STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Þú þarft að hafa gætur á óþolinmæðinni og finna þér eitthvað smálegt til dundurs.
--
Ég hef ekki mikinn tíma fyrir bloggið núna en það er alltaf gaman að kíkja á störnuspána.
Eigið góðar stundir í jólastússinu.  Smile 

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú færð einhverjar meiriháttar fréttir sem lyfta þér upp í hæðir. Eins og tileinka hjarta þitt einni manneskju.
--
Alltaf gaman að kíkja á stjörnuspána!
Hlakka til dagsins ef þetta reynist rétt!
Alltaf gaman að fá góðar fréttir.
Meiriháttar fréttir. 

Hættur farinn!

Hvers lags er þetta?  Eru fyrrverandi starfsmenn bankanna víða að sjá um innri endurskoðun þeirra?

Hvernig samræmist það lögum?

Hvernig á þessi sami starfsmaður að verja sig ef eitthvað kemur upp sem áhöld eru um?

Það er gott hjá honum að hætta en ég er meira undrandi á að hann tók að sér starfið í upphafi?

Undrandi á stjórnendum bankans og þar með ríkisstjórninni að ráða hann í starfið?

Ég er ekki að segja þar með að þessi maður sé eitthvað óheiðarlegur en það samræmist ekki starfi endurskoðanda að hafa unnið fyrir stofnunina áður.

Endurskoðendur verða að vera hafnir yfir allan vafa!

Ríkisstjórnin virðist vera föst í einhvers konar spillingarpytti sem hún sér ekki upp úr!

Við viljum að það sé hreinsað algerlega til.  Við trúum ekki á kattarþvott ríkisstjórnarinnar.

Svo vill til að einstaka menn eins og Brynjólfur ranka við sér og fatta að þetta passar ekki.  Það er ekki ríkisstjórninni eða stjórnendum bankanna að þakka. 


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fésbókin áhyggjuefni sálfræðinga

Ég heyrði um daginn í fréttunum að sálfræðingar hafa áhyggjur af auknum hjónaskilnuðum vegna fésbókarinnar (facebook).

Ég held að spjallrásir á netinu og bloggið hafi nú ekki síður rutt brautina fyrir framhjáhald á netinu sem þróast út í nánari kynni.

Moggabloggið hefur sannanlega komist upp milli hjóna.

Ég kýs að nefna engin nöfn en ég tel að allir sem hafa haft opin augun og fylgst með sumum hér á Moggablogginu þurfi ekkert að vera að leita að fordæmum á Fésbókinni.

Þegar einstaklingar eru á annað borð óheiðarlegir í því sem þeir eru að gera og leitandi geta þeir notfært sér hvaða miðil sem er.

M.a.s. gamla góða símann, sms og hvernig var með ástarbréfin á snail-mail? 


Skref í áttina

Það er vissulega skref í áttina að málshöfðun á Bresk stjórnvöld að samþykkja þessi lög.

Ég er þó hrædd um að margar hindranir séu í veginum.

Það er tímafrekt og snúið að höfða mál vegna þessa en að sama skapi nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi leið í samskiptum vinaþjóða sé boðleg?

Hvort það sé eðlilegt að frysta eigur fjármálastofnunar á jafn viðkvæmum tíma fyrir efnahagskerfi heillar þjóðar?

Hvort um tækifærissinnaða ákvörðun í tilraun að auka eigin vinsældir heima fyrir  sé að ræða?

Hvort "okkar menn" voru búnir að haga sér þannig að Bretar sáu enga aðra leið?

Við viljum svör, sem réttust svör, þó þau verði óþægileg fyrir einhverja. 

 


mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að aflétta bankaleynd?

Björgvin G. Sigurðsson sagðist ekki selja bankann nema við fengjum umbeðnar upplýsingar um það hvað var verið að bauka í gagn um þennan banka!

Liggja þær upplýsingar fyrir nú?

Eða var Björgvin bara að plata?

Ef hann var að plata hvern var hann þá að plata?

Þjóðina eða Luxemburgarana? 


mbl.is Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegheit

Það eru bara rólegheit hér á bæ í dag.  Ég heimsótti foreldra mína og skutlaði pabba aðeins í búð.  Fór svo með vinkonu minni í smá leiðangur.  

Keypti jólamat fyrir kisu og svo eina jólagjöf.

Ég labbaði í gegn um í Blómval að sækja kisumatinn, það var stútfullt út úr dyrum þar.  Margir að kaupa jólatréð núna.  Maður sá í toppinn á trjánum út úr bílum hér og þar þegar þeir renndu úr hlaði verslunarinnar.

Okkar tré er komið út á svalir þó ekki sé það keypt í Blómaval heldur af Flugbjörgunarsveitinni.

Við ætlum svo að versla inn fyrir jólin í Krónunni á morgun og síðan að taka til og pakka jólagjöfum.  Því næst búum við til ís og eplaköku, sjóðum hangikjöt og undirbúum jólamatinn sem verður hamborgarhryggur.

Jólatréð verður svo sett upp fljótlega og skreytt í rólegheitunum á næstu dögum.

Hátíð í bæ! 

 

 


Jól og kreppa

Það er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar horfa fram á erfiða tíma.  Það er bara svo illalegt að horfa fram á þessa tíma eftir góðærið svokallaða.

Svo innilega illalegt að menn með fullu viti (að því maður hélt) hafi stefnt heilli þjóð í slíkan voðlegan hrunadans sem raun ber vitni.

Öll höfum við dansað með á einn eða annan hátt.  Eftir höfðinu dansa limirnir.

Í minni barnæsku var sannarlega erfið lífsbarátta.  Nýtni og útsjónarsemi foreldra minna sáu þó til þess að aldrei skorti neitt.

Við áttum alltaf nóg að borða og jólin blessuð voru haldin og það með glæsibrag.

Pabbi gekk yfir fjallið og sótti björgina og gjafirnar.  Sem voru ekki af verri endanum.

Dúkkur og dýrindis leikföng, bækur og allt mögulegt.  Á jólunum var þess sérstaklega gætt að allir fengju nóg að bíta og brenna og mamma stóð streitt við að undirbúa jólin með bakstri og tilheyrandi. 15-20 smákökusortir, lagtertur, rjómatertur, flatkökur og stundum laufabrauð þegar Halla á Dalabæ dreif okkur í það.

Borðin svignuðu undir kræsingunum.

Oft voru rjúpur á aðfangadag en ef þær fengust ekki var stundum lambahryggur og svo auðvitað hangikjöt á jóladag.

Pabbi gekk um húsið milli mála og trakteraði okkur á ávöxtum eða konfekti þar sem við vorum sitt í hverju horni að lesa jólabækurnar eða sýsla eitthvað annað. 

Ekki get ég þó sagt að við höfum verið rík í efnislegu tilliti en alltaf höfðum við nóg af öllu og alltaf var lífið gott og gjöfult.

-- 

Það gat verið notalegt að kúra sig niður í bólið á kvöldin og sofna út frá mali mömmu og pabba um það hvernig þau ætluðu að láta enda ná saman.

Það fylgdi því viss öryggiskennd að heyra hvernig þau unnu í málum og maður treysti því fullkomlega að þau stæðu sína plikt.

Sofnaði sæll og glaður vitandi að morgundagurinn yrði góður því öryggi okkar var tryggt hjá mömmu og pabba.

--

Ó aðeins ef þau sem nú stjórna Íslandi hefðu brot af peningaviti forvera okkar sem virkilega hafa þurft að hafa fyrir hlutunum.  Þá værum við kannski aðeins betur stödd.

Eitt er víst að við verðurm að sleppa öllum hroka og beita auðmýktinni, seiglunni og kærleikanum því annars er baráttan fyrirfram töpuð.

Og samhjálpinni! 

Ég vona að við eigum öll gleðileg jól og munum að faðma hvert annað aðeins þéttar þessi jólin. Smile 

 

 

 

 

 

 


Ráðherra segir af sér?

Hvernig má þetta vera?

Hefur Belgíski ráðherann ekki reynt Íslensku leiðina?

Að humma þetta fram af sér?

Hvaða hvaða??? 


mbl.is Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

P.S. Gleymdi fleirum sem eiga að fjúka....

Ég gleymdi að minnast á spillta ritstjórna sem haga fréttaflutningi eftir afli peninga.  Auðvitað eiga þeir að pakka saman og þótt fyrr hefði verið.

Reynir Traustason hafði svo sem ekki mikla tiltrú í samfélaginu fyrir en eftir að opinberað var hvernig hann hagar sinni ritstjórn og ritskoðar fréttir á hann ekkert traust eftir hjá almenningi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband