sun. 30.11.2008
Ný bloggvinkona olofdebont
Ný bloggvinkona Ólöf de Bont hefur bæst í hópinn. Við Ólöf vorum saman í Gospelsystrum um tíma.
Ólöf er góð söngkona, vinkona og umfram allt góð manneskja.
Velkomin í hópinn Ólöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 30.11.2008
Munnræpa í stað þagnarbindindis?
Fólk er að skoða möguleikanan á tengingu við dollara eða einhliða upptökuevru sem myndi sennilega fá ýmsa innan Evrópusambandsins til að lyfta brúnum. Þriðji möguleikinn gæti verið gjaldeyrissamvinna. Þetta eru allt spurningar sem eftir á að svara.
Þetta segir Geir H. Haarde við Reuters! Ekki við okkur!
Stafsetningarvillan þar sem orðin upptökuevru er í einu orði er mbl.is, sömuleiðis möguleikanan.
Ekki það að ég sé svo góð í þessu en púkinn fann þetta strax.
![]() |
Allt opið í gjaldeyrismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 29.11.2008
Ég veit ekki hvað mig mun vanta......
Það er hafin skömmtun á vörum í verslunum. Office One skammtaði bleksprautuhylki fyrir prentara í dag. Hver viðskiptavinur mátti bara kaupa eitt stykki.
Ég hef verið óróleg undanfarið vegna yfirvofandi hættu á skömmtunum.
Það er bara verst að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað nákvæmlega mig mun sárlega vanta á næstu mánuðum eða á hverju kemur til með að verða skortur á?
Ef ég vissi það færi ég strax út í búð að kaupa það.
Ég er alla vegana búin að gera slátur......
Pepsi-deildin | Breytt 30.11.2008 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 29.11.2008
Ræða Illuga mögnuð
Ræða Illuga Jökulssonar sem hann flutti á Austurvelli í dag er mögnuð.
Hana er að finna á eftirfarandi slóð.
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/
lau. 29.11.2008
Er til of mikils mælst að sýna auðmýkt og smá iðrun?
Ég skil ekki hve gersamlega þversum menn geta verið í því að sýna auðmýkt.
Það er enginn fullkominn og mönnum verður á.
Það myndi strax laga ástandið ef einhver segði af sér vegna þeirra gífurlegu glappaskota sem gerð hafa verið.
T.d. yfirmenn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.
Er það ekki?
![]() |
Útifundur á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 28.11.2008
Ástandið er grafalvarlegt
Sífellt fleiri fyrirtæki loka eða fara á höfuðið. Sífellt fleiri missa vinnuna. Á hverjum degi heyri ég um fyrirtæki og verslanir sem er búið að loka eða munu hætta um áramótin.
Allt verslunar og skrifstofuhúsnæðið sem byggt var út í eitt mun standa autt innan ekki svo langs tíma.
Samdráttur á öllum sviðum, tekjur einstaklinga, fyrirtækja og stofnana hætta að standa undir rekstri.
Skatttekjur muni dragast verulega saman og ríki og sveitarfélög munu finna fyrir því.
Við munum finna fyrir því.
Framhaldið er óráðin gáta því óvissuþættir eru margir.
Sama fólkið og taldi okkur trú um að allt væri í himnalagi fram á síðasta dag er að rembast við að telja okkur trú um að þessar aðgerðir eða hinar séu tímabundnar.
Að stökk 30 ár aftur í tímann sé raunhæft.
Að það væri ábyrgðarleysi af þeim að segja af sér nú.
Er það svo?
Er hægt að byggja upp samfélag á rústum þess gamla með sama skipstjórann og sigldi í strand blindfullur?
Með sama stýrimann og kíkti yfir öxlina á honum blindfullur líka?
Með sömu áhöfn sem lætur sem hún sjái ekki fylleríið?
Eigum við að trúa því?
Sömu sögu er að segja um stjórnendur bankanna.
Á þá lögreglan að segja við blindfulla bílstjórann að hann megi aka heim Miklubrautina seinni part föstudags en síðan verði kosið um hvort hann missi prófið?
Eftir einhver ár?
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 28.11.2008
Hvað um jólakveðjurnar?
Hvað verður um jólakveðjurnar?
Spyr sá sem ekki veit!!!!
RUV fær greitt fyrir þær.
![]() |
RÚV af auglýsingamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 28.11.2008
Magga systir sagði mér að taka þetta til mín.....
....ég geri það bara!
Glaðværðin á rætur í hjarta
þínu og breiðist þaðan út.
Verð á fullu í dag en læt þjóðmálin til mín taka fyrr en varir!
Hafið það gott í dag og alla daga.
fim. 27.11.2008
Héldum að tími hafta væri allur!
Og við sem héldum að tími gjaldeyrishaftanna væri liðinn og við sem héldum að við myndum ekki aftur upplifa hann.
Þetta er sagt tímabundið í tvö ár og er alveg réttlætanlegt þegar almannahagur á Íslandi er í húfi.
Þetta er þó ekki freistandi eða aðlaðandi fyrir einn eða neinn.
Kannski er það meiningin!
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.11.2008 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 27.11.2008
Spakmæli
Guð lítur oft öðrum augum á
lífið en við. Fyrir honum er stolt
veikleiki en auðmýkt styrkur.
Ég sá þetta á síðunni hjá Möggu systir og finnst þetta svo gott að ég "stel" því hér með yfir á mína.
Margir læra þetta í lífsins skóla og það getur verið býsna erfitt.
Nelson Mandela svaraði þessu til og það kemur fram í ævisögu hans. Þegar hann var spurður hver væri hans mesti styrkur svaraði hann "Það er auðmýktin".
Hafið það gott í dag, ég er að fara á vinkonufund.