mán. 18.8.2008
Ólimpíu-ofbeldið
Ég horfði á heimildaþátt um það hvernig farið er að því í Kína (örugglega víðar) að ala upp börn til að verða afreksfólk í fimleikum. Þetta var hræðilegur þáttur þar sem sagði frá því hvernig börn eru sett í þjálfunarbúðir eins og hermenn, fjarri ástvinum sínum algerlega ofurseld draumum foreldra sinna og ættingja um gullmedalíu á Ólimpíuleikum.
Börnin eru þriggja til fimm ára þegar þau eru sett í æfingabúðirnar og margir Kínverjar líta svo á að börn sem alast upp hjá fjölskyldum sínum verði ofdekruð!
Fimm ára drengur sem sýndur var í myndinni grét svo sárt og átti svo erfitt þegar faðir hans yfirgaf hann í búðunum án þess að kveðja hann.
Stúlka sem var orðin líklega sjö ára og ákveðin í að "standa sig" beygði af þegar manna hennar kvaddi hana og hljóp til mömmu sinnar aftur og bað um að fá að koma heim en mamman rak hana með harðri hendi til baka.
Þetta er ofbeldi af verstu gerð og allir eru með glýju í augunum yfir afreksfólkinu sínu.
Ég er hætt að horfa á Ólimpíuleikana, tek ekki þátt í dýrkun á svona löguðu. Þetta er of dýrkeypt.
--
I was watching TV tonight. There was a program about how Chineese people (and defenetelly others) make their children go to a training to get the gold medalia in Oyimpics later in their lives. The children are send to a training camps far away from their families at the age of three to five. Ther they stay for the next years. I cryed over the program and I will not whatch the Olympics any more.
Bloggar | Breytt 19.8.2008 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 17.8.2008
Pabbi níræður
Við erum nýkomin heim úr aldeilis frábærri ferð norður á Strandir. Við lögðum upp á laugardegi ég, mamma og pabbi. Daginn eftir fór fólk að "Drífa" að þar á meðal Drífa Þöll og Gunni Ella Pé frá Eyjum eins of skjalfest var í gestabókinni okkar á Djúpuvík. Þegar allir voru svo komnir var mikið gaman og mikið grín. 24 saman héldum við í siglingu með honum Reimari á Sædísi á afmælisdegi pabba 13. ágúst eins og stefnt hafði verið að. Haldið var norður í Hornvík og vorum við einstaklega heppin með veður. Set nokkrar myndir í albúm hér á síðunni sem heitir Níræðisafmæli pabba. Ótrúlegt var að sigla um þessar slóðir og alveg upp við Hornbjarg. Reimar ákvað að þvo framrúðuna á bátnum undir fossi í Blakkabás við enda Hornbjargs nær Látravík eða Hornbjargsvita. Merkilegt var að sigla nánast undir bjargið og fá fossinn yfir bátinn. Fuglarnir kúrðu inni í samskeytum í bjarginu og kipptu sér lítt upp við heimsóknina.
Síðan var kaffi og með´í Reykjarfirði nyrðri. Þar var gaman að koma og vorum við sem treystum okkur ekki að ganga ferjuð með fjallahjóli og aftanívagni en dálítill spölur er að húsinu. Þarna er líka sundlaug sem sumir skelltu sér í eftir kaffið.

Ég ásamt mömmu og pabba í kaffi í Reykjarfirði nyrðri þann 13. ágúst 2008
--
Dagurinn endaði síðan með kaffisamsæti á Hótel Djúpavík um kvöldið. Einstaklega ánægjuleg ferð í alla staði.
---
My father was 90 years old rhe 13th of August. 24 people, friends and family went sailing to Hornvík with him and my mother on his birthday. We were about eight hours on að boat from Norðurfjörður to Hornvík. We also stoped for coffee, (kleinur and pönnukökur) in Reykjarfjörður.
I put að few pitchures in a photo album (Myndaalbúm) under the name "Níræðisafmæli pabba".
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.8.2008 kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 9.8.2008
Clapton og kleinurnar!
Við fórum á tónleikana með Eric Clapton við Sigríður Hrönn í gærkvöldi. Þvílík upplifun. Þvílík stemning. Fyrst reyndum við að kría út sæti á A svæðinu eins og var á tónleikum Roger Wathers en því var ekki að heilsa nú. Einn öryggisvörðurinn sem hældi sér af því að halda starfinu með því að reka okkur úr stigunum sagði það vegna þess hve miklu færri voru á tónleikunum hjá Wathers. Þessi fjöldi hjá Clapton byði ekki upp á sér stúku fyrir fatlaða. Gott og vel, það voru 15.000 manns hjá Roger Wathers. Veit ekki hvað voru margir í gær en það var eitthvað færra trúi ég (13.000?). Hvað um það góð gæsla er gulli betri og eins gott að hafa flóttaleiðina klára. En eins og þetta var hjá Wathers þá var fyllt upp svæði milli neyðarútganga og þar voru afgirt sæti. Því var engin hætta sem stafaði af þeim.
Hvað um það við ákváðum að ryðja okkur leið upp að sviði og freista þess að ná taki á skilrúminu milli áhorfenda og sviðs. Það tókst! Við sáum eyðu í veggnum við sviðið en þegar nær dró sáum við ástæðuna. "Vanir menn" höfðu sest þar að til að skapa rými fyrir sig og sína. Þegar við útskýrðum "fötlun" mína var auðfengið að fá að lauma hendi á skilrúmið. Þegar ég svo dró upp heimabökuðu kleinurnar mínar og útbýtti til nærstaddra voru okkur allir vegir færir og ég fékk gott stæði við skilrúmið. Ester frænka hefði orðið hreykin af mér en hennar aðalsmerki voru hennar góðu kleinur (en ég bakaði eftir hennar uppskrift, með mínum tilbriðgðum spelt og minni sykus). Hennar aðalsmerki var líka gjafmildi. Ég er ekki viss um að hennar aðalsmerki hafi verið að reyna að "múta" sér goodwill með kleinum en það er önnur saga. Þetta gerði það alla vegana að verkum að ég gat haldið út að standa alla tónleikana. Ég varð svo fegin að hafa ekki fengið sæti til hliðar fyrst við hittum á svona alennilegt fólk þarna fremst. Takk fyrir mig.
Hljómsveitin var mögnuð og Clapton stóð undir væntingum, vægast sagt. Það skemmdi ekki fyrir að vera í augnsambandi við hann og hljómsveitina allan tímann.
Aftur, takk fyrir. Takk Sigríður Hrönn fyrir að bjóða mér með.
Við enduðum svo tónleikana með að kaupa okkur ævisögu Erics Claptons og nýjasta diskinn hans.
---
I was invited to Erics Claptons consert in Reykjavík. I had to by myself the best place with Icelandic kleinur. After I offered everyone the kleinur I was happy to stand in front of everybody in eye contact with Eric Clapton which had been great if he had opened his eyes for once!
Bloggar | Breytt 18.8.2008 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fim. 7.8.2008
Eric Clapton
Vinkona mín bauð mér óvænt á tónleikana mrð Eric Clapton. Mikið verður gaman að skella sér með henni Sigríði Hrönn á svo einstakan viðburð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mið. 6.8.2008
Kleinubakstur - níræðisafmæli
Höfðum stóran kleinubakstur í dag. Ég, mamma og pabbi. Það gekk ótrúlega vel að hnoða og baka en það kraumaði óvenju mikið í pottinum og einu sinni "sauð upp úr" honum. Með snarræði tókst pabba að rífa pottinn af en við vorum úti undir svölunum. Potturinn fékk að fjúka á hellulagt sólskotið þeirra, við það slettist lítillega upp úr honum en við sluppum öll með skrekkinn, Pabbi fékk þó smá feiti á puttann en það hafði engin eftirköst. Héldum við svo ótrauð áfram en gættum að hitanum svo sagan endurtæki sig ekki og afraksturinn kleinur í hundraðatali. Mamma bakaði úr hveiti en ég úr spelti.
Við erum að fara á Strandirnar um helgina og vildum hafa kleinur með í farteskinu, Pabbi mun halda upp á níræðisafmælið sitt þar með siglingu norður með Ströndum og ef veður leyfir allt til Hornvíkur.

--
Me and mom and dad were making kleinnur for the journey we are having to celebrate my fathers 90 year old birthday.
Bloggar | Breytt 18.8.2008 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 4.8.2008
Afmælisveisla
Í dag stendur til að mæta í afmælisveislu hjá elsta barnabarninu sem er 5 ára. Hann Geir Ægir átti afmæli þann 28. júlí en heldur upp á afmælið í dag.
Amma bauðst til að baka skúffuköku og er á leiðinni með hana heim til þeirra þar sem hún verður skreytt í bak og fyrir.
Það verður örugglega nóg til því mamman er að útbúa taílenska rétti sem eru hreint æðislega góðir. Svo er kaka á eftir og skúffukakan þar að auki.
Eigið góðan dag.
--
One of my grandsons will be 5 year old today.
Bloggar | Breytt 18.8.2008 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Höfum átt skemmtilegan dag í dag. Fengum tvo ömmustráka í heimsókn. Nutum lífsins á leikvellinum, þvoðum þvotta í þvottahúsinu sem er á 12. hæð og tókum til í íbúðinni sem þurfti sannarlega þar sem síðasta helgi fór í djamm norður í landi. Nánar tiltekið á Ketilási í Fljótum þar sem við systur og Gugga frænka héldum ball. Stormar spiluðu og þetta var come-back fyrir hippakynslóðina. Aldurstakmark 45 ár. Ekkert lambakjöt takk heldur vel kryddað, bragðmikið og safaríkt eða þá "í fylgd með fullorðnum".

Frábært hve vel tókst til í heildina og hve stemningin var sérstök. Nánast áþreifanleg ÁST OG HAMINGJA.
Á sama tíma að ári sagði fólkið og erum við búnar að bóka húsið aftur.
Hvað um það dagurinn í dag er það sem skiptir máli og hann var hamingjuríkur og við enduðum á að horfa saman á Ice-age áður en afinn fór með drengina að taka á móti mömmu á flugvellinum.
Flugvellinum sem er sem betur fer í Vatnsmýrinni og því ekki óyfirstíganlega langt að fara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
fim. 31.7.2008
Hönd í hönd
Það er hlegið
og andinn
svífur
yfir vötnunum
Hönd í hönd
Hljóð við
beinum orkunni
inn á
aðrar víddir
Hönd í hönd
Upplifum
skynjum
þökkum
Hönd í hönd
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 25.7.2008
Brunað norður í dag
Við hjónin ætlum að bruna norður í land i dag til að halda ball á Ketilási annað kvöld. Þetta verður sögulegt ball því langt er síðan hljómsveitin Stormar frá Siglufiðri (austurbæ Fjallabyggðar) hefur spilað saman á heilum dansleik.
Hippaþemað er einnig spennandi og mikið verður gaman að hitta alla gömlu hippana og endurnýja kynnin. Ég náði ó skottið á hippatímabilinu og gjörnýtti hippadót systra minna þ.e. það sem þær gátu ekki forðað í tæka tíð. Magga systir flutti ung að heiman, eftir á að hyggja var það kannski til að koma "góssinu" undan?
Hvað um það best að fara að drífa sig í sturtuna,krossa putta og vona að við fáum gistinu fyrir norðan og bruna af stað.
Kisan verður hjá barnabörnunum og blómin fá góða vökvun áður en ég fer. Óþarfi að hafa áhyggjur af þeim enda rigningarspá syðra!

Sjáumst!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)