Það er gaman að mótmæla

Ég held ég mæti bara á laugardaginn líka!

Ég tel að þessi ríkisstjórn sem nú sest á valdastólana sé þegar farin að slá af kröfum sínum

Þau segjast ekki hafa mikinn tíma á sama tíma og þau gagnrýna harðlega fráfarandi ríkisstjórn og sjálf sig (með réttu) fyrir seinagang.

Síðan bankarnir hrundu hefur lítið gerst sem sýnilegt er almenningi.

Enginn tekið ábyrgð fyrr en á síðustu metrunum og þjóðinni sýndur hroki.

Ný ríkisstjórn má heldur ekki draga til baka ákvörðun um hvalveiðar. Í öllu atvinnuleysinu eigum við að styðja við innlenda atvinnuvegi og sjálfbæra nýtingu okkar auðlinda.

Það er enginn að tala um neina ofveiði.

Það er gaman að mótmæla og ég mun tromma með á laugardaginn. 


mbl.is Mótmælt við stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það Vilborg, ég vildi að ég hefði skrifað þessa færslu sjálfur. Mæltu kvenna heillust eins og þar stendur einhvers staðar. Takk fyrir bloggvináttuna.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Sveitavargur

Tjah, kemur varla á óvart þar sem pólitík snýst að stóru leiti um að koma 'sínu fólki' í valdastöður.

Það eru engar töfralausnir á núverandi ástandi.  Ný ríkisstjórn mun sjálfsagt gera meira eða minna það sama og fráfarandi ríkisstjórn hefði gert.  Það er bara auðvelt að kaupa sér vinsældir á krepputímum.

Sveitavargur, 30.1.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband