Strandamenn erum vér

Við hjónin fluttum lögheimili okkar til Djúpuvíkur á Ströndum nú síðsumars.  Við það fjölgaði íbúum Árneshrepps úr 39 í 41.  Það væri synd að segja annað en vel er tekið á móti okkur.  Héraðsfréttblað sett á laggirnar, það er verið að leggja nýjan veg um Arnkötludal fyrir okkur og áfram mætti telja.  Það er eiginlega verra að við hyggjum ekki á barneignir.  Þá yrði byggður leikskóli.  Hins vegar er þegar hafinn undirbúningur að því að reisa elliheimili á Djúpuvík.  Ásbjörn frændi hafði orð á því í sumar.
Orð eru til alls fyrst!

mbl.is Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíunda sporið

 

Ég skoðaði

hug minn

í sífellu

 

Fylgdist

grannt með

og ef

út af bar.

 

Tók ég

sönsum.

 

Án tafar.

 

 

              Vilborg Traustadóttir


Bloggvinkona asdisomar

Mín nýjasta bloggvinkona er Ásdís Sigurðardóttir.  Húsvíkingur að uppruna með ættir til Reykhverfunga og Mývetninga.  Búsett á Selfossi.  Fjórföld amma eins og ég.  Skrifar skemmtilegt blogg með líflegum myndskreytingum.  Fær mann til að brosa og skellihlæja á milli.  Erum auk þess saman í leshring gegn um síðuna hennar mörtusmörtu.  Velkominn í hópinn Ásdís.Smile

Global warming

Global warming

Pavarotti allur

Hinn ótrúlegi söngvari Luciano Pavarotti er allur.  Hnn lést í nótt umvafin fjölskyldu sinni.  Pavarotti hafði eintæða rödd sem unun var að hlýða á.  Hann hafði skemmtilega og líflega framkomu þegar það átti við.  Hann var ófeiminn við að koma fram með ólíklegustu skemmtikröftum eins og t.d. Spice Girls.  Hann fékk skömm í hattinn fyrir það frá sumum.  Hann svaraði fullum hálsi og sagði að gott lag væri betra en léleg ópera.  Maður veltir fyrir sér ódauðleikanum og því hvernig svona maður getur yfirleitt dáið.  Þá áttar maður sig á því að það gerir hann ekki.  Hann lifir áfram í verkum sínum og í hugum og hjörtum þeirra sem dáðu hann.  Hann gaf af sér þá gjöf að gleðja og upphefja í list sinni. Fyrir það getum við verið þakklát. Í auga mínu leynist auðmjúkt tár sem leitar fram. 
Þakklætistár.

mbl.is Domingo segir rödd Pavarottis hafa verið "einstæða Guðsgjöf"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma í fullu starfi

Ég var að "ammast" í dag.  Yngsta barnabarnið (af fjórum, allt strákar) var hér frá kl 8.00 og var að fara rétt í þessu.  Eldri bróðir hans var með fyrsta kastið og skutluðum við honum á leikskólann um hálf tíu.  Þeir hlusta gjarnan á lagið Ísabella (ég fór með ömmu í berjamó) með Láru Stefánsdóttur þegar við erum að keyra á milli staða.  Þeir syngja hátt og snjallt með.  Líka sá yngsti.  Þó hann sé ekki farinn að tala mikið.  
Joyful
Nú er svo komið að sá yngsti er að byrja á leikskólanum í næstu viku þannig að "ömmustarfið" mun skerðast stórlega við það.  Kannski maður fari bara að bródera út í eitt?
LoL
Ég fer á námskeið til Akureyrar kring um 20. sept og mun nema myndlist hjá Erni Inga.  Það verður gaman og hver veit nema amman "finni sig" í því?
Smile
Ég var í smá leiðsögn hjá honum og Margréti Traustadóttur í sumar og líkaði vel.
InLove
Svo verða einhver ráð með að "ammast" áfram þó það verði í minna mæli.
Cool
Fer til Póllands á heilsuhæli um mánaðamótin og verð vonandi alveg eitilhress eftir það.
Wizard
Þannig að allt verður gert til að bægja yfirvofandi "tilvistarkreppu" ömmunnar inn á farsælar brautir.Wink

Ort við myndir

Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið lengi er að yrkja við málverk Möggu systur.  Ég fékk nokkarar myndir á póstinum frá henni í gær og orti við þær ljóð.
Þð verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá henni en til stendur að hafa sýningu á verkunum fljótlega.  
Það eru fleiri að spreyta sig á þessu verkefni með aðrar myndir hennar.  Þetta er svona eins og að vera í leshring.  Spennadi að sjá hvernig sýningin verður þegar upp verður staðið.
Ég sat með myndirnar á skjánum í gær og ljóðin steymdu fram.  Vonandi getum við sýnt bloggverjum afraksturinn seinna.  Fyrst verður sýningin að fá að gera sig.Smile

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Stjörnurnar gefa þér lexíu í ástarmálum. Nú veistu hvað þú vilt og til hvers þú ert reiðubúinn. Vertu svalur og aðrir fara að þínu fordæmi.
W00t

Bloggvinur geirfz

Átti eftir að skrifa um bloggvin minn og son Geir Fannar Zoega.  Hann fékk bloggvinaboð frá mér meðan hann var á sjó og svo þegar hann kom í land samþykkti hannW00t .  Þá var langt um liðið og ég geymdi að skrifa pistil um hann.  Svo nú er komið að því.  Geir Fannar er sjómaður í húð og hár.  Hann ætlaði frá því hann var gutti að verða sjómaður.  Hann er duglegur, ósérhlífinn og hefur sterkar skoðanir.  Einkum á málefnum er tengjast sjómennsku.  Það er einnig honum að þakka að við fengum þessar líka fínu enduropnanlegu pakkningar á ostasneiðarnar okkar.  Geir Fannar ef þú lest þetta máttu alveg koma með söguna af því hérna í commentakerfiðSmile !  Skemmtileg saga og segir mikið um hugkvæmni ungra og áræðinna manna.  Gaman að vera bloggvinur þinn.InLove

Nýr bloggvinur nilli

Minn nýjasti bloggvinur nilli eða Níels A. Ársælsson er hugsjónamaður með skoðanir.  Hann tjáir þær skýrt og skorinort á bloggi sínu. Gaman að sjá það,  það er upplífgandi.  Hlakka til að fylgjast með blogginu hjá honum. Velkominn í hópinn nilli!Grin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband