mán. 8.12.2008
Ofurlaun
Ég tek undir með Ástu. Laun forystumanna í verkalýðshreyfingunni eru orðin of langt frá skjólstæðingum þeirra.
Óskar Garibalda, frægur verkalýðsfrömuður og formaður verkalýðsfélsgsins Vöku á Siglufirði á mjög róstusömum og erfiðum tímum tók aldrei hærri laun en lægstu verkamannataxtar hljóðuðu upp á.
Hann naut virðingar, var ötull foringi og skilaði gríðarlega mikilvægu og óeigingjörnu starfi í þágu vinnandi stétta.
Hann var óumdeildur.
--
Forsvarsmenn verkalýðsins í dag eru mjög hjáróma, hafa verið sitjandi í boði auðmanna hér og þar, á ofurlaunum sjálfir, haldandi á lofti nauðsyn verðtryggingar!
![]() |
Hiti í fólki í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 8.12.2008
STJÖRNUSPÁ

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 8.12.2008
Ekki í "náðinni" hjá vanhæfum....
Það er vægt til orða tekið að segja að bílstjórar séu ekki í náðinni hjá stjórnvöldum.
Stjórnvöldum sem æfðu sig í að gasa þá þegar bílstjórarnir voru í kaffipásu hér fyrir ofan bæinn.
Hvernig komið var fram við þá og almenning er til háborinnar skammar.
Nú eiga stjórnvöld kost á að bæta fyrir handvömmina og koma til aðstoðar þeim mönnum sem eiga í vandræðum með að borga af bílum sínum eftir bankahrunið.
--
Auðvitað var pirrandi hvernig þeir lokuðu umferðargötum, ég stóð mig að því að beygja í aðra átt ef ég sá stórum vörubíl bregða fyrir í umferðinni.
En að fara fram með slíku offorsi ja eigum við að sega með slíkum fasisma og gert var er engu lagi líkt á litla Íslandi.
Burt með þá menn sem ráða ekki við stöðuna öðru vísi en umvafðir lífvörðum og sérsveitum lögreglumanna.
Þeir eru okkur of dýrir í rekstri.
Þeir eru vanhæfir í mannlegum samskiptum.
![]() |
Mótmæla innheimtuaðferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 7.12.2008
Sick
Það er sick ef Seðlabankastjóri getur ekki setið í neyðarráði vegna hruns bankanna. Það er sick að Seðlabakastjóri hafi ekki séð ástæðu til að segja af sér.
Það er alveg nákvæmlega sama hvort hann telur sjálfur að hann beri ábyrgð.
Starf hans fóls m.a. aðallega í því að hjálpa bönkunum og hann taldi sig að eigin sögn í viðtali löngu fyrir hrunið að Seðlabankinn byggi yfir "vopnum" til að fyrirbyggja að svo færi sem fór.
Fyrst hann notaði ekki þau vopn á hann að víkja.
Það er öllum nákvæmlega sama um hans persónulega álit á sjálfum sér.
Ábyrgðin er hans og Fjármálaeftirlitsins.
Við þetta bætist svo vantraust samflokks í Ríkisstjórn og Davíð Oddssyni ber að víkja frekar en að sprengja Ríkisstjórnina.
Hann gerir engum greiða og allra síst sjálfum sér með að sitja sem fastast þvert á alla skynsemi.
Þvert á vilja þjóðarinnar.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 7.12.2008
Skreytt hátt og lágt
Við skreyttum vel og vandlega með tveimur ömmu og afastrákum í dag, söknuðum hinna tveggja.
Það er miklu skemmtilegra að skreyta þegar sérfræðingar í jólum og jólasveinum eru með til halds og trausts.
Eigið sem bestan dag.
lau. 6.12.2008
Fækkar mótmælendum?
Aðeins 1000 manns mættu á mótmælafund í dag. Hvernig er það erum við að verða sátt við ástandið?
Erum við kannski í jólaundirbúningi?
Hvar eru verkalýðsfélöghin?
Hörður Torfason stendur einn fyrir mótmælafundum.
Ég var í aðventuboði og hef reyndar aðeins einu sinni farið á mótmælafund.
Hjarta mitt mótmælir þó kröftuglega.
Burt með hálfkák, hálfsannleik og ábyrgðarfælni.
(Lesist aðgerðarleysi, lygar og eiginhagsmunagæsla).
![]() |
Ábyrgðin er ekki okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 6.12.2008
Aðventukaffi og ömmustrákar
Ég fór í aðventukaffi í dag til mágkonu minnar.
Það var mjög gaman að hitta fjölskylduna.
Tveir af fjórum mögulegum ömmu og afastrákum gista hér í nótt.
Afi þeirra sem var að koma frá Stokkhólmi keypti úr handa þeim og þeir fylgjast vel með tímanum núna og segja okkur að það sé komin háttatími eftir að hafa horft gaumgæfilega á klukkurnar sínar.
Horfðu á Latabæ á Stöð 2 áðan og eru núna að leika sér aðeins fyrir svefninn.
Það er virkilega gaman að þessu.
Flottir strákar.
fös. 5.12.2008
Klúðrarar
Ég er eiginlega undrandi á því að það séu ekki meira en 8% sem vilja nýjan flokk.
Eins og þessir flokkar hafa klúðrað málum rækilega frá a-ö þá myndi ég engum þeirra treysta næstu árin.
Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnanna á milli í eyðileggingareldi Davíðs Oddssonar.
Samfylkingin hefur ekki burði til að taka af skarið í einu eða neinu.
Vinstri græn frýjuðu sig fyrirfram allri ábyrgri afstöðu til stjórnarmyndunar eftir síðustu kosningar og hafa síðan nánast ekkert látið til sín taka nema að vera á móti öllu fyrirfram og eftirá.
Framsóknarflokkurinn er að liðast sundur innan frá með reglulegum fílu-bombum!
Frjálslyndir hafa ekki borið gæfu til að halda uppi aga innan sinna raða og láta framapotara og menn sem lítið erindi hafa í þágu almennings valta yfir sig sbr. Jón Magnússon.
Nei því segi ég það nýr þverpólitískur flokkur sem hneigist að jafnaðarmiðaðri frjálshyggju með ströngu eftirliti er það sem okkur vantar í dag.
Flokkur þar sem maður eins og Jón Baldvin Hannibalsson gæti nýtt krafta sína og gríðarlega reynslu ásamt auðvitað fjölda annarra einstaklinga sem nú spretta fram og vilja láta til sín taka.
Nú er lag.
![]() |
Vilja nýja stjórnmálaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 4.12.2008
Það skiptir litlu hvað var sagt
Það er enn meiri ástæða fyrir Davíð Oddsson að segja af sér hafi ekki verið hlustað á hann.
Hefði hann verið svona viss í sinni sök eins og hann heldur fram átti hann auðvitað að standa og falla með þessum upplýsingum sem honum tókst berlega ekki að koma til skila.
Nú eru uppi áhöld um hvað var sagt og hvað ekki.
Er ekki rannsókn í gangi?
Við höfum enga þörf fyrir réttlætingar Davíðs Oddssonar núna, hann á bara að víkja.
Punktur.
![]() |
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 4.12.2008
Fagnaðarefni
Þetta er fagnaðarefni fyrir þjóðina. Það eru komnar hreinar líínur í ástandið í Seðlbankanum.
Ég vil miklu frekar hafa Davíð Oddsson í pólitík heldur en sem Seðlabankastjóra.
Í pólitík hefur fólk val um að segja af eða á.
Davíð Oddsson er hvort eð er á kafi í pólitík, gat aldrei sleppt og því á hann að halda sig þar sem hann kann til verka.
Ég vona að Geir H. Haarde sé ekki svo hræddur við Davíð að það sé þess vegna sem hann þorir ekki að hrófla við stjórn Seðlabankans.
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |