lau. 3.1.2009
Ekki jafn háar kröfur
Skólarnir hafa þegar slegið af kröfum sínum. Það er ekki jafn mikil áhersla lögð á frágang ritgerða o.s.frv.
Skilaboðin eru að ekki eigi að eyða pappír eða prentarableki að óþörfu þó eitthvað fari úrskeiðis í fyrstu prentun.
Svo mætti áfram telja.
Við hjónin styðjum 7 ára stúlku á Indlandi gegn um ABC. Jólakortið frá henni var teiknað á bláan karton pappír sem var greinilega dálítið velktur, kveðjan var hlý, myndin teiknuð af henni sjálfri og hún hafði notað blýant og rauðan lit.
Svo var handarfarið hennar aftan á kortinu greinilega gert með náttúrulit þar sem hendinni var dýft í litinn og síðan þrykkt á pappírinn.
Hugsunin á bak við falleg og það er það sem skiptir máli.
Ég rifjaði upp að heima á Sauðanesi þar sem ekki var hlaupið út í búð og auk þess ekki til ótakmarkaðir peningar til að kaupa pappír og liti, notuðum við ýmislegt til að teikna og skrifa á og með.
Pappírinn sem var vafin þversum utan um Þjóðviljann, karton úr sokkabuxum o.s.frv.
Erum við að hverfa aftur til slíkra tíma?
![]() |
Verða að spara í skólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 3.1.2009
Verður fjölmennt?
Það verður forvitnilegt að vita hvort það verður fjölmennt á morgun í vikulegum mótmælum.
Mín tilfinning er að svo verði. Einnig að um meiri hörku verði að ræða þó svo að sama skapi muni margir sleppa því að mæta af ótta við uppþot og slagsmál.
Það verður meiri viðbúnaður og táragasi verður fyrr beitt ef áflog hefjast.
Jafnvel áður en áflog hefjast.
![]() |
Mótmælt á Austurvelli á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 2.1.2009
Tætum og tryllum?
Það vekur í raun upp fleiri spurningar en það svarar hvernig forstjórar Kaupþings flykkjast nú frá störfum.
Er þetta trúverðugt?
Ég ætla ekki að tjá mig um þau mál frekar að sinni.
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Kristján hættir hjá Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 2.1.2009
Eðlilegt að kjósa til alþingis
Það er eðlilegt að kosið verði til alþingis samhliða kosningu um Evrópuaðild. Þá tekur þjóðin ákvörðun um hvort af aðildarumsókn verður og um leið hverjir eigi að framfylgja ákvörðun þjóðarinnar, hver sem hún verður.
Skýrara getur það varla orðið.
![]() |
Alþingiskosningar samhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 2.1.2009
Gullfiskaminni Íslendinga!
Það sannast enn og aftur að við Íslendingar höfum gullfiskaminni.
Ríkisstjórnin sem við kusum hefur siglt landi og þjóð upp á sker þar sem þarf víðtækar björgunaraðgerðir til að ná okkur á flot aftur.
Menn þvælast fyrir á strandstað sjálfum sér til skammar og öðrum til skapraunar og skaða.
Menn ljúga upp í opið geðið á okkur um stöðu mála og reyna að hvítþvo sjálfa sig með því.
Menn stunda yfirhylmingar og valdníðslu.
Menn sitja sem fastast þrátt fyrir augljós afglöp í starfi og það sannar sig að sú aðferð ríkisstjórnarinnar virkar.
Þeir þekkja sitt heimafólk!
![]() |
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 1.1.2009
STJÖRNUSPÁ



Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 1.1.2009
Nýárið fullt af fyrirheitum
Nýtt ár byrjar jafnan fullt af fyrirheitum. Við leggjum niður fyrir okkur hvað við viljum leggja áherslu á á árinu og hvernig við framkvæmum það.
Nýtt upphaf er á döfinni hjá okkar fjölskyldu eins og hjá svo mörgum öðrum.
Við hyggjumst verja meiri tíma í henni Djúpavík þar sem er gott að slaka á fjarri ys og þys borgarinnar. Þar er nóg við að vera og gaman að skella sér á sjó á litlum bát í góðu veðri eða sigla á skútu.
Báturinn Sigurpáll bíður einnig yfirhalningar en Geir og Hörður drifu síg í það í morgun að byrja að taka upp vél sem í hann mun fara. Gott upphaf að nýju athafnaári.
Við hyggjumst styðja vel við fjölskylduna okkar á árinu, aðallega með samveru sem er gulls ígildi. Vonandi tekst okkur að vera samvistum með börnum og barnabörnum í sumar og þá er freistandi að hugsa sér þá samveru að hluta til í Djúpavíkinni.
Allir sonarsynir okkar gistu hér í nótt og var mjög gaman að hafa þá. Annar sonur okkar var með sínum strákum. Stofunni var breytt í svefnsal með flatsæng og einnig nýttum við sófana sem góða svefnaðstöðu fyrir tvo gutta.
Ég kveikti á saltlampanum mínum og skapaði notalega stemningu fyrir þá.
Margir huga að aukinni hreyfingu um áramót og er ég þar engin undantekning,. Ég verð þó að sníða mér stakk eftir vexti í þeim efnum og helst hef ég hug á að halda áfram í rope-yoga sem mér finnst eiga vel við mig. Þó það sé talsvert erfitt fyrir mig finn ég að það skilar auknum styrk og betri líðan.
Þá er bara að drífa sig af stað í það.
Einnig verð ég að hefja nýtt ár á að berjast fyrir því að fá nýja lyfið við MS. Það var samþykkt í apríl eða maí að ég fengi það og átti að hafa samband við mig í haust. Það var ekki gert svo ég hringdi í Hauk Hjaltason sem sér um lyfjagjöfina f.h. Landspítala. Hann sagði að ekki væri komið að mér en sennilega væri ég þó komin fram fyrir biðröðina?
Ef svo er þá spyr ég hver eru þeir staddir sem eru í biðröðinni?
Þetta er svona það sem flýgur í gegn um hugann núna en margt annað er á döfinni eins og hippaball á Ketilásnum annað árið í röð, heimsóknir til vina og vandamanna og vonandi svalamálun norður á Akureyri eða einhvers staðar annars staðar með Möggu systir.
Eigið góðan dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 1.1.2009
Gleðilegt ár
Um leið og ég óska öllum vinum og vandamönnum, bloggvinum og öðrum sem líta hér við, gleðilegs árs og friðar set ég hér inn gullkorn úr bókinni "Gullkorn frá liðnum tímum", flett upp af handahófi og auðvitað kom eitthvað um listina.
"Hlutverk listarinnar er ekki að sýna ytra byrði
hlutanna heldur innri merkingu þeirra"
Aristóteles
Nokkuð til í því.
Ég bið þess að fallegt ljós lýsi í litlu hjörtun mín sem gista öll hjá ömmu og afa þessi áramót. Yndislegir drengir, skemmtilegir, fallegir og góðir.
Guð blessi þá og okkur öll.
Amen

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 31.12.2008
Langt yfir strikið
Mótmælendur hafa farið langt yfir strikið með þessum aðgerðum og ég frábið mér að verða nokkurn tíma bendluð við svona aðgerðir.
Þetta skemmir fyrir venjulegu friðsömu fólki sem vill tjá mótmæli sín.
Skemmdarvargar eiga ekki upp á pallborðið hjá mér og gera það að verkum að ég mun síður mæta til mótmæla eins og ég hafði hugsað mér.......
--
Þóttú gleymir guði
þá gleymir guð ekki þér.
Megas. "Þóttú gleymir guði"
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 30.12.2008
Áramót
Áramót
kaflaskil
nýtt upphaf.
Ég finn
að allt
verður gott.
Bjartsýnin
er mér
í blóð borin.
Og ég veit.......
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)