þri. 30.12.2008
Handvömm
Fólkið á rústunum hefur sannarlega samið af þjóðinni í þessu máli. Þarna á ég við villuráfandi ríkisstjórn í sjokki eftir stórslys.
Hvers vegna í ósköpunum eigum við að leggja þetta á börnin okkar og barnabörnin?
Allt sem hægt var að gera vitlaust var gert í þessum málum.
Okkar megin var fum og fát og engin markviss vinna eða plan B í gangi.
Hvers vegna gerði ríkisstjórnin ekki áætlun um hvað ætti að gera ef illa færi í þessum efnum áður en hrunið varð.
Við sitjum uppi með afleiðingarnar.
Sem eru okkur ansi dýrkeyptar.
![]() |
Togast á um Icesave-kjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 28.12.2008
Eigum við að borga þeim laun yfir höfuð?
![]() |
Laun ráðamanna lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 28.12.2008
Yfirhylmingar?
Ég spyr þeirrar spurningar eins og fleiri hafa gert hér á blogginu.
Hvað var Fjármálaeftirlitið að gera ef það þarf utanaðkomandi ábendingar til að upplýsa þetta?
Eru yfirhylmungar í gangi af hálfu stjórnvalda?
Mig vantar svör.
![]() |
Rannsaka millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 27.12.2008
Ömmustrákar
Ég á fína ömmustráka. Fjóra talsins. Mikið erum við rík sem njótum barnaláns!
Tveir þeirra komu til ömmu í dag. Synir sjóarans okkar sem er að vísu í fríi núna yfir hátíðarnar. Hann og konan hans hafa slitið samvistum og því er skiljanlega óöryggi í litlum drengjum og þeir finna öryggið hjá ömmu og afa.
Ég var með þeim hér heima hjá okkur og þeir hönnuðu sverð úr pappír. Þegar við höfðum gert nokkur stakk ég upp á því að við færum út að berjast!
Þeir voru sko aldeilis til í það. Við skelltum okkur á róluvöllinn sem er hér rétt hjá og vorum mjög vígaleg þegar við geystumst þangað inn.
Ein lítil stúlka var á róló með pabba sínum (sennilega) en hún kippti sér ekkert upp við innrásarliðið enda létum við einungis ófriðlega innbyrðis. Eftir að amman hafði hnigið niður á bekk (þó ekki örend) hlupu guttarnir um og fundi fleiri vopn eins og trjágreinar sem voru umsvifalaust þjóðnýttar í þágu bardagans. Tröllasverð og tröllagaffall urðu niðurstaða þess fundar.
Síðan fórum við heim og borðuðum hafragraut og engjaþykkni áður en við brenndum disk fyrir þá til að hafa með sér heim. Það er uppáhaldslag þeirra sem þeir kalla berjamó-lagið en heitir Ísabella og er sungið af Láru Stefánsdóttur bloggvinkonu minni og skólasystur frá Laugum í Þingeyjasýslu. Örugglega samið af henni líka.
Takk Lára, þú ert sannkallaður gleðigjafi.
Þeir vildu bara þetta eina lag af diskinum á diskinn sinn og vildu hafa það 12x . Það voru sælir sveinar sem héldu heim með afa og ætluðu að skutlast og taka pabba sinn með smá rúnt áður en þeir færu heim til mömmu.
Þetta er erfið staða fyrir litla drengi og erfitt að skilja "vitleysuna" í fullorðna fólkinu.
Fólkinu sem þeir setja allt sitt traust á.
Vitur maður sagði einu sinni við mig þegar ég var að vandræðast með einn af strákunum okkar á Akureyri. "Þó fólk sé líkamlega best í stakk búið til að eignast börn um tvítugt þá er það andlaga best í stakk búið til að ala þau upp um fimmtugt!" Þarna er sannarlega misræmi af hálfu náttúrunnar og því verðugt íhugunarefni fyrir almættið.
Ég vil ekki um þetta dæma þó ég finni hjá sjálfri mér að ég er mikið þolinmóðari við ömmustrákana en ég var við mína stráka fyrir einhverjum x árum!
Verum góð hvert við annað, við eigum það skilið.
Kærleikurinn umber allt.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.12.2008 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 27.12.2008
Rústabjörgun
Íslensk stjórnvöld hafa verið ráfandi um á rústunum síðan bankarnir hrundu. Eigum við að segja síðan Íslensk stjórnvöld ýttu þeim fram af brúninni með aðgerðum/aðgerðaleysi sínu?
Þegar menn valda slysi sem þeir sjálfir og öll þeirra "fjölskylda" skaðast í eiga þeir að fá aðra til að byggja upp eftir slysið.
Það getur aldrei komið heim og saman að sama fólkið og olli slysinu vafri um á slysstað og reyni að dylja slóð sína.
Hamast við að fela hver gerði hvað eða hver gerði EKKI hvað?
Yfirklór og ómarkvissar aðgerðir stjórnvalda í kjölfar atburðanna bera vott um að þau eru í "losti" eftir stórslys.
Nýtt lið í brúna takk!
![]() |
Leita ráðgjafar vegna Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 26.12.2008
Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson
Ég sá hluta af þessum tónleikum á Stöð 2 í kvöld. Hreint yndisleg lögin og vel flutt hjá þeim sem ég sá.
Ég grét og ég hló með og margt rifjaðist upp frá fyrri tíð.
Það sem ég tók eftir var hve margir textarnir eiga vel við í dag. Hafa elst vel. Lögin standa alltaf fyrir sínu og sönginn hans Villa er erfitt að toppa.
Það ver enginn að reyna það og því var útkoma tónleikanna góð.
Þorvaldur Halldórsson frábær og hún Helena Eyjólfs. Jónsi, Stebbi Hilmars, Guðrún Gunnars, Eyfi, Diddú og Egill, Ragnheiður Gröndal, Bjöggi og auðvitað hann Eiríkur Fjalar. Öll fóru þau á kostum og aðrir sem ég sá ekki hafa vafalaut gert það líka.
Þessi texti og þetta lag á mjög vel við í dag á ljóshraða augnabliksins sem öll ætlum við að fanga á nóinu!
Helst í gær!
Tónlist | Breytt 27.12.2008 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 26.12.2008
Á skíðum skemmti ég mér....
Mikið var gaman að búa fyrir norðan og skella sér á skíði. Strákarnir okkar tóku þátt í Andrésar Andar leikunum og var gaman að vera með í því.
Eftir að við fluttum til Reykjavíkur fórum við stundum í Bláfjöll eða í Skálafell.
Við gömlu brýnin skelltum okkur gjarnan á gönguskíði meðan guttarnir renndu sér í brekkunum.
Svo var farið í kakó og samloku á eftir.
Síðast þegar ég fór á gönguskíðin fórum við hjónin hring í Laugardalnum. Þá var ég komin með meiri jafnvægistruflanir af völdum MS sjúkdómsins sem ég geng með.
Þegar maðurinn minn sagði "ert þú ekki þreytt að ganga svona á höndum" uppgötvaði ég að nú væri komið að því að leggja skíðin á hilluna. Stíf upp í háls með strengi og gangandi "a höndum" skjögraði ég heim og hef ekki farið á skíðin síðan. Það eru sennilega u.þ.b. tíu ár liðin.
Nú er ég að fara að drífa mig í jólaboð í Hnjúkaselið. Það verður gaman að hitta fjölskylduna og rabba saman yfir huggulegum mat.
Eigið góðan dag öll sömul.
![]() |
Opið í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 24.12.2008
Gleðileg jól
Gleðileg jól til ykkar allra sem kíkið hér við, bloggvinir sem aðrir vinir og dyggir lesendur síðunnar. Þakkir fyrir góða viðkynningu og óskir um gæfuríkt komandi ár okkur öllum til handa.
Kærleikurinn sigrar allt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 24.12.2008
STJÖRNUSPÁ

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 22.12.2008
Eigum friðsöm jól
Það er sorglegt að hugsa til barna og unglinga sem verða fyrir síendurteknu ofbeldi á heimilum sínum.
Því miður virðist vera meira um það en margur heldur. Ofbeldi í einni mynd leiðir af sér ofbeldi í annarri mynd.
Ofbeldi á einum einstakling getur leitt til ofbeldis af hálfu þess einstaklings gagnvart öðrum einstaklingi.
Keðjuverkun er alþekkt í umhverfi ofbeldisins.
Börn læra það sem fyrir þeim er haft.
Það verður að byrja einhvers staðar að rjúfa hringinn. Það er auðvelt nú til dags að óska eftir aðstoð fagaðila til að svo megi verða.
Þegar ákveðið mynstur er komið á hegðun innan fjölskyldna getur verið erfitt, jafnvel ógerlegt að rjúfa það mynstur án utanaðkomandi aðstoðar þeirra sem þekkja til sálgæslu. Að tala við prest getur verið góð byrjun á heilbrigðara heimilislífi. Prestar læra sálgæslu og geta annað hvort ráðlagt fólki sjálfir eða vísað fjölskyldum í áframhaldandi meðferð ef þurfa þykir.
Áfengi eða önnur vímuefni er oft í stærra hlutverki en okkur grunar sjálf í þessum efnum. Ef hegðun okkar er sveiflukennd eða ef við missum reglulegs stjórn á skapi okkar ættum við að láta það alveg eiga sig að drekka áfengi en leita okkur þess í stað ráðgjafar í sambandi við það hvaða leiðir eru í boði til að losa okkur við neysluna.
Það er engin skömm að því í nútíma samfélagi þar sem meðferð gegn áfengissýki er jafn góð og hún blessunarlega er á Íslandi.
Það er alltaf erfitt að taka skref í einhverja átt sem maður þekkir ekki en ég get lofað því að sé um vandamál innan fjölskyldna að ræða þá breytist margt ef við sleppum því að neyta alkahóls eða annarra vímuefna.
Þeir sem efast um hvort áfengissýki eigi við í þeirra tilfelli geta tekið einföld próf þar sem þeir svara spurningum um neyslu sína og þá kemur fram eftir það próf hvort viðkomandi er í áhættuhóp eða er alkahólisti. Slík sjálfspróf er t.d. að finna á heimasíðu SÁÁ.
http://saa.is/islenski-vefurinn/leidbeiningar/
Komi nú í ljós að um vandamál er að ræða samkvæmt þessum sjálfsprófum er ekkert að gera nema bretta upp ermar og takast á við vandann. Hægt er að fá ráðgjöf á göngudeild SÁÁ eða mæta á fund hjá AA samtökunum en þar er mikla reynslu og þekkingu á vandamálinu að finna. Svo er auðvitað er hægt að panta vist á sjúkrahúsinu Vogi.
Við eigum allt gott skilið.
Þeir sem okkur þykir vænst um eiga allt gott skilið.
Ég hvet alla til að eiga friðsöm jól og áramót.
Okkar er valið! Lang oftast!
Þegjum okkur ekki í hel.
![]() |
Börnin vitni að ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)