mið. 3.6.2009
Markaður og hippaball-A hippie festival
Við Magga systir og Gugga frænka ætlum að leggja í hann aftur og halda hippaball á Ketilási í Fljótum þann 25. júlí n.k..
Við höfum aftur fengið hljómsveitina Storma til liðs við okkur og munu þeir halda uppi dúndrandi fjöri eins og þeim einum er lagið.
Öll gömlu lögin munu óma í bland við önnur nýrri sem falla vel að tíðarandanum.
Allt sem við viljum er friður á jörð!
--
Me and sister Margrét and our nice Gugga are going to hold another dance like last summer on Ketilás in Skagafjörður Saturday the 25. July this summer.
We have talked to the band Stormar and they will have að great dance with all the old songs blended with some new ones that will be part of the program.
All we ar saying, is give peace a chance!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 2.6.2009
Words.....
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 2.6.2009
Bakþankar - Thoughts
Við ferðafélagarnir Rósa, Magga og ég erum nýkomnar frá heilsudvöl á U Zbója í Póllandi. Ferðin heppnaðist í alla staði fullkomlega vel og erum við mun hressari allar þrjár.
Konan sem afgreiddi okkur á flugvellinum i Gdansk var mjög ánægð þegar hún sá að við vorum frá Íslandi. Hún sagði að við hefðum svo góð áhrif á alla Pólverjana sem væru að vinna á Íslandi. Þegar þeir kæmu aftur þaðan þá færu þeir skyndilega að bjóða góðan daginn.
Við værum greinilega góð í því að kenna þeim mannasiði.
Við sögðum að þeir hefðu líka góð áhrif á okkur, kenndu okkur vinnusemi og sparsemi.
Það er nokkuð sem íslendingar hafa glutrað niður undanfarið.
--
Me, Magga and Rósa came home from U Zbója in Pólland recently. It was very successful journey and we are happy about that.
The woman that checd us in, in the airport in Gdansk was happy to tell us when se saw that we were from Iceland that we have a very good influence for the Polish peeople working in Iceland. When they come back from Iceland, she said, they suddenly say good morning (Djing dobre) but they were not used to do that before they went to Iceland.
We said we were happy to hear that but they also have good influance on us becouse they teach us to work hard and to save money!
That is something we have not been good at the last years!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 1.6.2009
Baby come back
Frábær músik sem mun óma um Fljótin þann 25. júlí n.k. Mikið verður þetta gaman og þó það rigni eldi og brennisteini lætur enginn sig vanta núna. Túnið tekur endalaust við fleira fólki og nóttin er ung!
Heysáturnar verða vonandi á sínum stað!
Hvað segir Brúnastaðabóndinn um að hafa nokkrar á túninu?
--
Me and sister Margrét and our nice Gugga will hold a dance in Ketilás in Skagafjörður 25. july 2009 as we did last year. The old and famos band Stormar from Siglufjörður will play at the dance and it will be a market at the house on the Saturday, before the dance starts. There will be an endless joy and the spirit of the hippies will be all ower the place.
Though the house is not so big there is enough space outside and who knows if the farmer on Brúnastaðir will make some comfortable hay bags out there so the hippies can feel free to do what they used to do in the old days fooling around in Ketilás.
The night is young!
Ippa
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 1.6.2009
Góðan daginn! - Good morning! - Djing dobre!
Góður dagur í dag og mikið gaman og mikið fjör. Set hér inn nokkrar myndir af sýningu okkar Möggu systir sem lauk í Norðurporti á Akureyri (Kaffiport) í gær.
Njótið.
Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar hjá okkur hér á blogginu eða í síma 6601724 (Vilborg)
4611295 og 6189295 (Margrét)
--
A pretty good day today. Here are a few pitchures from the exhabiton that me and sister Margrét had in Norðurport (Kaffiport) in Akureyri in may it ended yesterday.
Enjoy.
If you are interested pleece call us, my mobile phone is +354 6601724 (Vilborg)
And +354 4611295 or mobile phone +354 6189295 (Margrét)
Nafn sýningarinnar var "Litríka land"
Exhabition name "Colorful land"









Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 31.5.2009
Home sweet home
Ég er komin heim eftir tveggja vikna dvöl á heilsuhótelinu U Zbója þar sem var frábært að vera.
Ég trúði ekki eigin augum þegar ég steig á vigtina í morgun en það fauk kíló til viðbótar frá því í gær. Samtals eru þá farin 8 kg á þessum tveimur vikum af mér . Þetta er ótrúlega góður árangur og ég mun passa upp á að það fari ekki að hlaðast utan á mig aftur kílóin.
Möggu gekk svipað og mér og við ætlum að vera staðfastar og halda svo sambandi stöllurnar þrjár sem vorum saman úti til að stappa í hverja aðra stálinu.
Ég sakna þegar nuddsins (nuddarans) og sundlaugarinnar
sem var mjög þægilegt að synda í milli sólbaða.
Erum búnar að bóka næsta vor en hver veit nema maður skelli sér aftur í haust?
--
Home sweet home after two weeks in U Zbója in Pólland.
I did not believe my eyes when I saw this morning that one more kilogarm has gone since yesterday. So I have lostl 8 kg this two weeks! I am very happy about that and I will NOT get this kilograms back!
My sister Magga was loosing the same weight as I and we two plus Rósa that was with us in U Zbója will keep in toutch to hold up the good spirit.
I allready miss the massage(r) and the swimming pool
but it was very good to swim betveen the sunbaths.
We have booked for next year but who knows if I go back before that time (September-October).

Þarna erum við Magga systir í matsalnum síðasta kvöldið ásamt vini okkar og borðfélaga Szmytka Zigmund.
Me and my sister Margrét in the dining room the last supper with our friend Szmytka Zigmund.

Rósa og Magga með Szmytka.
Rósa and Magga with Szmytka.
If I could buy a health I would do so, the nearest thing to do it is to be at U Zbója.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 28.5.2009
Alltaf sama stuðið.
Hér er alltaf sama stuðið. Við erum ánægðar með árangurinn hjá okkur hér undir lok heilsudvalarinnar okkar þriggja á heilsuhótelinu U Zbója í Póllandi.
Hún Pauline okkar sagði svo fallega í dag að við værum langskemmtilegastar af öllum sem dvelja hér.
Við höfum haft svo gott tækifæri til að kynnast fólkinu á staðnum núna og það er alveg meiriháttar.
Þau spyrja bara hvenær komið þið aftur?
Vinur okkar hann Szmytka tekur ekki annað í mál en að skutla okkur á flugvöllinn og mátuðum við ferðatöskuhlussurnar í okkar í Audi-inn hans í dag. Honum reiknaðist til að þetta slyppi alveg og þáðum við því boðið með þökkum.
Hann Szmytka er rafeindavirki eða verkfræðingur og var lestarstjóri í 45 ár eða allt þar til að hann fékk hjartaáfall við stjórn lestarinnar og það varð óhapp en engin slys á mönnum.
Við erum þó ekkert mjög áhyggjufullar yfir heilsufari hans þar sem hann var í læknisskoðun í Gydinia í gær sem kom vel út.
Áhyggjur okkar snúast ferkar um það að hann er áhugamaður um formúlu og mér fannst hann gefa þokkalega í þegar hann bauð okkur með frúnni í sunnudagamessuna s.l. sunnudag.
Á morgun stefnum við á hressilegan sundsprett og hver veit nema við hittum Szmytka í lauginni en okkur skilst að hann verði þar upp úr klukkan fjögur.
Búnar að bóka aftur á sama tíma að ári.
P.S Systir Margrét lyftir ekki höfði frá kodda þar sem Dr. Borys bruggaði henni seið og fargaði hana ofan í rúm.
mið. 27.5.2009
Húmar að kveldi
Enn einn dagurinn að renna sitt skeið í þessari heilsudvöl okkar systra hér á U Zbója í Póllandi. Dagurinn hófst með þrumum og eldingum. Veðrið lagaðist þegar á daginn leið og varð bara þokkalegasta veður með sól seinnipartinn.
Ég fór í andlitshreinsun í morgunsárið meðan systir skeiðaði hring í þrumuveðrinu.
Ég tók góðan göngutúr í skóginum og fór auðvitað "dýrahringinn". Hér eru nefnilega svo skemmtileg dýr rétt hjá í girðingu. Það eru kindur, kanínur og bambar. Svo eru auðvitað hænur eins og vera ber og hani sem galar. Ég gala bara á móti og þá galar hann enn meira.
Kisinn á staðnum er farin að gera sig heimakomin og eltir okkur jafnan heim. Hann þáði vatn hjá okkur í dag blessaður eftir að hafa legið með okkur í sólbaði hér úti á flötinni við sundlaugina.
Fór í nudd í kvöld og þvílík heilsubót.
Eigið góða nótt.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 26.5.2009
STJÖRNUSPÁ
Í dag er yndislegt veður á U Zbója.
Við höfum legið í sólbaði milli snarpra sundspretta og safaríkra máltíða.
(Við drekkum einungis safa í þrjá daga).
Hér kemur svo stjörnuspáin mín svona til gamans.
___

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)