Okkur kemur þetta við það á ekki að leyna okkur því ef Ríkisstjórnin er ekki samstíga í mikilvægum málum.

 DAUÐALEIT AÐ RÁÐHERRA

Þriðjudagur 4. nóvember 2008 kl 11:19

Höfundur: ritstjorn@dv.is

 

Dauðaleit stendur nú yfir að þeim ráðherra sem lak því í Fréttablaðið að bókuð hafi verið á ríkisstjórnarfundi andstaða við Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Víst þykir að einhver af ráðherrum Samfylkingar standi að lekanum.

Rifjast þá upp að Fréttablaðið skúbbaði því einnig að Davíð lagði til þjóðstjórn á ríkisstjórnarfundi á sínum tíma. Talið var að á þeim tíma hafi seðlabankastjórinn verið á því að hann yrði kallaður inn á völlinn til að stjórna. En það er í dag útilokað vegna almennrar andstöðu þjóðarinnar við gamla leiðtogann.


Pólitísk bankaráð....(banaráð)

Aftur til fortíðar!

Ég vil að bankaráð verði skipuð fagfólki sem kann að byggja upp fjármálakerfi. Kann til verka við að velja fólk til starfa.  Fólk sem kann að byggja upp viðskiptasambönd og kann að vinna vinnuna sína.

Ég vil skipta bankakerfinu upp og hafa fjármögnunarbankana sér þannig að áhætta sparifjáreigenda sé engin.  Sparifé á ekki að vera vogunarsjóður!

Hins vegar virðist mér sem pólitíkusar ætli sér ekki að gera það.  Þeir ætla að sigla inn í gamla kefið sem var fyrir einkavæðingu bankanna.  Með tilheytrandi innflutningshöftum og skömmtun á gjaldeyri.

Kannski er þeim vorkunn miðað við hvernig við sækjum öll styrk í gömlu gildin okkar?

Það er ekki þar með sagt að það gangi til langs tíma og því verða pólitískir umboðsmenn okkar að hafa augun opin fyrir því sem við viljum. 

Ríkið það er ég! 


mbl.is Bankamenn fá ekki sérmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sigla beitivind

Það er í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu sem við leitum til baka í þjóðareinkennin.  Gamlir siðir, matarvenjur og orðtæki veita okkur ómælt öryggi.

Við förum í öll gömlu gildin okkar.  Við borðum þjóðlegan mat.  Eldum kjötsúpu, saltkjör og baunir, svið og við tökum slátur. 

Við sjóðum ýsu (jafnvel þverskorna), búum til fiskibollur og bökum brauð. 

Ekki endilega vegna þess  að þessi matur sé svo ódýr heldur miklu frekar vegna þess að hann veitir okkur öryggi.

Við tökum fram prjónana og prjónum peysur, við saumum og við búum til hluti sem við keyptum áður. Það veitir hugarró að vera virkur í því að "búa í haginn" fyrir sig og sína. 

Við tókum eftir því að stjórnmálamenn notuðu óspart líkingamál þegar hið alvarlega efnahagsástand var kynnt fyrir þjóðinni, og gera enn.

Við erum "í miðjum brimskaflinu" við erum vön því að "gefi á bátinn" við "stöndum af okkur storminn" við verðum að "stíga ölduna" í þessum mikla "mótbyr" og "rifa seglin", sem sagt "halda sjó". 

Mitt uppáhaldsorðtæki er að "sigla beitivind".  Það er að "í mótbyr" eða þegar á móti blæs þá er seglunum beitt þannig upp í vindinn að skútan siglir ótrauð áfram. Þótt hún fari kannski ekki eins hratt og ef um "beggja skauta byr" væri að ræða þá heldur hún siglingunni áfram.  Oft er hægt að ná býsna góðri siglingu með því að "sigla beitivind".

Það er nauðsynlegt í þessari "holskeflu" sem nú hellist yfirr okkur að sjá "sóknarfæri" og þá er skynsamlegt að "beita seglum eftir vindi". 

Sigling júní 2007 039

 


Ríkið það er ég

Ég vil að það fólk sem valið er af kostgæfni til trúnaðarstarfa fyrir mig sé hafið yfir allan vafa!

Af DV.is 

 

ÖRLÖG BIRNU Í HÖNDUM NÝRRAR STJÓRNAR

Situr enn sem bankastjóri Glitnis þrátt fyrir að kaupum hennar á hlutabréfum hafi verið stungið undir stól.

Situr enn sem bankastjóri Glitnis þrátt fyrir að kaupum hennar á hlutabréfum hafi verið stungið undir stól.

Mánudagur 3. nóvember 2008 kl 19:28

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

 

 

Staða Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, er almennt talin sú að hún verði að víkja úr starfi sínu. Örlög hennar munu ráðast þegar ný stjórn verður kosin yfir bankann í vikunni. Birna keypti bréf í Glitni í mars á seinasta ári fyrir 184 milljónir króna. Við fall bankans virtist sem viðskiptin hafi verið afmáð og hefur Birna sagt að hún sé laus allra mála. Þá sagðist hún hafa framselt bréfin til einkahlutafélags síns en þau viðskipti hafa aldrei verið tilkynnt. Kaup hennar á bréfunum voru skráð í Kauphöll Íslands en þeim var aldrei aflýst. Vilhjálmur Bjarnason lýsti málinu sem álíka tæknilegum mistökum og þjófnaður Árna Johnsen.
Birna sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hún kvaðst hafa óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það skoðaði umrædd viðskipti.



    FME sver af sér....

    Þetta mál vil ég fá algerlega á hreint og upp á borðið svo allir sjái.  Það er furðulegt ef það á að halda í einhverja einstaklinga sem hafa ekki fjármálavit inni í bönkunum á meðan aðrir eru látnir fara fyrir engar sakir.

    Yfirmaður áhættustýringar hjá öðrum banka var rekinn þegar hann vildi breyta áherslum og neitaði fyrr í sumar að taka ábyrgð á stefnu bankans í þeim efnum. 

    Ég tel að nær hefði verið fyrir nýju ríkisbankana að leita uppi það fólk sem þannig var horfið úr bankaumhverfinu heldur en halda í áhættufíklana.

    Ég vil hafa áhrif á það hvernig ríkisfyrirtæki eru rekin og hvaða fólk við veljum til að gæta hagsmuna okkar.

    Það er ekki einkamál spilltra peningamanna og pólitíkusa  sem eru algerlega orðnir samdauna því umhverfi sem þeir hafa lifað og hrærst í undanfarið.

    Ég vil moka burtu því fólki sem hefur tekið vitlausar ákvarðanir og ná í hina sem hafa annað hvort verið látnir fara fyrir að vilja ekki taka þátt í geiminu eða hina sem eru alveg ferskir og/eða nýútskrifaðir! 

    Einnig vil ég endurskoða uppsagnir bankanna sem eru til skammar hvað það varðar að segja upp fólki sem er u.þ.b. að komast á eftirlaunaaldur. 

    RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG! 


    mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Landráð?

    Enn harðnar á dalnum.  

    Mér líst ekki á að við höfum veturinn af án þess að upp úr sjóði, einhvers staðar!

    Svo er þetta sama fólk hvítþvegið og sett aftur í stólana sína og m.a.s. hækkað í tign sumt hvert!

     

    Þ.e.a.s. þeir sem eru "þóknanlegir" stjórnvöldum. 

     

     

     


    mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Stóri bróðir....

    Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.  Norðmenn ætla að lána okkur fjóra norska milljarða.

    Norðmenn taka einnig að sér að miðla málum við breta......ef vill. 

    Ekki ónýtt það.  Við höfum alveg nóg að gera þó við séum ekki að rífast við breta líka.  Látum bara norðmenn um það. 


    mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Við vitum þetta

    Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið á láni) og það voru allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili.

    Allar skuldir voru hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar.

    Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!!

    Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram....

    þetta er hámark spilingarinnar.

     --

    Á sama tíma og þetta er gert er heiðarlegu fólki sagt upp hjá bönkunum.

    Ég spyr átti ekki að byrja með hreint borð? 

    Ég spyr einnig HVAR ER ÞETTA HREINA BORÐ? 


    Þá vitum við það

    Þetta er nokkurn veginn það sem við erum búin að vera reið yfir frá því að bankahrunið átti sér stað .  

    Það er ekki hægt að álasa sjálfum sér fyrir að trúa á ævintýrið þegar stjórnvöld með þau stjórntæki sem þau hafa stoppuðu þetta ekki.

    Margir íslendingar þar á meðal ég höfum verið að argast út í okkur sjálf fyrir að hvað?

    Hvað hefðum við getað gert?

    Nú sitjum við öll í súpunni á sama hátt og við sveifluðumst með í hinu falska góðæri í boði bankanna, einkum  Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og auðvitað sjálfrar Ríkisstjórnarinnar.

    Veislustjórinn var forseti lýðveldisins! 

    Allir saman. 

    Mestir og bestir í bruðlinu voru þó eftirlitsmennirnir okkar sem fengu greidd laun fyrir að þegja þunnu hljóði. 

    Kannski hefðum við átt að hlusta á þögnina? 

     


    mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Upp úr skuldasúpu-þetta er ekki hlustað á af stjórnmálamönnum! WHY?


    Gylfi Zoega og Jón Daníelsson - Mbl. 27. okt. 2008

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband