Ketilásball og nóg að gera

Það er lengi von á einhverju að gera.  Ég er ásamt fleirum á fullu að skipuleggja hippaball á Ketilásnum. Það er í nógu að snúast svona á síðustu metunum en ballið verður um næstu helgi. Þ.e. laugardaginn 26. júlí. Ég sé um kynningar og það er bara skemmtilegt.  Einnig er ég að reyna að kría út styrki til að endar nái saman og ég vona það besta. 

Þeir sem ég tala við eru hrifnir af þessu framtaki okkar Sauðanessystra og Guggu frænku sem er ótrúleg jarðýta og gott að vinna með henni.   Við vinnum allar sem ein að málinu og erum bjartsýnin uppmáluð.  

Það er meira á ketilas08.blog.is sem er síða sem við höfum haldið úti í næstum eitt ár til að kynna atburðinn, gefa öðrum kost á að leggja orð í belg  og svo auðvitað að halda uppi stuðinu!

Þegar ég var lítil stelpa á Sauðanesi var þetta uppáhaldslagið mitt með Bítlunum!Halo Ég fékk prógrammið nánast eins og þð leggur sig í eyrað símleiðis frá höfuðpaur Storma nýlega en ég man nú samt ekki hvort þetta lag verður með en hver veit?W00t

 -- 

We are going to have a big dance in Ketilás next weekend.    

 


Meira stuð!!

Glæsilehgur flutningur á góðu lagi....og merkilegu. 


Ball á Ketilásnum...má til að auglýsa smá.....

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 

26.07.2008.

 

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

 

Nefndin

 

 

 





Svalalistmálun hjá Möggu framundan

Um helgina ætla ég að skella mér til Akureyrar og mála á svölunum með Möggu systir.  Það verður gaman að rifja upp "svalataktana" en við skemmtum okkur hvað mest við að mála saman eina mynd í fyrrasumar.  Myndin fékk nafnið "Nornaskógur" ef ég man rétt.

Ég fer svo á mánudaginn til Djúpavíkur að taka niður sýninguna mína þar þann 15. (þriðjudag) en hún hefur staðið frá 1. júní.  

Hér er mynd frá sýningunni tekin við uppsetningu hennar.

Af sýningunni 1. júní til 15. júlí
 
I am going to Akureyri to paint a few oil pitchures with my sister Magga.   We came together at her home last year to paint and it was the beginning for me in oil paintings.  I have been studiing and painting since.
This summer I have 22 oil paintings after me in Hótel Djúpavík.  I will go and tak the exhabition down after tha weekend but it has benn there from first of june. 
This pitchure is of the paintings in Hótel Djúpavík while we were putting them up. 

Sagan endalausa - Never ending story

Ég keypti þvottavél um daginn.  Í Húsasmiðjunni.  Þvottavélin sem ég vildi var ekki til í Reykjavík en hún var til á Akureyri.

Ég bað þau að senda hana beint á Djúpuvík þar sem við ætlum að nota hana.  Fór ég létt í bragði til Djúpuvíkur með barnabörnin, áhyggjulaus vegna þess að ég var búin að kaupa þvottavél sem yrði pottþétt komin á undan mér vestur.  Ég bað um að vélin yrði flutt með Flytjanda þar sem það fyrirtæki flytur varning alla leið á Djúpavík.

Þegar ég kom vestur var engin þvottavél.  Ég fór að kanna málið og enginn kannaðist við neitt.  Flytjandi ekki, Húsasmiðjan hafði ekki einu sinni farmnúmer tiltækt.  Þau hjá Flytjanda bentu mér á að hringja í Landflutninga því algengt væri að ruglingur yrði á fyrirtækjunum.  Mér fannst það skrýtið þar sem ég bað sérstaklega um flutning með Flytjanda.

Loks var mér tjáð að þvottavélin hefði verið send með Landflutningum, fékk númer sendingarinnar hjá þeim á Akureyri og þær fréttir að þvottavélin væri komin til Hólmavíkur sem er endastöð þeirra á Ströndum.

Við upp í bílinn og renndum til Hólmavíkur sem er rúmlega klukkustundar akstur frá Djúpavík. 

Engin þvottavél þar.  Á mánudag náði ég aftur í Húsasmiðjuna sem gerði mest lítið.  Klukkan rúmlega fjögur hringdi ég aftur en þá hafði sunnandeildin sem seldi mér vélina ekki enn fengið farmnúmerið.  Ég gaf henni því upp númerið sem ég hafði fengið.  Hún hringdi svo skömmu síðar og sagði búið að loka hjá Landflutningum en þeir loka hálf fimm.

Morguninn eftir hringdi ég aftur og þá var búið að endursenda vélina frá Hólmavík. Bauðst deildarstjórinn nú til að endurgreiða vélina eða greiða flutning með Flytjanda alla leið til mín á Djúpavík.  Þar sem ég ætlaði að nota vélina þáði ég flutninginn.

Klukkan um fjögur hringdi ég aftur og þá sagði sama deildarstjórinn mér að vélin væri komin á Flytjanda. Ég bað hana að hringja þangað og ýta á eftir að hún kæmi með bílnum daginn eftir.  Því lofaði hún.

Daginn eftir var auðvitað engin þvottavél í bílnum og var mér næst skapi að láta þau senda hana vestur og endursenda hana aftur.  Þvílíkt og annað eins hefur gengið á.

Ég hringdi óhress í deildarstjórann sem sagði nú að hún hefði verið að horfa á vélina hjá sér klukkan fimm mínútum fyrir fimm eða meira en hálftíma eftir að hún sagði mér að vélin væri komin á Flytjanda! 

Spennandi verður þó  að vita hvort hún verður í næsta bíl Flytjanda sem fer á morgun á Strandirnar. 

Þá getur Anna frænka sem leyfði mér óheftan aðgang að þvottavélinni sinni andað léttar!

Það er líka ágætt að rifja upp og kynnast því aftur hvernig það er að vera búsettur úti á landi og þurfa að treysta á fólk í verslunum sem virðist vera nákvæmlega sama um viðskiptavininn eftir að hann er búinn að greiða fyrir vöruna. 

--

I bought a washing mashine two or three weeks ago.  I asked Húsasmiðjan, where I bought it, to send it to Djúpavík.  After the washing mashine has been crossing the country, back and foreward, for two weeks I hope it will finally come to Djúpavík tomorrow.

Now I know how it is to live out in the country and have to trust people that seems not to care about your wellfare...after you pay!

 


Surtla-tákn um frelsi - líka Frigg

Ég man eftir mörgum merkilegum skepnum frá uppvexti mínum á Sauðanesi við Siglufjörð.  Bera þar hæst "Mórurnar" sem voru afburða styggar kindur sem gengu eins og kallað var framan í Strákafjallinu. Þær hétu Fenja, Fála og Frigg.  
Surtla
Nú bar svo við að Frigg varð mjög gömul en alltaf hélt hún sig við sama heygarðshornið og lét illa ná sér á haustin.  Einhvern vegin tókst henni að láta þyrma lífi sínu þannig að hún varð a.m.k. 13 eða 14 vetra.  Sem er mjög gamalt fyrir kind.  Frigg var líklega 13 vetra þegar búið var að ákveða örlög hennar og hún var komin í slátursdilkinn.  Þegar svo átti að aflífa hana tókst henni að slíta sig lausa og stökkva yfir dyr sem voru hálfar eins og stundum er í fjárhúsum (tvískiptar).  Hún hljóp rakleitt fram á sjávarbakka, fótafúin eins og hún var.  Bakka sem eru 50 til 100 metrar og brattir niður í fjöru.  Þar renndi hún sér niður.   
Pabbi flýtti sér heim til að sækja byssuna svo hann gæti aflífað hana í fjörunni.  Honum datt ekki í hug annað en að hún væri brotin og brömluð þarna í fjörunni.  Þegar hann svo kom niður í fjöru með byssuna stakk Frigg gamla sér til sunds og synti til hafs.  Pabbi varð frá að hverfa.  Þegar skepnan sá að hann hörfaði sneri hún til lands á ný.  Hún var sett á annan vetur eftir þetta þrekvirki sitt.  Ég man eftir henni í sér stíu þar sem pabbi batt hana upp með strigapoka undir sig svo hún næði að éta.  Ég held að hún hafi fengið frí frá "barneignum" þetta síðasta ár sitt og dáið södd lífdaga haustið eftir þegar hún orkaði ekki að stunda frekari baráttu fyrir lífi sínu.
-
Það leiðréttist hér með að hún Frigg fékk ekki frí frá "barneignum" síðasta árið  heldur var hún tvílembd og skilaði vænum lömbum síðasta haustið sitt. Trúlega ætlaði hún að ráða örlögum sínum sjálf því pabbi rölti "inn í á" sem kallað var, en það var inn að Engidalsá sem rennur þarna um.  Þá sá hann fjóra mórauða fætur standa upp úr dýi og lömbin hennar hjá dýinu.  Pabbi brá skjótt við og dró Frigg upp úr dýinu og varð henni ekki meint af.  Kannski var hún heldur ekki búin að átta sig á "fötlun" sinni og því sokkið ofan í dýið en hún var eins og fram hefur komið orðin afar fótfúin.
 
--
 
We once had a sheep that was very special.  It fought for its life running and swimming away from the gun.   The sheep´s name was Frigg and it became 14 years old (at least) but that is very old for a sheep.

mbl.is Tákngervingur frelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki

Ég upplifi brottvísun þessa manns sem hroka.  Valdhroka af verstu gerð.

Málið er ekki tekið fyrir, maðurinn hefur unnið fyrir ABC hjálparstarf hér á landi og stjórnvöld horfa ekki til fjölskyldu hans og þess að hann á nýfætt barn hér á landi. Hver er réttur þess einstaklings?

Íslensk lög kveða á um að börn eigi rétt á að umgangast báða foreldra sína.

Ég vona að mál Pauls Ramses fái farsælan endi en íslensk stjórnvöld eru sannarlega ekki þátttakendur í því að svo verði.

 Af visir.is

"Rúmlega 12 hundruð manns hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista sem stofnaður hefur verið til stuðnings Keníamannsins Paul Ramses sem vísað var úr landi í fyrradag. 

Paul Ramses er nú staddur í Róm á Ítalíu þar sem hann dvelur á gistiheimili fyrir flóttamenn. Mál hans verður tekið fyrir hjá lögregluyfirvöldum snemma í fyrramálið en búist er við að hann dvelji á Ítalíu næstu þrjár vikur. 

Hátt í hundrað manns mættu fyrir utan dómsmálaráðuneytið síðastliðinn föstudag til að mótmæla því að Útlendingastofnun fjallaði ekki um mál hans. Þá mættu fjörutíu manns fyrir utan ráðuneytið í gær."

--

I belive Icelandic Goverment is on a wrong way.  It is arrogant to don´t listen to people that has worked here for ABC and send this man to Italy.  Paul Ramses has a woman and child in Iceland.

I ask where is the childs right to have both parents with him as say´s in Icelandic laws?

I hope for happy end for this man but the Icelandic Goverment is not helping at all. 

 


Leiðindablogg

Kannist þið við leiðindablogg?  það er svona blogg sem er beinlínis leiðinlegt.  Ég á marga skemmtilega bloggvini.  Ég les blogg þeirra mér til ánægju og fróðleiks.

Svo dett ég af og til inn á leiðindablogg. Það er leiðinlegt.

Þá leiðist mér, ég fyllist leiðindum.

Þar af leiðandi nenni ég ekki að lesa leiðindabloggin.  Þau eru svo leiðinleg.

Nú ætla ég að hætta að skrifa þetta leiðindablogg enda er mjög leiðinlegt að skrifa það.

Þangað til næst.  

Leiðumst! Sick  


Á móti straumnum

Við hjónin komum frá Djúpavík til Reykjavíkur í dag.  Ókum um Dalina og þegar í Borgarfjörðinn kom tók við þungur straumur bíla á móti.  Geir ók í Búðardal og ég rest. 

Þegar við komum að Hvalfjarðargöngunum sló ég í stýrið af vonbrigðum yfir því að vera á leið til borgarinnar.

Löng biðröð hafði myndast við greiðsluskúrinn og verið var að útbýta Kristal plús til þeirra sem voru í biðröðinni.

Hvers áttum við að gjalda að vera á "vitlausum vegarhelmingi"? 

Hvað um það fríið var mjög skemmtilegt þó við "græddum" ekki Kristalinn.

Það var gamana að kynnast sonarsonunum betur í henni Djúpuvík.  

Þeir eru gimsteinar.

 

--

We came home from Djúpavík today.  When we came to the Hvalfjörður-tunnel there was að long  line of cars on the other side of the road.  Everybody but we on their way out of town.

We were a little disappointed to be on the way to Reykjavík becaurse they were giving Egils Kristal plus to the line while they were waiting.

Why? 

 

 


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpavík

Við erum að leggja í hann til Djúpuvíkur á eftir.  Sennilega verða þrír af fjórum mögulegum barnabörnum með í för.

Spáin er ok þó það sé norðan og norðaustan þá er hún aðeins mildari en hún var fyrr í vikunni.

Pollagallar og hlý föt verða þó sannarlega í farteskinu.

Eiðrofi

 

 

 

 

 

Þetta er fossinn "Eiðrofi" eða "Djúpuvíkurfossinn" sem blasir við úr gluggunum hjá okkur á Djúpuvík.  

Myndin er tekin í maí s.l.

 

--

We are going to Djúpavík where we will spend the time watching this beutiful waterfall "Eiðrofi" or Djúpavíkurfoss" from our window.

Three of four of our grandsons will be with us.

The weather forecost says it will be rather cold.  We will be prepaired for that! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband