mið. 25.2.2009
Hneyksli og við vitum þetta öll Davíð...
...það er bara enginn sem segir það.
Það hefur verið talað um smjörklípuaðferð Davíðs eins og frægt er. Þar vitnaði hann í það að þegar kötturinn á heimilinu var óþekkur þá lét amma hans smjörklípu í feldinn á honum og kötturinn undi eftir það rólegur við að þrífa sinn feld.
Þrífi nú hver "sinn feld" !!!
![]() |
Gæti talist mútuþægni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 24.2.2009
Að fylgja sannfæringu sinni Össur!
Það að fylgja sannfæringu sinni virðist gleymt og grafið meðal ráðamanna.
Höskuldur Þórhallsson, prestssonur að norðan er maður að meiri að þora að fylgja sannfæringu sinni.
Hefðu fleiri gert að undanfarin ár í stað þess að dansa kring um "gullkálfinn" gersamlega heilalausir þá vær staða okkar snöggtum skárri en hún er í dag.
![]() |
Höskuldur í háskaför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 24.2.2009
Landsbúnaðarútvegs...
Steingrímur J. Sigfússon Landsbúnaðarútvegs- og fjármálaráðherra boðar auknar heimildir til skattayfirvalda á Íslandi til að fá upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum.
Sannarlega þörf aðgerð og þótt fyrr hefði verið.
Ladda rataðist satt orð á munn í kvæðinu Austurstræti. Þar vísar hann til gömlu bankanna sem stóðu þar í röðum, Landsbanka, Búnaðarbanka og Útvegsbanka.
Nú er Steingrímur allt í senn "Landsbúnaðarútvegs" auk þess fjármálaráðherra.
Það er punkturinn yfir i-ið.
Rock on Steingrímur.
![]() |
Skattaskjól skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 23.2.2009
Skynsamlegt
Það er skynsamlegt að fresta umræðunni fram yfir miðvikudag þegar nefnd á vegum Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögur um breytingar á stjórnsýslu eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði.
Ef við erum að stefna í átt að Evrópusambandinu er þetta eina vitið.
Hvað er Samfylkingin að pæla?
Er það ekki hún sem vill Evrópuaðild?
![]() |
Vilja fresta seðlabankaumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.2.2009 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 22.2.2009
Fagnaðarefni
Það er gott að það eru til menn sem gefa kost á sér til erfiðra starfa fyrir flokka.
Pólitískt landslag er ekki það mest spennandi í dag.
Mikið traust þarf að að vinna upp.
Ég fagna því þegar menn stíga fram og gefa kost á sér til starfans.
![]() |
Guðbjörn fer í prófkjörsslaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 21.2.2009
STJÖRNUSPÁ

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 21.2.2009
Til hamingju
Jón Baldvin Hannibalsson er sjötugur og ferskur sem aldrei fyrr.
Hann hefur komið með beinskeyttar og raunsannar útskýringar á bankahruninu, orsökum þess og afleiðingum. Umfram allt bendir hann á skýrar leiðir til úrbóta í okkar erfiðu stöðu.
Maður með reynslu Jón Baldvins, þekkingu og vilja til að taka á málum er vandfundinn á Íslandi í dag.
Ég tek því fagnandi ef hann býður fram krafta sína.
Háar raddir eru uppi um að allir eldri stjórnmálamenn eigi að draga sig í hlé og leyfa yngra fólki að taka við. Ég veit ekki betur en mikil endurnýjun hafi átt sér stað á allra síðustu árum í stjórnmálaflokkunum
Hvert leiddi það okkur?
![]() |
Húsfyllir til heiðurs Jóni Baldvini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2009 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 21.2.2009
Sammála Lalla
Ég er hjartanlega sammála því að gefa eigi út loðnukvóta strax.
Það hvetur menn til að leita að loðnu og 50-70 þúsund tonn er ekki svo mikið að það skipti ölli máli í það heila varðandi loðnustofninn.
Við þær aðstæður sem við erum í skiptir mestu að reyna að hala eitthvað inn núna.
Strax.
![]() |
Loðnukvóta strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 20.2.2009
Færeyingar í krýsu!
Það eru víðar vandamál en hjá okkur sem einblínum jafnan í eigin rann og sjáum lítt út fyrir skerið.
"Sambandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Fólkaflokkurinn mynduðu nýja stjórn í september eftir að Jafnaðarflokkurinn sleit samstarfi við Þjóðveldið og Miðflokkinn."
Þetta kemur fram á vef hjá blaðinu "Sosialnum" í Færeyjum.
Flott nöfn á flokkunum!
![]() |
Stjórnin í Færeyjum í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 20.2.2009
"Við eplin" sögðu hrossataðskögglarnir.
Ég hlustaði agndofa á Gylfa Zoega í fréttum í gær...eða var að í fyrradag? Skiptir ekki öllu en það sem hann sagði var ógnvekjandi.
Erum við Íslendingar virkilega svo skini skroppin að halda það að við höfum efni á því að vera með hroka gagnvart öðrum þjóðum?
Höfum við efni á því að loka leiðum nú þegar staða okkar svo afleit sem raun ber vitni.
Gylfi virtist hafa eitthvað fyrir sér í því að alþjóðlegar stofnandir upplifðu hroka af okkar hálfu í stað vilja til samvinnu.
--
Það er gott hjá Gylfa að taka þetta upp og benda okkur á þetta.
Maður spyr sig í framhaldinu hvernig eru samskipti okkar stjórnmálamanna og þeirra sem hafa með málaflokkinn að gera við alþjóðlegar stofnanir?
__
Getur maður (Íslenska ríkið og stofnanir á þess vegum) sem er með allt niður um sig heimtað það að aðrir skeini sig alveg óumbeðnir?
Jafnvel hreytt ónotum í viðkomandi ef pappírinn er ekki alveg nógu mjúkur?
Stöndum við Íslendingar í sömu sporum og hrossataðskögglarnir?
Höldum við að við séum eitthvað annað en við erum?
Við þurfum að sýna auðmýkt stöku sinnum fjandinn hafi það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)