeyrsla fram eftir kvöldi milli þess sem þeir brugðu sér í tölvuna hjá ömmu og tóku einn og einn Mentos-leik (ég er forfallin í þeim leik, skjóta niður kúlur (og það tyggjókúlurShocking), get hangið í honum og gersamlega gleymt mér), einnig var mikið skrafað og skeggrætt.  Það er yndislegt að vera ósýnilegur heyra utan að sér bollaleggingar þeirra snáðanna.  Viktor ætlaði ekki að sofa hér en sat með afa og horfði á sjónvarpið þar til hann sofnaði í afa fangi.  Hann vaknaði svo snemma og vildi fara beint heim til mömmu og gerði það með afa.  Hinir tveir "skæruliðarnir" eru í stuði hjá ömmu núna og hafa fengið það efiða verkefni að taka til eftir sig meðan amma bloggar! 
Amma tók sængurnar og lagaði sófana og þeir eiga að tína pappír og dót saman....verkefnið er greinilega ekki hafið þar sem þeir eru búnir að gangsetja brunabílana.Wink 
Það rignir úti núna svo það gefur ekki á leikvöllinn sem er hér rétt hjá.  Sjáum til á eftir hvort úr því rætist.  Verðum sennilega að sækja hlífðarfatnað ef það á að verða.Whistling
Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að umgangast börn.  Hressir strákar sem eru uppfinningasamir og duglegir eiga hug minn allann þessa stundina.Smile

Hugmynd Arnar Inga

Strandir 2007 077Örn Ingi er sannkallaður fjöllistamaður þó kannski sé hann fyrst og fremst myndlistamaður?  Veit svo sem ekki alveg nóg um það.  Hann kom alla vega með alveg brilljant hugmynd fyrir okkur.  Svo góða að við ákváðum að þróa hana áfram í eitt ár og fá fleiri systkin með okkur í þá vinnu.  Hann ráðlagði okkur að fara í fjöruna á Sauðanesi og finna grjót og rekavið og mála á það fyrir sýningu í vitanum á Sauðanesi við Siglufjörð.  Við stóðumst ekki freistinguna og máluðum á tvo steina sem Magga fann þegar hún viðraði Dalí einn daginn.  Hér eru þeir. Minn heitir "Skakkkjafta" en Magga átti eftir að skíra sinn? 
Þannig að takið frá verslunnamannahelgina 2008 fyrir málverka- og listmunasýningu í Sauðanesvita.  Joyful

Fjögurra ára

Afmæli
Elsta barnabarnið okkar hann Geir Ægir Zoega er fjögurra ára í dag.  Vorum í þessari fínu veislu hjá honum.  Það var mjög gaman.  Hann stóð sig vel í öllu pakkaflóðinu og yngri bróðir hans Viktor líka.
Fallegur dagur með fallegu fólki.  Auðvitað fékk hann báta og þá var sóttur bali. SmileAfmæli  Til hamingju með daginn Geir Ægir.Wizard

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband