Klárlega meirihluti

Það má velta ýmsu fyrir sér í sambandi við þessi borgarstjórnarskipti t.d. því hvort félagshyggjuöflin í borginni hafi ætlað að hafna félagslegum réttindum Ólafs F. Magnússonar til að koma til starfa á ný?

Hvort skipulögð mótmæli sem fóru úr böndunum hafi unnið með eða á móti skipuleggjendunum?

Hvort fjölmiðlar eru að sinna skyldum sínum með óhlutdrægum fréttaflutningi?

Hvort það var klókt af Dag B. Eggertssyni og Svandísi Svavarsdóttur að haga sér eins og "hljómsveitarstjórar" á fundinum í Ráðhúsinu þegar skipt var um borgarstjórn. Breyta auk þess röð frummælenda til að komast sjálf að á undan verðandi Borgarstjóra með stefnuræðu sína?

Hvor meirihlutinn er veikari sá sem hefur varamanninn (Margréti) eða aðalmanninn (Ólaf) innan sinna raða?

Þannig leita ótal spurningar á hugann sem eflaust fást ekki svör við fyrr en kannski með tíð og tíma. Ég tel þó klárlega að meirihluti sem hefur aðalmenn af listum innan sinna raða mun vænlegri kost til árangurs en hinn sem reynir að "skáka" lýðræðinu með varamenn sem hafa sest að í sæti aðalmanna og vilja ekki víkja. Telja sig allt í einu aðalmenn af því það hentar þeim svo vel.

Félagshyggjan er greinilega bara fyrir þá sem eru að vinna "fyrir fólkið" ekki fyrir fólkið sjálft. Af því að málstaðurinn er svo góður? Þá þarf ekkert lýðræði?

Tek heils hugar undir þessa ályktun.


mbl.is Sjálfstæðiskonur fagna nýjum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Var fólkið, 70% borgarbúa, sem ánægðir voru með fyrri meirihluta spurð? Var þetta gert út af einhverjum brýnum hagsmunum Reykvíkinga, fyrst að engin málefnaágreiningur var til staðar? Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé í forystukreppu og Ólafur ekki með neitt bakland og virðist ekki hraustlegur, er það samt alltaf nauðsynlegt að leita allra klækja til að koma Flokknum að kjötkötlunum? Þetta var skrítin blanda af óheilindum og valdagræðgi sem mun koma Sjálfstæðismönnum í koll.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvar er "bakland" Margrétar Sverrisdóttur?

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvor meirihlutinn er veikari sá sem hefur varamanninn (Margréti) eða aðalmanninn (Ólaf) innan sinna raða?

Þetta er mjög góð spurning. Það er hinsvegar ekki rétt hjá þér að fyrrverandi meirihluti hafi skákað lýðræðinu með Margréti og hún vilji ekki víkja fyrir Ólafi.

Er ekki Ólafur guðfaðir gamla meirihlutans (og hins nýja líka, ef út í það er farið?) Margrét vann í samráði við Ólaf að gamla meirihlutanum, en Ólafur talaði hvorki við kóng né prest á sínum lista, er hann samdi við D-listann.

Það er hinsvegar rétt að gamli minnihlutinn var óstarfhæfur ef Ólafur var ekki tilbúinn að styðja hann. 

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 15:49

4 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér Vilborg.

Mér fannst merkilegt að fylgjast með Kastljósinu þegar þáttastjórnandinn og Óskar Bergson hjálpuðust að við að grilla nýja borgarstjórann, síðan birtust fyrirsagnir í blöðunum daginn eftir þar sem svör Ólafs voru afbökuð. 

Það er vissulega verið að skáka lýðræðinu þegar varamaður vill ekki hleypa aðalmanni að og ætlar að vinna gegn þeim málefnum sem hún var kosin útá. Það er fáheyrt að pólitíkus lýsi því hreinlega yfir að hún ætli að vinna gegn fólkinu sem kaus hana! Gamli meirihlutinn var óstarfhæfur því að framsóknarflokkurinn með sitt 6% fylgi réð lofum og lögum á meðan F-listi með 10% fylgi átti bara að segja já og amen, Margréti var sama, því hún fékk flottan titil en Ólafur er í pólitík af hugsjón ekki valdagræðgi. Þessi skoðanakönnun fréttablaðsins er ómarktæk, þar sem alltof fáir tóku þátt í henni fyrir utan það að skoðanakannanir gilda ekki heldur kosningar. Vinstri menn, hættið þessu væli og endalausu samsæriskenningum um sjálfstæðisflokkinn og kjötkatlana, málið snýst ekki um það að komast í embætti heldur að komast til valda til að koma að sínum málum.

Aðalsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Aðalsteinn, "málin" sem þarf að koma að er að Reykjavíkurflugvöllur verði eða far? Er verndun gamalla húsa allt í einu orðið stefnumál íhaldsins? Hvar liggja þessi aðkallandi málefni sem réttlættu undirfarlið, klækindin, valdagræðgina?

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband