Norskur skógarköttur

Ég fylgdist með borgarafundinum í sjónvarpinu.  Ég held að það hafi verið gott fyrir ríkisstjórnina að stíga út úr fílabeinsturninum og komast í beint samband við fólið í landinu.

Þann hluta ríkisstjórnarinnar sem mætti.

Ég hefði þó viljað að fundurinn tæki fastar á afsögnum þeirra sem bera ábyrgð á eftirliti og fjármálahneykslinu í heild sinni.

Lágmark að fjármálaeftirlitið, Seðlabankastjórnin, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra segi af sér og þótt fyrr hefði verið.

Ef þeir ekki gera það þá teygir krafan um afsögn sig ofar og til þeirra sem bera ábyrgð á þeim.

Ég er alltaf að segja þetta.Pinch

 --

Margrét Pétursdóttir verkakona var ansi skelegg og tók líkingu um hroka Davíðs Oddssonar að hann hefði ekki svarað fréttamanni í sjónvarpsviðtali nýverið heldur beygt sig niður og strokið þess í stað norskum skógarketti sem strauk sér við fætur hans.  En svo væri annar norskur skógarköttur sem sæti í fanginu á honum og malaði sagði hún og horfði á Geir H. Haarde!

 


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Margrét var skelegg en miokið var nú Geir eitthvað "down"

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband