Máluðum okkur út í horn

Það að við skyldum með svo afgerandi hætti mála okkur út í horn þýðir bara eitt.

Við verðum að hlýða ef við ætlum að eiga möguleika á að skreiðast aftur inn í alþjóðlegt samfélag efnahagslífsins.

Ef við ætlum að lifa af.

Því er umræðan sem komið hefur upp um að framið hafi verið landráð af gáleysi ekki svo fjarri sanni.

Við erum bundin í klafa skulda og efnahagslegt sjálfstæði okkar og mannleg reisn hefur beðið mikla hnekki.

Við verðu alfarið að treysta á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þó að um hann séu skiptar skoðanir. 

Ekki einu sinni Steingrímur með stóru orðin getur nokkru um það breytt.

Það sem við getum breytt þessi þjóð er það að við getum stofnað nýtt lýðveldi og þannig aukið sjálfstraust okkar og endurheimt trúna á lýðræðið sem er löngu farin veg allrar veraldar.  Við megum einnig til að auka trúverðugleika okkar út á við.  

Það gerum við ekki með því að stunda karp, pólitíska flokkadrætti og  hafa í frammi magnvana og fálmkennda einræðistilburði eins og Jóhanna hefur valið að gera.

Það gerum við með því að standa í báða fætur og vinna okkur út úr vandamálinu saman.

Á algerlega nýjum forsendum og án þessa ógeðslega spillta flokkakerfis sem við höfum í dag.

Flokkakerfis sem er svo rotið að flokkshollusta ræður för fram yfir þjóðarhag.

Það er landráð og ekki einu sinni af gáleysi!

Nýtt lýðveldi með réttlátara kerfi er það sem við verðum að krefjast til að eiga okkur viðreisnar von! 

 

 


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband