Hvað á ég að kjósa?

Ég er búin að velta því fyrir mér undanfarið hvað ég eigi að kjósa?

Það virðist enginn ásættanlegur kostur í stöðunni.  Ég tók þá ákvörðun í vetur að næst þegar ég myndi kjósa skyldi ég horfa á efstu menn á hverjum lista í mínu kjördæmi og velja síðan þann sem mér litist best á alveg óháð þeim flokki sem viðkomandi væri í framboði fyrir.

Mitt kjördæmi Norðvestur státar karlmönnum í öllum efstu sætunum.

Nú beiti ég útilokunaraðferðinni. 

GUÐBJARTUR HANNESSON NEI  (Samfylking)  Góður maður vafalaust en ekki mín týpa...

JÓN BJARNASON  NEI (Vinstri Grænir)  Allt of forn....

SIGURJÓN ÞÓRÐARSON  JÁ  (Frjálslyndir)  Nokkuð beinskeyttur og rökfastur...

ÁSGEIR MAN EKKI HVERSSON JÁ (Sjálfstæðisflokkur)  Skeleggur og lætur ekki slá sig út af laginu....

GUNNAR MAN EKKI HVERSSON NEI- KANNSKI (Borgarahreyfingin) Ekki nógu sannfærandi eins og ég var sannfærð um að styðja það framboð sem kæmi upp út búsáhaldabyltingunni.....og þó????

MAN EKKI HVER  NEI (FRAMSÓKNARFLOKKUR)  Hef aldrei kosið Framsókn og fer ekki að taka upp á því núna þrátt fyrir "björgunaraðgerðir" Sævars Cicielski og Jónínu Ben!  Man ekki hver þetta er en ef það er Kiddi Sleggja þá man ég ekki í hvaða flokki hann er stundinni lengur....

MAN EKKI HVER  NEI (Lýðræðishreyfingin)  Kommon Ástþór!!  Segir allt sem segja þarf....

 --

Eftir stóðu tvö JÁ og eitt KANNSKI.

SIGURJÓN ÞÓRÐARSON hinn frjálslyndi  og ÁSGEIR sjálfstæði frá Rifi .

Þangað til Sigurjón sagði eitt á framboðsfundi í sjónvarpinu og það var að hann teldi ólíklegt að Frjálslyndir færu í samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar.

SIGURJÓN ÞÓRÐARSON NEI.  Ég hef aldrei tekið þátt í einelti og byrja ekki á því úr þessu,  jafnvel ekki þó óþekktarormar eigi í hlut.

--  

ÁSGEIR FRÁ RIFI JÁ.

Þrátt fyrir vangetu BJARNA BENEDIKTSSONAR til að taka á málefnum tengdum GUÐLAUGI ÞÓR ÞÓRÐARSYNI? 

Enda eru þeir bara Reykvíkingar.

KANNSKI verður KANNSKI bara KANNSKI. 

--

Er þessi aðferð nokkuð verri en hver önnur?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Hér er smá ráðlegging.

Þú virðist dæma flokkana eftir útliti frambjóðenda. Hvernig væri að þú læsir hvað þeir hafa á stefnuskrá sinni.

Ef þér hugnast það ekki má alltaf senda frambjóðendum tölvupóst og spyrja um það sem þér finnst skipat máli, því ég held að þeir gefi sér tíma til að svara, enda skiptir hvert atkvæði máli, en það dugar ekki, veldu þann sem þú telur líklegastan til að hafa farið í krummafót sem barn. 

Svo getur þú náttúrulega alltaf skilað auðu.

Gústaf Gústafsson, 17.4.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Stefnuskrár hafa sýnt að þó þær séu vel fram settar tekst aldrei að koma þeim öllum í höfn hvar í flokki sem menn eru. Það er heiðarleiki frambjóðenda sem höfðar mest til mín í þessu framboði og þar er bara um tvo að velja....ég fer eftir því innsæi og því sem ég hef kynnt mér.

Oft hefur verið þörf á heiðarlegu fólki til starfa en aldrei eins og nú !

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Útlit er ekki atriði en takk fyrir ráðlegginguna Gústaf.

Ég neyddi mig til að horfa á og hlusta á framboðsfund NV í sjónvarpinu og mat þetta svona eftir málflutningi þeirra.

Ég hef íhugað að skila auðu en þetta með krummafótinn er afar athyglisvert.

Það er alltaf gaman að koma öðrum á óvart!

Sammála Margréti heiðarleiki er málið og innsæið okkar er sterkast í að finna út úr því.

Þetta verður höfuðverkur!

Vilborg Traustadóttir, 18.4.2009 kl. 11:58

4 identicon

bara kjosa alla samfylkinguna!!!!:D vilborg þu ert góð kona eg gleymi þer aldrei þótt við emil seum hætt saman við getum verið vinkonur enþa samt:)

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband