The Ukraine style

Ég sagði Úkraínumönnunum í Póllandi að íslendingar hefðu gert þetta "the Ukraine style".  

Nuddarinn sagði"þetta tók tvær vikur í apríl í Úkraínu".  

Kannski vildi hann meina að við hefðum verið lengi að gera byltingu ég spurði hann ekki að því.

Spurningin sem brennur á núna er.  

Woundering  Var það þetta sem við vildum? 

Já ég er komin heim. 


Heim á morgun

Ég held heim á morgun eftir vikudvöl á Uzboja í Póllandi.  Ferðafélagar mínir verða eina viki í viðbót en ég átti ekki heimangengt lengur .

Ég þarf að sinna ýmsum verkefnum heima en ég kem aftur í maí ásamt systir (systrum)....Wink

Hér er dvölin góð en af mér eru farin fjögur kíló en ég er ekkert út eftir svo miklu meira þyngdartapi.

Það er betri líðan og betri heilsa sem ég fæ hér sem ég sækist eftir.


Í dag var það "Roddi".....

 

Gamli rámur bregst ekki frekar en fyrni daginn.

Hann ómaði hjá nuddaranum í dag.

Við fórum í bæinn og nutum þess að versla lítið.

Það var gott að skella sér á nuddbekkinn þegar ég kom þreytt heim, hlusta á "Gamla rám" og leyfa tilfinningum að streyma út um augun í formi tára.

Ekkert alvarlegt en smá hreinsun eins og meðferðin hér gengur reyndar öll út á.

Nuddið er stór liður í þeirri hreinsum.

Veðrið er að hlýna aðeins en hefur verið kalt en stillt.

Póllandskveðjur, Kristín og Hansína biðja að heilsa..Halo


Sade alltaf æðisleg

Ég var að koma frá nuddaranum eina og sanna sem heldr mér gangandi.  Lögin hennar Sade ómuðu á spilaranum hjá honum.  Mér finnst hún svo æðisleg og það var gott að rifja upp lögin hennar um leið og ég fann heilsuna stórbatna.

Ég var að bóka fyrir okkur Möggu systur í maí og Herdís "systir" rétt ræður því hvort hún kemur ekki með.

Af okkur er annars allt gott að frétta, við ætlum í bæinn á morgun til að létta okkur aðeins upp. W00t

 


Kílóin fjúka

Hér fjúka kílóin í stórum stíl.

Það eru fokin 3,2 af mér nú þegar og líðanin öll að batna.

Ég er stödd á heilsuhóteli í Póllandi og það er ekki að spyrja að árangrinum.

Hlakka til að koma heim eftir þessa dvöl.


Lögst í ferðalög

Við  hjónin erum lögst í ferðalög.  Ég er í Póllandi og hann í Svíþjóð.

Ég verð í viku en hann í fjóra daga.

Hér í Póllandi er ágætis veður þó vorið sé ekki komið finnst mér sem það sé að byrja að gægjast á gluggann.

Það hefur verið sól og fer hlýnandi. Í dag er skýjað.  

Ég var að koma úr nuddi hér á heilsuhótelinu og þvílíkur munur á einni manneskju.  Þessi Úkraínski nuddari er snillingur í sínu fagi.

Ég var hjá Boryz sem er læknirinn sem sér um ristilhreinsanir hér í morgun.  Það er eins og að hitta gamlan vin að hitta hann.  Boryz er einnig frá Úkraínu.

Hér er ágætt að vera og ég sá á vigtinni í morgun að það eru farin um tvö kg af mér síðan ég kom á laugardaginn.

Hlakka til að koma heim á laugardaginn en ég get ekki verið nema eina viku að þessu sinni vegna stafa minna heima á Íslandi.

 


Herra "Bljúgur"

Er nú Steingrímur J. orðinn herra "Bljúgur"???

Hvar eru nú stóru orðin um stýrivextina?

Voru þau bara aðgöngumiði að ráðherrastólnum Steingrímur? 


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bloggvinkona Alla

Ný bloggvinkona Alla eða Aðalheiður Ámundadóttir hefur bæst í góðan hóp bloggvina.

Alla er full réttlætiskenndar og "Hrópar af húsþökum" eins og hún segir sjálf.

Hún er í meistaranámi í lögfræði við Háskólann á Akureyri.

Það er vel þess virði að lesa bloggið hennar.

Velkomin í bloggvinahópinn Alla. 

 

 


Maður með sannfæringu

Er Kristinn H. Gunnarsson óalandi og óferjandi? 

Eða er hann dæmi um það að menn með sannfæringu rúmist illa innan núverandi flokkakerfis á Íslandi? 

Eigum við að stofna nýjan flokk?

Sannfæringarflokkinn! 

 

 

 


mbl.is Kristinn: Trúnaðarbrestur olli afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var þá ekki "þröskuldur"...

Það er ljóst að það vantaði þessa setningu inn í frumvarpið.  

Skýrsla Evrópunefndarinnar sem Höskuldur vildi bíða eftir tók af öll tvímæli um það.

Hvað var annað í þeirri skýrslu?

Var farið eftir henni í öðrum liðum?

Eða var þetta bara sjónarspil til að lenda málinu og fella ekki stjórnina? 

Ég vil fá utanþingsstjórn þar sem þingheimur eins og hann leggur sig er rúinn trausti. 

 


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband