Brunað norður í dag

Við hjónin ætlum að bruna norður í land i dag til að halda ball á Ketilási annað kvöld.  Þetta verður sögulegt ball því langt er síðan hljómsveitin Stormar frá Siglufiðri (austurbæ Fjallabyggðar) hefur spilað saman á heilum dansleik.

Hippaþemað er einnig spennandi og mikið verður gaman að hitta alla gömlu hippana og endurnýja kynnin.  Ég náði ó skottið á hippatímabilinu og gjörnýtti hippadót systra minna þ.e. það sem þær gátu ekki forðað í tæka tíð.  Magga systir flutti ung að heiman, eftir á að hyggja var það kannski til að koma "góssinu" undan?

Hvað um það best að fara að drífa sig í sturtuna,krossa putta og vona að við fáum gistinu fyrir norðan W00t og bruna af stað.

Kisan verður hjá barnabörnunum og blómin fá góða vökvun áður en ég fer.  Óþarfi að hafa áhyggjur af þeim enda rigningarspá syðra! 

SMI-20390

 

 

 

 Sjáumst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða skemmtun....hugsa til ykkar

Svanhildur Karlsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hitt manna á Borgó, hann var í eins og aðgerð og ég, hann heitir Már Jónsson og er frá Siglufirði f. 1951, hann náði rosa góðum bata strax í gær eftir skurðinn en kemst ekki norður, frekar spældur.  Góða skemmtun.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 23:16

3 identicon

Sæl og blessuð ! Alltaf sein á því- en ég fór á Strandirnar og stoppaði á Djúpuvík og drakk kaffi á hótelinu. Þá var búið að taka niður myndirnar þínar.Það hafði verið gert sama dag. en inná ganginum voru þær upp við vegginn og mér tókst að kíkja á þær, sumar hverjar. Það er mikil lífsgleði í myndunum sem ég sá og ótrúlega fallegir litir. Hefurðu gert þetta lengi ? Sá eina með fuglum(álkum ? eða skörfum ? ) og himininn í baksýn. hún var falleg. Leit allt í kringum mig til að reyna að sjá hvaða hús þú ættir, en var ekki viss. Er það fyrir ofan hótelið ? Fór svo í Ingólfsfjörð, en þar var ég á svona fjölskyldu - smá móti. Vona að þú hafir skemmt þér vel á Ketilási, kom þar líka í sumar. Þekki píanóleikara Storma og veit hann hefur rokkað ! kv. Dagbjört

Dagbjört (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:32

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Dagbjört sæl. Ég á gula húsið uppi á holtinu. Það er með gulum litlum skúr við hliðina og vegg sem nær þar á milli. Bárujárnsklætt hús. Gott að þú sást aðeins í myndirnar og þetta eru skarfar á myndinni sem þú sást alveg rétt hjá þér. Hef gert þetta síðan 2007. Er alltaf að læra meira og meira og er alveg forfallin í þessu (með hléum).

Já Jósep er flottur á hljómborðinu og Stormar slógu rækilega í gegn á Ketilásnum.

Stuð, sjáumst. :-)

Vilborg Traustadóttir, 28.7.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband