Jákvætt

Við verðum að vera jákvæð á eitthvað.  Ég vona að það sé hægt í þessu tilfelli.  Ég get ekki enn verið jákvæð á Fjármálaeftirlitið eða Seðlabankann né heldur einstaklinga í ríkisstjórn eða á þingi.  Reyndar er öll ríkisstjórnin búin að fá falleinkun hjá mér þó svo að ég sjái ekki hvað ætti að koma í staðin nema þá utanþingsstjórn.

Þarna er Björgólfur yngri á ferðinni og þegar það er haft í huga að hann fjárfestiu aðallega erlendis tel ég að það megi hrósa honum fyrir að stíga nú þetta skref.

Hvað sem verður þá er þetta viðleitni sem vekur von meðal þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn beinir kröftum sínum að.

Það ber að virða. 

 


mbl.is Straumur stofnar fjárfestingarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurport - auglýsing

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri

Gróf misnotkun á almannafé

Auðvitað vitum við þetta.  Þeir fóru í lífeyrissparnaðinn líka.  Líufeyrissjóði bankanna.

Ég skil ekki hvernig menn sem bera höfuðábyrgð á málinu telja sér sætt?

Nýskipuð nefnd um rannsókn á hruni bankanna þarf að taka hressilega til hendinni og ekkert múður!

 


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarpi um rannsóknina dreift

Bankaleyndin er felld burt þegar kemur að þessari rannsókn og er það vel.

Það væri gersamlega ólíðandi að menn gætu skákað í skjóli bankaleyndar í þessu máli eins og búið er að hafa þjóðina að fífli.

Takk fyrir góðan fund í Háskólabíó.

Hlutirnir eru að gerast á stjarnfræðilegum hraða eftir fundinn! 

Nú er bara að lesa sig í gegn um frumvarpið, svona á að vinna.  

Upplýsingar takk! 


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir þetta?

Við skulum vona að þetta þýði réttlæti.  Tortryggiun þjóð hefur þörf fyrir að fá allar staðreyndir málsins upp á borðið.

Hversu óþægilegar sem þær eru.

Þó er hætt við að án aðkomu erlendra sérfræðinga takist það ekki.

Því er nauðsynlegt að sérfræðingur eða sérfræðingar á þessu sviði verði tilnefndir og kallaðir til starfa.

 


mbl.is Víðtækar rannsóknarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurport

Ég tók að mér að sjá um að koma á smá kynningu og/eða samböndum milli aðila í meðfylgjandi máli.
Margréti Traustadóttur er að fara af stað með risastórt verkefni sem er Norðurport (hið norðlenska kolaport) á Akureyri.
Markaðurinn opnar laugardaginn 6. desember kl 11.00 að Dalbraut 1. Akureyri.  
Ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir svona starfsemi þá er það nú. Pantanir teknar niður í síma 461 1295 milli klukkan 09.00-12.00 og eftir kl 18.00 vinsamlegast pantið sölubása sem fyrst.
Margrét hugsar þetta mikið sem vettvang fyrir fólk að koma saman jafnframt því að gera góð kaup.
Hún leggur sál sína í verkefnið og hyggst brydda upp á ýmsum uppákomum og jafnvel hafa sérstaka daga tengda vissum svæðum á landinu (einkum á norðurlandi) þar sem færi gefst á að kynna menningu og listir viðkomandi svæðis samhliða matvöru og öðru sem verið er að bardúsa hverju sinni.Tilvalið fyrir félagsamtök, pláss fyrir kynningar á starfsemi leikfélaga og kóra svo eitthvað sé nefnt, einnig er handverksfólk á Norðurlandi boðið sérstaklega velkomið.

Svona starfsemi getur hæglega undið upp á sig á alla kanta og það skiptir miklu máli að fara vel af stað. 
Símanúmer Margrétar er 461 1295 en hún er einnig með e-mail margr.tr@simnet.is  
 
 
Margrét Traustadóttir er framkvæmdastjóri Norðurports en undirrituð Vilborg Traustadóttir er upplýsingafulltrúi þess.

Verðtrygging?

Ég fékk ekki botn í svör ráðamanna varðandi verðtryggingu íbúðalána!

Rökleysa í besta falli en sennilega bara lygi.

Krafan um afsögn fleiri og fleiri aðila eykst.  Þeir sem ljúga eiga að segja af sér.

Gamalt kínverskt máltæki segir "það er enginn svo minnugur að hann geti logið sér til gagns"!

 

 

 

 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur skógarköttur

Ég fylgdist með borgarafundinum í sjónvarpinu.  Ég held að það hafi verið gott fyrir ríkisstjórnina að stíga út úr fílabeinsturninum og komast í beint samband við fólið í landinu.

Þann hluta ríkisstjórnarinnar sem mætti.

Ég hefði þó viljað að fundurinn tæki fastar á afsögnum þeirra sem bera ábyrgð á eftirliti og fjármálahneykslinu í heild sinni.

Lágmark að fjármálaeftirlitið, Seðlabankastjórnin, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra segi af sér og þótt fyrr hefði verið.

Ef þeir ekki gera það þá teygir krafan um afsögn sig ofar og til þeirra sem bera ábyrgð á þeim.

Ég er alltaf að segja þetta.Pinch

 --

Margrét Pétursdóttir verkakona var ansi skelegg og tók líkingu um hroka Davíðs Oddssonar að hann hefði ekki svarað fréttamanni í sjónvarpsviðtali nýverið heldur beygt sig niður og strokið þess í stað norskum skógarketti sem strauk sér við fætur hans.  En svo væri annar norskur skógarköttur sem sæti í fanginu á honum og malaði sagði hún og horfði á Geir H. Haarde!

 


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur er mannlegur

Gott hjá Össuri að láta sér hvergi bregða.  Það er mannlegt.  

Hvernig hefði staðan orðið ef Björn Bjarnason hefði verið í ræðustól?

GAS GAS GAS? 


mbl.is Stöðva þurfti þingfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir verst máttleysislega, sínu máli tölurnar tala

Jón Ásgeir Jóhannesson varðist mjög máttleysislega í sjónvarpinu nýlega þegar hann sór af sér að hafa stofnað hlutafélag sem í dag kallast Stím en var FS37!

Nú er það svo að hægt er að kaupa hlutafélög af KPMG fyrir hundrað þúsund kall sem þegar hafa verið stofnuð og því laug hann ekki í þeim efnum.

Það hafa þeir gert og fengið menn til að gera.

Trillukarl á vestfjörðum var gerður út til verksins.  Fékk lán hjá Glitni upp á 20 milljarða 

Hlutafélagið sem þá hét FS37 keypti síðan það litla magn af bréfum í FL Group sem var í umferð og að auki hlut í Glitni í þeim sama tilgangi sem var að halda uppi gengi á fallandi bréfum í Glitni.

Tölurnar segja sitt en í 7. sæti meðal stærstu hluthafar í FL Group 15.11. 2007  var Glitnir banki með 3,6% en skyndilega þann 22.11.2007 var í stað Glitnis banka komið FS37 ehf með 4,1% í 7. sætinu.

Lánið fékk trillukarlinn Jakob Valgeir Flosason  án þess að leggja nokkur veð á móti. 

Hvað veldur?

Svo er enginn ábyrgur en menn vaða áfram í peningunum okkar!

Trillukarlinn veiðir bara áfram eins og ekkert sé.  Gengur laus!

Nánar um þetta í sunnudagsblaði mbl. 


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband