fim. 19.2.2009
Meiri skilvirkni
Ég vona að meiri skilvirkni komi út úr þessu starfi.
Það hlýtur að vera markmið allra að svo verði. Bæði þeirra sem þjónustuna veita og þeirra sem hana þiggja.
Það er nauðsynlegt að líta heildstætt á málin þegar skera á niður og spara.
Það að samhæfa starfsemina Landspítala Háskólasjúkrahúsi er gott út af fyrir sig en er ekki samkeppni í heilbrigðisþjónustu líka dálítið góð?
Að vissu marki.
![]() |
Tillögur um framtíð St. Jósefsspítala í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 18.2.2009
Sannleikurinn er sagna bestur
Ég kann því alltaf vel þegar menn segja sannleikann.
Hvers vegna í ósköpunum eigum við að skuldsetja okkur margar kynslóðir fram í tímann til að greiða skuldir sem við stofnuðum ekki til?
Það verður að leggja spilin á borðið eins og þau eru.
Ef það eru jókerar með verður svo að vera.
Það er sorglegt að bresk sveitarfélög tapi peningum en erum við ekki öll að tapa peningum?
Helvítis fokking fokk!
![]() |
Gylfi lofar Bretum engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 18.2.2009
PÓLITÍSKT SKOTIN Í SKALLAGRÍMI?
Jón Baldvin Hannibalsson sagði á dögunum að hann væri "pólitískt skotinn í Skallagrími" og ég tók undir það í dag þegar ég heyrði af því að Steingrímur hefði leyft hvalveiðar.
Þannig leið mér þangað til ég sá þessa frétt.
Þarna skýtur Steingrímur sér bak við lög og talar um að þeim verði breytt. Ég tel arfavitlaust að kjósa Steingrím ef hann beitir sér fyrir breytingum í þá veru að banna hvalveiðar alfarið.
![]() |
Kvalræði sjávarútvegsráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 18.2.2009
Hvar er "hljómgrunnurinn" Jóhanna?
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í tilhugalífi og upphafi hveitibrauðsdaga nýrrar stjórnar að Samfylkingin færðist nær Evrópusambandinu með VG en hún hefði gert með Sjálfstæðisflokki.
Hún hefur greinilega ekki rætt það við Jón Bjarnason.
![]() |
Evrópustefna VG skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér líst vel á að fá persónnukjör inn í kosningar i vor.
Hins vegar verðum við að stuðla að því að Nýtt lýðræði komist á laggirnar og það helst fyrir kosningar.
Við megum engann tíma missa.
![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 17.2.2009
Allt í gúddí
Það var allt í gúddí á fundi Viðskiptanefndar með Seðlabankastjórum í morgun.
Davíð hafði húmor fyrir því að hann þyrfti að komast út úr húsinu.
Hvort hann hefur húmor fyrir því að hann þurfi komast út úr Seðlabankanum lét hann ósagt.
Við verðum að vona að fagleg vinnubrögð verði höfð í málinu en um leið undrast ég þá afstöðu Ríkisstjórnarinnar að hafna umsögn frá sérfræðingum Evrópusambandsins um frumvarpið.
![]() |
Ekkert drama í viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 15.2.2009
Fagnaðarefni
Þetta er fagnaðarefni vegna þess að þjónustan sem veitt er á St. Jósefsspítala er alveg einstök.
Ég vona að tekið verði heildstætt á málefnum heilbrigðiskerfisins og reynt að skaða sem minnst þá viðkvæmu en góðu heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp hér á landi.
Það hlýtur að vera hægt að spara með öðru móti en leggja gott starf sem fyrir er í rúst.
Ögmundur fær prik fyrir þetta.
![]() |
Ákvörðuninni verður snúið við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 15.2.2009
Jón Baldvin á að fara fram
Ég er ósammála Ingibjörgu þegar hún segist ekki vera viss um að Jón Baldvin sé besti kosturinn ef Samfylkingin ætlar að skipta um forystu.
Nú þarf trausta forystu í þann flokk. Formann með víðtæka reynslu af vettvangi stjórnmála og mann með diplomatiskan bakgrunn.
þetta hefur Jón Baldvin.
Mikið er Ingibjörg annars veikluleg á myndinni og ég vona innilega að henni batni fljótt og vel.
Ég vona líka að hún láti ekki stjórnmálavafstrið tefja fyrir heilsunni en safni þess í stað kröftum.
Hvort sem hún er að yfirgefa pólitíkina eða ekki.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 15.2.2009
Afþreying í "kreppunni" að kveikja eld og glamra á potta
Það er að verða helsta skemmtun Íslendinga að mótmæla.
Enda er mjög gaman að koma sama og berja með sleifum á potta og pönnur.
Hringja bjöllum og yfir höfuð framkalla þennan hjartslátt þjóðar sem er reyndar býsna óreglulegur um þessar mundir.
Það hverju er verið að mótmæla er í sjálfu sér aukaatriði.
Ástandið í þjóðfélaginu er svo absúrd að það eitt nægir til að réttlæta mótmælin sem virðast spretta upp á ólíklegustu stöðum og á ólíklegustu tímum sólarhringsins.
Nú er enginn á Íslandi maður með mönnum ef hann skellir sér ekki með pottana sína niður í bæ og tekur létt mótmælasóla milli allra hinna mótmælasólóanna og mynda þannig órofa heild mótmæla sem í sögulegu samhengi eiga sér engan líka.
Aðrar þjóðir horfa á í beinni og ýmist dást að framtakinu eða hneykslast á þessari hegðun okkar.
Mér finnst þetta töff - við megum ekki hætta.....ekki núna.
![]() |
Bál kveikt á Lækjartorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 14.2.2009
Bara flott
Þó mitt uppáhaldslag væri The world of you með Jógvan þá er ég þokkalega sátt.
Lagið Is it true er fallegt og afar vel flutt af Jóhönnu Guðrúnu.
Sonarsynir mínir horfðu með okkur og gátu fengið ömmu "gömlu" til að kjósa lagið I got no love með Hara systrum (eða Elektra eins og flytjendur kölluðu sig) fyrir sig þrisvar! Það dugði ekki til og sofnuðu þeir út af í fanginu á afa sínum undir laginu Is it true.
Það er þá alla vega gott vöggulag sagði ég huggandi um leið og þeir liðu inn í draumalandið.
Einn kostur enn við lagið Is it true er að það endurspeglar okkur Íslendinga að vakna óttaslegin upp við vondan draum með allt í klessu í kring um okkur spyrjandi "Is it true"??????
![]() |
Lagið Is it true til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)