Langt yfir strikið

Mótmælendur hafa farið langt yfir strikið með þessum aðgerðum og ég frábið mér  að verða nokkurn tíma bendluð við svona aðgerðir.

Þetta skemmir fyrir venjulegu friðsömu fólki sem vill tjá mótmæli sín. 

Skemmdarvargar eiga ekki upp á pallborðið hjá mér og gera það að verkum að ég mun síður mæta til mótmæla eins og ég hafði hugsað mér.......

--

Þóttú gleymir guði

þá gleymir guð ekki þér.

Megas. "Þóttú gleymir guði" 


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Varst þú á staðnum? Ég var þar. Mótmælendur fóru ekki yfir strikið, það gerði löggan með ofbeldisfullri piparúðaárás á innikróaðan hóp fólks án viðvörunar. Það heitir að fara yfir strikið, ekki að mótmæla friðsamlega með hávaða að vísu. Ef þú getur ekki drullast til að mæta sjálf á staðinn til að minnsta kosti að vita hvað þú ert að blaðra um skaltu hafa vit á því að halda kjafti um hluti sem þú veist ekkert um.

corvus corax, 31.12.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Magnús H Traustason

Veit ekki hvað segja skal. Stundum fer nú svo að ekki er gott að vita hvað fer úrskeiðis þegar hiti er í fólki. Því miður erum við bara að sjá lítinn forsmekk af því sem verður á næstunni. Ég þakka Guði meðan við sleppum við manntjón. Það verðu að segjast eins og er að ég er b+úin að mæta nokkrum sinnum á Austurvöll til "friðsamra" mótmæla sem hafa í flestu farið afskaplega vel fram. Það hlustaði engin.

Ég mæli ekki skemdarverkum bót. Ég mæli heldur ekki landráðum bót.

Magnús H Traustason, 31.12.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi ólæti eru yfirvöldum að kenna en þau beita þjóðina endalausu og gengdarlausu ofbeldi. Hirða viðurvæði og heimili fólks. Valdhafar hafa kallað yfir sig reiði fólksins og það á bara eftir að versna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Spyrjum okkur - afhverju er fólk að mótmæla ? Það eru margar ástæður. Sumir hafa e.t.v. orðið verr úti en aðrir. Ég mæli allra síst með mótmælum af slíkum toga, það eru þrír lögregluþjónar í minni fjölskyldu, þar af dóttir mín sem var illa bitin fyrir jólin í einni mótmaælagöngunni þá. Ég fór í eina friðsamlega mótmælagöngu á Akureyri fyrir jólin. Ekkert ofbeldi, ekkert vesen ! Við þurfum að kunna að mótmæla friðsamlega. +Eg skil að mörgum er orðið heitt í hamsi - vörum okkur, gerum þetta öðruvísi ! Og höldum friðinn, það er okkar þjóð fyrir bestu.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.12.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er alveg óþarfi að vera með ljótt orðalag og hroka hér á síðunni og það nafnlaust. Segir allt sem segja þarf um það fólk sem slasar aðra, í orði og í verki. Nafnlausir eða með grímu.

Hins vegar var ég hissa á Stöð 2 að vera með Kryddsíld og forystumenn flokkanna eins og ekkert hefðui í skorist,veisluborð eins og ekkert hefði í skorist.

Meira hissa er ég á leiðtogum flokkanna að þekkjast boðið.

Hvar eru prinsipp Steingríms J. ???

Út frá því var allt í lagi að klippa á kapalinn ef enginn hefði meiðst!

Ég er alfarið á móti ofbeldi af öllu tagi og þegar svona lagað fer úr böndunum fælir það einungungis friðsamt fólk frá svona aðgerðum.

Vona að allir eigi gleðileg áramót.....

Vilborg Traustadóttir, 31.12.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Heitir það ekki að mótmælendur fari yfir strikið þegar það ræðast að fólki sem er að vinna sína vinnu? Þegar það reynir að ráðast inn í hús þangað sem þau voru klárlega ekki velkomin? Þegar það skemmir tæki og tól sem voru notuð til útsendingar á Kryddsíldinni? Þegar það slasar fólk?
Þessi mótmælendaSKRÍLL ætti að hætta þessu helv... væli. Ef ráðist er á fólk eða ráðist er inn í byggingar megið þið eiga vona á því að vera gösuð, það er bara svo einfalt. Enda var það að skilja af viðtölum við mótmælendur að þeir bjuggust við því. Voru með sítrónur og lauka á sér til þess að draga úr áhrifum piparúðans.
Almennt heyrist mér í kring um mig, hvort sem er á mínum vinnustað eða annarsstaðar þar sem ég kem, að samúð með skrílnum sé lítil sem engin.

Aðalsteinn Baldursson, 1.1.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband