lau. 14.2.2009
Jón Baldvin kemur alltaf aftur
Ég tek undir með Jóni Baldvin að nú er lag að Jóhanna taki við. Ég myndi ekki síður vilja sjá Jón Baldvin sjálfan taka við taumunum.
Þá er mér vandi á höndum. Samfylkingin hefur ekki virkað sem trúverðugur flokkur á mig en ég hef lýst því yfir að ég myndi kjósa Jón Baldvin þar sem hann byði sig fram.
Lýðveldisbyltingin tel ég að sé að gera mjög góða hluti sem skila okkur inn í framtíð þar sem auðveldara verður að fóta sig.
---
Jón Baldvin því talar þú ekki við Njörð um eitt stykki lýðveldisbyltingu?
Með þig innanborðs gæti það varla klikkað.
![]() |
Jón vill að Ingibjörg víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 14.2.2009
Kreppukóð
Það er gott til þess að vita að sótt er á ný mið í kreppunni.
Ég vona að þessar veiðar séu komnar til að vera og að farið verði að veiða loðnu aftur.
Síldin jafnar sig vonandi sem allra fyrst því nú þurfum við á öllu öðru að halda en sýktir síld og loðnu sem má ekki veiða.
Glæsilegt.
![]() |
Gulldeplutekjur 1/2 milljarður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 14.2.2009
Við vitum þá hvað við fáum
Ég dreg ekki í efa orð Katrínar Jakobsdóttur enda er eitt að hafa áhuga og annað að semja.
Við vitum það alveg fyrir víst að þessi stjórn heldur áfram eftir kosningar og þá með fullri aðkomu Framsóknarflokksins sem reyndar hefur töglin og hagldirnar í þessu samstarfi.
Ég fagna því að Lýðveldisbyltingin ætlar ekki að bíða eftir stjórnmálaflokkunum eða stjórnvöldum með aðgerðir.
Fólkið í landinu er um það bil að taka málin í sínar hendir og koma á réttlátara valdakerfi og þar af leiðandi betra þjóðfélagi fyrir okkur öll.
Lifi Lýðveldisbyltingin.
![]() |
Ekki verið samið um framhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 14.2.2009
"Krtistilegu kærleiksblómin spretta....
![]() |
Kærleiksganga á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 13.2.2009
Kreppusvað
Reynslulausir réðu í bönkum
rétt er það.
Komu okkar köldu skönkum
í kreppusvað.
(VT)
![]() |
Reynslulausir réðu í bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 13.2.2009
Engin kreppa í ástarlífinu.
Ég var rétt búin að pósta færsluna mína um að það væri engin kreppa í Kanada þegar ég rakst á þessa.
Svoldið skondið.
![]() |
Engin kreppa í ástarlífinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 13.2.2009
Engin kreppa í Kanada. Allavega ekki eins kröpp og hér.
Lýðveldisbyltingin er nr. eitt í mínum huga en ég er með plan B. ólíkt ríkisstjórninni ef það gengur ekki eftir.
Sækjum að gerast ríki í Kanada.
Tökum upp Kanadadollar.
Komum okkur í samfélag með frændum og vinum sem flýðu "Skerið" í byrjun síðustu aldar.
Ég er að verða nokkuð svartsýn á að aðild að ESB verði okkur til framdráttar miðað við það skuldafen sem við erum í m.a. vegna Ice-Save o.fl. þá eru litlir möguleikar á Evrópuaðild næstu 10-11 árin.
fim. 12.2.2009
Utanþingsstjórn
Ég hef haldið því fram áður og ætla að árétta það að eina farsæla leiðin í stöðunni hér á Íslandi er að sett verði á stofn utanþingsstjórn.
Kosningum mætti þar af leiðandi auðveldlega fresta fram á haust og undirbúa stjórnlagaþing og framkvæma nauðsynlegar breytingar á Íslensku stjórnarskránni meðan utanþingsstjórnin kæmi hér skikki á mál.
Það væri æskilegt að þær breytingar tækju gildi þannig að kosið yrði um þær og stofnun nýs lýðveldis áður en kosið yrði. Þannig mætti kjósa eftir nýju stjórnarskránni þegar næst verður kosið til Alþingis.
Fólk sem hagar sér eins og þingmenn gera nú eiga ekkert erindi í forsvar fyrir land sem er eins illa statt og Ísland.
Land sem þeir sjálfir keyrðu á kaf.
Ég sé bjarta framtíð eftir að þessum breytingum hefur verið komið á af þeirri einföldu ástæðu að kerfið breytir sér ekki sjálft.
Það viðheldur sér.
fim. 12.2.2009
Máluðum okkur út í horn
Það að við skyldum með svo afgerandi hætti mála okkur út í horn þýðir bara eitt.
Við verðum að hlýða ef við ætlum að eiga möguleika á að skreiðast aftur inn í alþjóðlegt samfélag efnahagslífsins.
Ef við ætlum að lifa af.
Því er umræðan sem komið hefur upp um að framið hafi verið landráð af gáleysi ekki svo fjarri sanni.
Við erum bundin í klafa skulda og efnahagslegt sjálfstæði okkar og mannleg reisn hefur beðið mikla hnekki.
Við verðu alfarið að treysta á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þó að um hann séu skiptar skoðanir.
Ekki einu sinni Steingrímur með stóru orðin getur nokkru um það breytt.
Það sem við getum breytt þessi þjóð er það að við getum stofnað nýtt lýðveldi og þannig aukið sjálfstraust okkar og endurheimt trúna á lýðræðið sem er löngu farin veg allrar veraldar. Við megum einnig til að auka trúverðugleika okkar út á við.
Það gerum við ekki með því að stunda karp, pólitíska flokkadrætti og hafa í frammi magnvana og fálmkennda einræðistilburði eins og Jóhanna hefur valið að gera.
Það gerum við með því að standa í báða fætur og vinna okkur út úr vandamálinu saman.
Á algerlega nýjum forsendum og án þessa ógeðslega spillta flokkakerfis sem við höfum í dag.
Flokkakerfis sem er svo rotið að flokkshollusta ræður för fram yfir þjóðarhag.
Það er landráð og ekki einu sinni af gáleysi!
Nýtt lýðveldi með réttlátara kerfi er það sem við verðum að krefjast til að eiga okkur viðreisnar von!
![]() |
Peningamálastefnu ekki breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)