Sá þriðji?

Kannski er sá þriðji mættur á svæðið?  Hann ætti þá að stinga sér niður hjá Hamri í Skagafirði og þar með rætist draumur bóndans þar fullkomlega.

Hvet fólkið þar til að vera vel á verið. 

---

 

Maybe we have the third polar-bear in Iceland this summer.  A footprint was found in Hveravellir.  Some people think it is after a bear?

Hveravellir is far from the sea so the bear must have been strong enough to get there after swimming a long way from the ice in north of Iceland.

We will see! 

 

 


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er rétt að vitna í Jón Helgason - með örlítilli breytingu á hinu stórbrotna kvæði hans, Áföngum.

Hátt er nú liðið á aðra öld,

enn mun þó reimt á Kili,

þar sem í mörkinni bjarnarins beið,

beisklegur aldurtili.

Lyftast skuggar og líða um hjarn,

líkt eins og mynd á þili.

Hleypur svo bangsi sem hungrað barn,

og hverfur í dimmu gili.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:48

2 identicon

Veiðimenn í nágrannabæ okkar í Ammasalik á austur strönd Grænlands hafa 20 bjarndýra árskvóta.  Ef raunin sé sú að þeir nýti sér hann að staðaldri er lausn bjarndýravanda okkar borðleggjandi.  Hún er í senn sú lausn sem er skynsamlegust frá sjónarhorni dýraverndar, öryggis og kostnaðar og felur í sér að semja við nágranna okkar að í hvert skipti sem bjarndýr villist hingað til lands verði það fellt tafarlaust og hræið afhent þeim gegn því að þeir felli einu dýri færra það árið.

Etv. of einfalt og skynsamlegt til að heilla stjórnmálamenn! Kv.Gunnar   Gunnar Tryggvason

Gunnar Tryggvason (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Agný

Pabbinn hlýtur að eiga eftir að mæta á svæðið....

Agný, 20.6.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband