Næstum á Norah

Ég var næstum lent á þessum tónleikum en blessunarlega gekk það ekki eftir.  Jú tónleikarnir voru frábærir og sonur minn og tengdadóttir skemmtu sér vel.  Fyrir utan að þau sögðu að það vantaði einn þriðja í salinn meðan upphitunarbandið var að spila.  Þó söng Norah með þeim.  FL-Group hafði boðið mörgum á tónleikana og þau voru með partý við hliðina en sáu ekki ástæðu til að mæta fyrr en Norah sjálf byrjaði formlega.  Þetta fannst þeim skemma stemmninguna í salnum.  Ástæða þess að ég var næstum komin á tónleikana var sú að tengdadóttir mín nennti skyndilega ekki að fara.  Ég á staðinn til að nýta miðann en tókst að koma henni af stað og passaði fyrir þau eins og til stóð.  Hringdi svo í manninn minn og sagði að þau hefðu farið og ég væri að passa. Já mér datt það í hug sagði hann, ég kannast nefnilega eitthvað við svona uppákomur einhversstaðar frá sagði hannShockingWink
Góðu fréttirnar eru þær að þau skemmtu sér konunglega en ég engu minna, alsæl með prinsana að fá að syngja fyrir þá.....InLove

mbl.is Norah Jones í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Vinnan þín er hið fínasta félagslíf. Þar hittir þú fólk sem þér finnst tilheyra sama heimi og þú. Það er bæði þægilegt og skemmtilegt!

Hormónar og MS

http://visir.is/article/20070830/FRETTIR05/70830081

Ég hef haldið þessu fram lengi. 

Ég hef gengið með þrjú börn og var stálslegin allar meðgöngurnar.  Verður spennandi að tala við John Benediktz um þetta og fara að gera eitthvað í málinu ef hann telur það ráðlegt.


Stormar á Ásnum

Boltinn er farinn að rúlla. Ræddi við Theodór Júlíusson  (Dadda Júll)  í dag og hann er áhugasamur um Ketilásball 2008.  Hann er forkólfur hljómsveitarinnar Stormar frá Siglufirði.  Þannig að nú er allt að fara af stað.  Hann mælti með laugardagskvöldinu um helgina sem við ákváðum.  Þ.e. helgina fyrir Verslunnamannahelgina og Síldarævintýrið.  Við vorum sammála um að það væri gott fyrir Síldarævintýrið og ferðamennskuna fyrir norðan að fá smá vítamínsprautu tengda svona nostalgíu-atburði inn á þetta tímabil.  Nú er bara að vinda sér í að ræða við staðarhaldarann á Ketilási við fyrsta tækifæri og bóka húsið.  Einnig væri gott fyrir okkur að setjast niður yfir kaffi eða te og taka stöðuna kring um 20. september.  Formaður sér um að boða fundinn á sinni síðu.  Svo er spurning hvort við ættum ekki,  eins og við töluðum um, að opna sérstaka síðu tengda þessu verkefni þannig að sem flestir geti nálgast upplýsingar á einfaldann hátt. 
---
Ketilásinn rokkar feitt!!!!Wizard

Níunda sporið

Ég brá mér

út á akurinn

ógurlega

 

Þar sem

slóð mín

brann

og tár þín

náðu ekki

að kæla hana

 

Líkt og byssubrennd

með góðan vilja

að vopni

 

Vildi hugga þig

 

Svo fremi 

að það

gerði ekki

illt verra

 

 

                       Vilborg Traustadóttir


Helgarspjall

Nú er að skella á helgi.  Man hvað maður gat beðið spenntur eftir þeim helgunum hérna í "denn".  Skella sér á ball og annað, þegar best lét.  Hvað maður nennti þessu. Hvað þetta gat nú verið gaman samt sem áður.   Nú er af sem áður var. Sem betur fer.  Öllu rólegra líf.  Fjölskyldulíf.  Ömmu og afahlutverkið felur það í sér að stundum fáum við næturgesti um helgar.    Nú erum við að vinna okkur upp í hugarfar til að nýta herbergi sem lítið hefur verið notað síðan "ungarnir" yfirgáfu hreiðrið.  Geta gistiaðstöðu fyrir unga sveina þar.  Það verður gaman að taka til og skapa rými fyrir litla karla í "ömmuhúsi" eins og þeir kölluðu það fyrst um sinn.  Nú er það Sólheimar,  þessar nafngiftir þeirra peyjanna fylgja aldri og þroska.  Um helgina langar mig líka að kíkja á einhverja djassviðburði á djasshátíð Reykjavíkur.  Kannski fer ég að sjá og heyra Sigurð Flosason sem kemur fram með góðu gengi um helgina.  Hver veit?  Ef ég verð ekki að passa prinsana okkar.  Helgin verður vonandi góð okkur flestum.

Nýr bloggvinur svavars

Nýr bloggvinur Svarar Sigurður Guðfinnsson er drengur góður.  Ég þekki hann að góðu úr félagsstarfi fyrir nokkrum árum.  Hann er heill og sannur.  Svavar er hæfileikaríkur og öflugur liðsmaður sem hefur heiðarleikann að leiðarljósi.  Hann ætlar engum illt og tekst á við verkefnin samkvæmt þvi.  Hlakka til ef ég á eftir að starfa með honum á ný.  Ljóðagerð er greinilega sameiginlegt áhugamál okkar samkvæmt kynningu hans á blogginu.  Gaman að þú ert nú bloggvinur minn Svavar. Smile

Hjálpi mér hamingjan

 

Í góðum gír

með gömlum vini

gekk ég

einn dag

 

Hvers vegna

spurði hann

er lífið

ekki leikur?

 

Við því

er ekkert svar

nema kannski

köld þögnin

 

Ég hvísla

svo lítið ber á

hjálpi mér

hamingjan

 

 

            Vilborg Traustadóttir


Solla systir á "skerið"

Solla systir sest á "skerið" aðra nótt.  Hún stoppar í viku núna en kemur aftur 2. október ásamt dóttur sinni Lucy sem fer í skóla hér. Ég ætla að renna suðreftir og sækja hana.  Við systur höfum haldið ágætis sambandi gegn um árin, með hléum.  Ég sagði á tímabili að þær systur mínar væru "bestar bréflega"Wink ! Það er nefnilega "mislangt" á milli fólks eftir því hvar það er statt í lífinu.  Það var um tíma "lengra" á milli okkar systra en venjulega.  Maður lærir af lífinu og mín reynsla er sú að ef það "lengist" á milli þá er nauðsynlegt að skella sér umsvifalaust úr "dómarasætinu" og gerast umburðarlynd og auðmjúk.  Mýkja mig upp gagnvart málum.  Það er vandi en mikið er það léttara líf.  Í dag er ég sátt við alla menn að systrum mínum meðtöldum Smile .  

Grænmetið upp

Tókum upp kartöflur rófur og annað sem eftir er í görðunum í gær.  Það er æðislegt að fá nýtt grænmeti.  Við erum búin að taka upp jöfnum höndum í ágúst og eigum aðeins eftir dálítið af kartöflum og hnúfukál sem verður tekið í dag eða á morgun.  Ég gerði mjög góða grænmetissúpu í gær fyrir okkur hjónin. Sonarsynir mínir sem voru með mér tíndu kartöflur af miklum móð upp í bala og svo skiptum við fengnum.  Þeir tíndu einnig gras fyrir Mímí sem var að úða því í sig í morgun.Wink 
Er að reyna að láta mig hlakka til einhvers og ætla að fara eitthvað á röltið á eftir.  Húsið er svo ótrúlega "tómt" síðan Palla kisa fór frá okkur.  Hún gerði sig einhvern veginn "svo gildandi".  Var alls staðar þar sem var hreyfing.  Stökk fram fyrir Mímí í matinn, kom upp í á morgnana og lagðist á sængina Geirs megin, rak hann hreinlega fram úr um helgar.  Var sannkölluð prímadonna.  Mímí sem alltaf hélt sig til hlés meðan Palla var, er farin að koma upp í á morgnana og leggst þá á sængina Geirs megin.  Lífið heldur áfram þó með öðru sniði sé. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband